Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 76
á umhverfisáhrifum þar sem það á við. Hafi sveitarstjórn því ákveðið í skipu- lagsáætlun að tiltekið landsvæði skuli tekið undir skógrækt getur sveitarstjórn ekki synjað að gefa út framkvæmdaleyfi til landeiganda til að hefja skógrækt sé framkvæmdin í samræmi við úrskurð um mat á umhverfisáhrifum. 10. MÁ SVEITARSTJÓRN BINDA FRAMKVÆMDALEYFI SKILYRÐUM? Efni stjórnvaldsákvörðunar er oft greint annars vegar í aðalefni, t.d. leyfi, og hins vegar aukaefni, t.d. skilyrði. I stjórnsýslurétti er yfirleitt á því byggt að lögbundnar stjórnvaldsákvarðanir verði almennt ekki bundnar skilyrðum nema að skilyrðið byggist á sérstakri lagaheimild.43 Eins og vikið var að í kafla 9.5 er ákvörðun sveitarstjómar lögbundin um það hvaða skilyrði þarf að uppfylla svo að veita skuli slíkt leyfi. Afþessum sökum getur sveitarstjórn ekki bundiðfram- kvœmdaleyfi skilyrðum nema lög heimili það sérstaklega. Sveitarstjóm hefur þrjár lagaheimildir til þess að binda framkvæmdaleyfi skilyrðum og verður nú nánar að þeim vikið: (1) Þegar fjallað var um tillögu umhverfisnefndar um ákvæði 27. gr. á 121. löggjafarþingi vék enginn þingmaður að túlkun á skilyrðinu um að framkvæmd skuli vera í samræmi við úrskurð um umhverfismat. Eins og vikið var að í kafla 3 hér að framan voru gerðar breytingar á 27. gr. með lögunr nr. 135/1997 á 122. löggjafarþingi. Við umræðu um tillögu meiri hluta umhverfisnefndar um breyt- ingu á ákvæði 27. gr. skipulags- og byggingarlaga tók Kristín Halldórsdóttir, sem stóð að tillögu meiri hluta umhverfisnefndar, afstöðu til þess hvenær skógrækt væri háð framkvæmdaleyfi. Það var skoðun hennar að væri skylt að fara með skógrækt í umhverfismat þyrfti einnig að afla framkvæmdaleyfis áður en skógrækt væri hafin. Röksemd hennar var þessi: Astæðan fyrir því að þetta þarf að vera ljóst er sú að sé ekki um framkvæmdaleyfi að ræða, þá er ekki með öllu tryggt eftirlit með því að skilyrðum sem sett eru í mati á umhverfisáhrifum sé framfylgt. Það er túlkun skipulagsstjóra að framkvæmdaleyfi þurfi til ef farið hefur fram mat á umhverfisáhrifum og sett einhver þau skilyrði, sem þarf að tryggja að framfylgt verði.44 Ef litið er til orðalags ákvæðis 27. gr. laganna um að framkvæmd skuli vera „í samræmi við úrskurð um mat á umhverfisáhrifum" verður að telja það nær- tæka skýringu að í því felist að sveitarstjóm eigi að gera það að skilyrði fyrir framkvæmdaleyfi að framkvæmdin sé í samræmi við þau skilyrði sem fram koma í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, hafi verið fallist á framkvæmd með 43 Sbr. Jens Garde: „Saglige krav“, bls. 230 í ritinu Forvaltningsret. Almindelige emner. 3. útg. 1997 og Poul Andersen: Dansk Forvaltningsret, bls. 404. 44 Alþt. 1997-1998. B-deild, dálk. 2167-2168. 260
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.