Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 101

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 101
Samkvæmt 7. tl. 1. mgr. 8. gr. verður sú krafa gerð til atvinnurekanda að hann skilgreini sérstaklega hvaða hagsmunir hans krefjast þess að umrædd skráning sé heimiluð. Sé tilgangur með skráningunni sá að koma upp um refsivert athæfi (t.d brot á samkeppnislögum) verður vinnslan auk þess að eiga sér stoð í 9. gr. laganna um viðkvæmar persónuupplýsingar. Sé umrædd skrán- ing hins vegar framkvæmd í öðrum tilgangi, svo sem til þess að fylgjast með því hvort starfsmaður sinnir starfi sínu eins fljótt og vel og til er ætlast, verður að telja heimildir til skráningarinnar mun vafasamari. Aður hefur verið vikið að því að huga beri gaumgæfilega að því hvort tilgangurinn með rafrænni vinnslu sé málefnalegur og vísast í þessu sambandi til umfjöllunar í köflunum hér á undan. Þó má nefna að séu í gildi starfsreglur á vinnustað um hve mikið starfs- menn mega nota símann í einkaþágu má færa fyrir því rök að vakni grunur hjá atvinnurekanda um brot á umræddum starfsreglum öðlist hann heimildir til þess að vinna upplýsingar um símnotkun starfsmanns, og að þannig séu heimildir atvinnurekanda að einhverju leyti sambærilegar við heimildir hans til þess að fylgjast með internetnotkun starfsmanna sinna. 8.2 Hlustun og/eða upptaka á símtölum starfsmanna I greinargerð með lögum um persónuvemd og meðferð persónuupplýsinga kemur fram að ein tegund rafrænnar vinnslu sé til dæmis hljóðritun símtala í einkasímstöðvum sem færst hafi í vöxt bæði hjá fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Séu símtöl þannig tekin upp á band og varðveitt er um vinnslu persónuupplýsinga að ræða sem fellur undir persónuverndarlögin. í greinar- gerðinni era nefnd dæmi um hljóðupptökur hjá lánastofnunum sem gerðar eru til þess að tryggja sönnun samninga sem gerðir eru símleiðis og hljóðritun fjarskipta í flugi samkvæmt alþjóðasamþykktum um flugmál. Akvæði persónu- verndarlaganna um upplýsingaskyldu gilda að sjálfsögðu taki atvinnurekandi upp símtöl starfsmanna sinna. Sé ekki um að ræða hljóðritun símtala, heldur ef atvinnurekandi eða yfir- maður hlustar á símtöl starfsmanna endrum og eins eða jafnvel reglulega þannig að hlustunin teljist til rafrænnar vöktunar, er ekki um að ræða vinnslu persónuupplýsinga nema atvinnurekandi skrái sérstaklega niður þær persónu- upplýsingar sem hann fær vitneskju um úr símtalinu. I almennum hegningar- lögum nr. 19/1940 er ekki sérstakt ákvæði sem tekur á símhlerunum atvinnu- rekanda á vinnustað.29 Leynileg hlustun atvinnurekanda á símtöl starfsmanna sinna getur hins vegar brotið gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og gegn 71. gr. Stjómarskrár lýðveldisins Islands, en bæði þessi ákvæði vernda m.a. rétt 29 I 3. tl. 1. mgr. 263. gr. í dönsku hegningarlögunum, Straffeloven, LBK nr. 808 frá 14/09/2001 er sérstakt ákvæði um þetta athæfi og segir þar að sá skuli sæta sektum eða fangelsi sem á óréttmætan hátt: „... ved hjælp af et apparat hemmeligt aflytter eller optager udtalelser fremsat i enrum, telefonsamtaler eller anden samtale mellem andre eller forhandlinger i lukket inóde, som han ikke selv deltager i, eller hvortil han uberettiget har skaffet sig adgang". 285
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.