Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 100

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 100
vinnustaðinn. Þá mun einnig vera hægt með ákveðnum útbúnaði að fylgjast með því hvenær starfsmaður situr í sæti sínu og hvenær hann hefur brugðið sér frá. Söfnun og notkun þess háttar upplýsinga er eingöngu heimil ef tilgangurinn með því er málefnalegur og þar sem önnur ákvæði persónuverndarlaganna eru virt þannig að skilyrði 7. og 8. gr. laganna (og hugsanlega 9. gr. sé um við- kvæmar upplýsingar að ræða) séu uppfyllt. I áliti Persónuverndar frá 12. febrúar 2003 sem varðaði m.a. notkun á aðgangskortum hjá landhelgisgæslunni kom fram að sérhver starfsmaður hafði kort til að komast inn í flugskýli, stjórnstöð eða aðra staði og að tilgangur kerfisins var að sögn landhelgisgæsl- unnar sá að auðvelda símaþjónustu þar sem með kerfinu væri hægt að sjá hvar í fyrirtækinu starfsmenn væru og beina símtölum á rétta staði. Segja má að sá tilgangur geti verið málefnalegur en að það hljóti þó að fara að einhverju leyti eftir því hvernig vinnustaður er uppbyggður og eðli vinnunnar. Færa má rök fyrir því að vinnsla persónuupplýsinga sem eingöngu miðar að því að fylgjast með ferðum starfsmanns, svo að hægt sé að vita hvernig starfs- maður nýtir vinnutíma sinn, sé lítilsvirðandi og að slíkt viðvarandi eftirlit sé að meginstefnu til andstætt meginreglum um friðhelgi einkalífs og brjóti gegn þeim meginreglum sem kveðið er á um í 7. gr. pvl. Má í því sambandi vísa til áðurnefndrar skýrslu Evrópusambandsins um rafrænt eftirlit á vinnustöðum þar sem fram kemur sú skoðun að viðvarandi eftirlit með starfsmönnum verði líklega alltaf lítilsvirðandi og andstætt meginreglum um friðhelgi einkalífs og um mannlega reisn.28 8. EFTIRLIT MEÐ NOTKUN SÍMTÆKJA Um þá rafrænu vinnslu persónuupplýsinga sem um ræðir í köflum 8.1 og 8.2 gildir að meginreglum 7. gr. pvl. verður að vera fullnægt, þ.e. upplýsingamar þurfa að vera unnar með sanngjömum, málefnalegum og lögmætum hætti, þær þurfa að vera fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og þær skulu vera viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Þá þuifa eftir atvikum bæði skilyrði 8. og 9. gr. að vera uppfyllt. 8.1 Skráning á númeruni sem hringt er í Söfnun upplýsinga um hvert starfsmaður hringir er vinnsla persónuupplýs- inga og gilda um þá vinnslu ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga. Ljóst er að upplýsingar um símanúmer em mögulega viðkvœmar persónuupplýsingar, s.s. ef reglulega er hringt í tiltekið stéttarfélag, í síma- númer sem veita kynlífsþjónustu o.s.frv. 28 Protection of workers'personal data in the European union: the case of surveillance and monitoring. Final report (contract reference no. vc/2001/0159), bls. 37. I máli sem fór fyrir dómstóla í Portúgal var talið að eftirlit atvinnurekanda með þeim tíma sem starfsmenn dvöldust á snyrtingum vinnustaðarins væri brot gegn friðhelgi einkalífs starfsmanna. Protection of workers' personal data in the European union: the case of surveillance and monitoring. Final report (contract reference no. vc/2001/0159), bls. 33. 284
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.