Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 100
vinnustaðinn. Þá mun einnig vera hægt með ákveðnum útbúnaði að fylgjast með
því hvenær starfsmaður situr í sæti sínu og hvenær hann hefur brugðið sér frá.
Söfnun og notkun þess háttar upplýsinga er eingöngu heimil ef tilgangurinn
með því er málefnalegur og þar sem önnur ákvæði persónuverndarlaganna eru
virt þannig að skilyrði 7. og 8. gr. laganna (og hugsanlega 9. gr. sé um við-
kvæmar upplýsingar að ræða) séu uppfyllt. I áliti Persónuverndar frá 12.
febrúar 2003 sem varðaði m.a. notkun á aðgangskortum hjá landhelgisgæslunni
kom fram að sérhver starfsmaður hafði kort til að komast inn í flugskýli,
stjórnstöð eða aðra staði og að tilgangur kerfisins var að sögn landhelgisgæsl-
unnar sá að auðvelda símaþjónustu þar sem með kerfinu væri hægt að sjá hvar
í fyrirtækinu starfsmenn væru og beina símtölum á rétta staði. Segja má að sá
tilgangur geti verið málefnalegur en að það hljóti þó að fara að einhverju leyti
eftir því hvernig vinnustaður er uppbyggður og eðli vinnunnar.
Færa má rök fyrir því að vinnsla persónuupplýsinga sem eingöngu miðar að
því að fylgjast með ferðum starfsmanns, svo að hægt sé að vita hvernig starfs-
maður nýtir vinnutíma sinn, sé lítilsvirðandi og að slíkt viðvarandi eftirlit sé að
meginstefnu til andstætt meginreglum um friðhelgi einkalífs og brjóti gegn
þeim meginreglum sem kveðið er á um í 7. gr. pvl. Má í því sambandi vísa til
áðurnefndrar skýrslu Evrópusambandsins um rafrænt eftirlit á vinnustöðum þar
sem fram kemur sú skoðun að viðvarandi eftirlit með starfsmönnum verði
líklega alltaf lítilsvirðandi og andstætt meginreglum um friðhelgi einkalífs og
um mannlega reisn.28
8. EFTIRLIT MEÐ NOTKUN SÍMTÆKJA
Um þá rafrænu vinnslu persónuupplýsinga sem um ræðir í köflum 8.1 og 8.2
gildir að meginreglum 7. gr. pvl. verður að vera fullnægt, þ.e. upplýsingamar
þurfa að vera unnar með sanngjömum, málefnalegum og lögmætum hætti, þær
þurfa að vera fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og þær
skulu vera viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang
vinnslunnar. Þá þuifa eftir atvikum bæði skilyrði 8. og 9. gr. að vera uppfyllt.
8.1 Skráning á númeruni sem hringt er í
Söfnun upplýsinga um hvert starfsmaður hringir er vinnsla persónuupplýs-
inga og gilda um þá vinnslu ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga. Ljóst er að upplýsingar um símanúmer em mögulega viðkvœmar
persónuupplýsingar, s.s. ef reglulega er hringt í tiltekið stéttarfélag, í síma-
númer sem veita kynlífsþjónustu o.s.frv.
28 Protection of workers'personal data in the European union: the case of surveillance and
monitoring. Final report (contract reference no. vc/2001/0159), bls. 37. I máli sem fór fyrir
dómstóla í Portúgal var talið að eftirlit atvinnurekanda með þeim tíma sem starfsmenn dvöldust á
snyrtingum vinnustaðarins væri brot gegn friðhelgi einkalífs starfsmanna. Protection of workers'
personal data in the European union: the case of surveillance and monitoring. Final report (contract
reference no. vc/2001/0159), bls. 33.
284