Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 103

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 103
að vera sá að fylgjast með því hvort ótilhlýðileg háttsemi eigi sér stað. Þá segir á sama stað í ritinu að almennt séð myndi vöktun eftirlitsmyndavéla á starfs- fólki almennt, eða á einstökum starfsmönnum, ekki samrýmast þeim kröfum sem gerðar eru í ráðningarsambandi um tilhlýðilega og sanngjarna framkomu.33 Því má halda fram að sé sýnt fram á að rafrænt eftirlit á vinnustað valdi starfsmönnum vanlíðan, hvort sem hún er andleg eða líkamleg, sé um brot á vinnuverndarlögunum að ræða. Hitt er svo annað mál að erfitt getur verið að setja mörk, þ.e. hve mikla eða litla vanlíðan starfsmaður getur þurft að sætta sig við vegna lögmætra hagsmuna fyrirtækisins af vöktuninni. Vinnueftirlit ríkisins starfar á grundvelli vinnuverndarlaganna og hefur eftirlit með því að starfsemi uppfylli skilyrði þeirra. Vinnueftirlitið getur krafist þess með hæfilegum fyrirvara að lagfæring á vanbúnaði eða öðru ástandi, sem brýtur gegn lögunum eða reglum settum samkvæmt þeim, sé framkvæmd sbr. 84. gr. laganna. Þá getur vinnueftirlitið krafist þess að atvinnurekandi láti gera rannsókn eða úttekt, af sérfræðingum ef við á, til þess að ganga úr skugga um hvort starfsskilyrði fullnægi ákvæðum laganna, sbr. 18. gr. í 14. gr. reglna nr. 77/1982 um heilbrigðis- og öryggisstarfsemi innan fyrir- tækja, sem settar eru á grundvelli vinnuverndarlaganna, kemur m.a. fram að öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir skuli auk almennra eftirlitsstarfa vinna að bættum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum og skuli m.a. gera þeim grein fyrir áformum um meiri háttar framkvæmdir eða aðrar þær breytingar á rekstri fyrirtækisins sem áhrif geta haft á starfsumhverfi og starfsaðstæður á vinnustað. Hið síðastnefnda sýnist geta átt við ef tekið er upp rafrænt eftirlit á vinnustað. Þá segir í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 m.a. að trúnaðarmönnum beri að vinna að bættum kjörum vinnufélaga sinna jafnframt því að vera talsmenn atvinnuöryggis, félagslegs öryggis og skynsamlegra stjórnunarhátta á vinnustaðnum. Þá kemur fram að trúnaðarmenn séu samráðsaðilar vegna breytinga á vinnustöðum. Samkvæmt þessu ber trúnaðarmanni að vera talsmaður þess að skynsamlegir stjórnunarhættir séu viðhafðir. Undir það hugtak flokkast vafalítið spurningin um það hvort rafræn vöktun á vinnustað skuli talin nauðsynleg eða ekki. I ljósi þessa sýnist eðlilegt að umræddir aðilar komi að málum áður en rafrænt eftirlit er tekið upp og að þeir geti þannig haft áhrif á ákvörðun um rafrænt eftirlit á vinnustað. 10. LOKAORÐ Eins og fram kemur í grein þessari setja lög, einkum persónuvemdarlögin, atvinnurekendum þröngar skorður við rafrænu eftirliti þeirra með starfsmönn- um sínum en telja má að heimildir til vinnslu verði oft byggðar á 7. tl. 1. mgr. 8. gr. laganna og svo eftir atvikum á 9. gr. Færð em fyrir því rök að heimildir til vinnslu persónuupplýsinga eigi ekki alfarið að byggjast á samþykki starfs- 33 Lars Svenning Andersen: Funktionærret. 2. útg. Kaupmannahöfn 1998, bls. 194. 287
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.