Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 78
44/1999 taka til. Þótt stjómvaldi sé að lögum skylt að leita sérstakrar umsagnar
utanaðkomandi aðila áður en það tekur ákvörðun í máli, er umsögnin ekki
bindandi fyrir stjómvaldið við ákvörðun málsins samkvæmt meginregluin
stjórnsýsluréttar, nema svo sé fyrir mælt í lögum.45 Af þeim sökum eru um-
sagnir Umhverfisstofnunar og náttúruvemdarnefndar ekki bindandi fyrir
sveitarstjórn við úrlausn máls um framkvæmdaleyfi.
í kafla 9 hér að framan var komist að þeirri niðurstöðu að ekki yrði aukið
við skilyrði þau, sem uppfylla þarf til að fá útgefið framkvæmdaleyfi, frá því
sem skýrlega er fyrir mælt í 27. gr. skipulags- og byggingarlaga, á annan hátt
en með lögum. í kafla 10 var síðan komist að þeirri niðurstöðu að sveitarstjóm
geti ekki bundið framkvæmdaleyfi skilyrðum nema lög heimili það sérstaklega.
Þegar þetta er virt virðist ljóst að umsagnir Umhverfisstofnunar og umhverfis-
nefndar hafa sjaldnast áhrif á úrlausn máls þar sem sveitarstjórnir hafa ekki
almenna lagaheimild til þess að skilyrðisbinda framkvæmdaleyfi í samræmi við
tillögur þeirra. Frá þessu er þó undantekning þegar framkvæmdaleyfi er byggt
á 3. tölul. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum en þá er
sveitarstjórn heimilt að setja skilyrði í framkvæmdaleyfi.
12. STJÓRNSÝSLUKÆRA
Með stjórnsýslukæru er átt við það réttarúrræði þegar aðili máls eða annar
sá sem kærurétt á skýtur stjómvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds sem skylt er
að endurskoða ákvörðunina.46
Heimilt er að kæra ákvarðanir byggingamefndar eða sveitarstjómar á sviði
skipulags- og byggingarmála til úrskurðamefndar skipulags- og byggingar-
mála. Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga kveður
nefndin upp úrskurði í ágreiningsmálum um skipulags- og byggingarmál sam-
kvæmt lögum nr. 73/1997. Með gagnályktun frá þessu ákvæði fellur það al-
mennt ekki í hlut nefndarinnar að skera beint úr deilum samkvæmt öðrum
lögum. í úrskurði úrskurðamefndar skipulags- og byggingarmála frá 30.
desember 1999 í máli nr. 53/1999 var kærð ákvörðun um að veita fram-
kvæmdaleyfi fyrir gerð reiðvegar. Því var m.a. borið við að framkvæmdin væri
ekki í samræmi við 35. gr. laga nr. 44/1999 um náttúmvemd en þar er kveðið
svo á að við hönnun vega, virkjana, verksmiðja og annarra mannvirkja skuli
þess gætt að þau falli sem best að svipmóti lands. I úrskurði nefndarinnar var
tekið fram að skv. 74. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvemd verði ágreiningi um
ákvörðun er varðar framkvæmd þeirra laga skotið til umhverfisráðherra. Varð
því ekki séð að mál er vörðuðu framkvæmd náttúruvemdarlaga eða brot gegn
45 Sbr. t.d. SUA 1989:58 og SUA 1990:158. Sjá einnig Páll Hreinsson: „Álitsumleitan". Afmælis-
rit Gaukur Jörundsson sextugur 24. september 1994. Reykjavík 1994, bls. 407-433.
46 Sjá nánar Páll Hreinsson: Stjómsýslulögin - skýringarrit, bls. 251-284.
262