Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 25

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 25
Stofnmæling botnfiska á ÍSLANDSMIÐUM Sigfús A. Schopka, Björn Æ. Steinarsson, Einar Jónsson, GunnarJónsson, Gunnar Stefánsson, Höskuldur Björnsson, Ólafur K. Pálsson Inngangur Rannsóknaleiðangurinn „Stofnmæl- ing botnfiska á íslandsmiðum 1995" fór fram 2.-14. mars. Til verksins voru leigöir 5 togarar; Bjartur NK 121, Brett- ingur NS 50, Múlaberg ÓF 32, Rauðinúpur ÞH 160 og Vestmannaey VE 54. Teknar voru 600 togstöðvar á landgrunninu allt umhverfis landið niður á 500 m dýpi og að miðlínu milli íslands og Færeyja. Gagnasöfnun Skráðar tegundir fiska og hryggleys- ingja reyndust 76 talsins eða um 730 þúsund dýr. Lengdarmæld var 31 fisk- tegund, alls rúmlega 260 þúsund fiskar, þar af um 40 þúsund þorskar, 52 þús- und ýsur, 54 þúsund gullkarfar, 49 þús- und skrápflúrur og um 21 þúsund steinbítar. Kvörnum til aldursgreininga var safnað af 15 tegundum, þar á meðal þorski, ýsu og ufsa, alls 11900 kvarna- sýni. Nokkrar fisktegundir voru vigtað- ar, einkum þorskur, ýsa og ufsi, en einnig nokkrar tegundir flatfiska. Flest- ir kvarnaðir fiskar þessara tegunda voru einnig vigtaðir óslægðir og slægðir, auk þess sem lifur var vegin. Alls voru 6907 fiskar vigtaöir. Fæöa þorsks var rann- sökuð og fór úrvinnsla fæðusýna fram jafnharðan í leiðangrinum. Helstu teg- undir bráðar voru greindar, fjöldi dýra ákvarðaður og magn vegið og fiskbráð og rækja Iengdarmæld. Fæðusýnum var safnað á 2 stöðvum í hverjum reit, sam- tals úr 4643 þorskum. Þetta verkefni er libur í sérstakri áætlun um fjölstofna- rannsóknir. Smáþorski og sandkola var safnað á fjórum svæðum við landið til mælinga á mengandi efnum. Hér á eft- ir er gerð grein fyrir nokkrum niður- stöðum um líffræðilega þætti og stofn- vísitölum þorsks og ýsu. Ennfremur er gerð grein fyrir stofnvísitölum all- margra annarra fiskstofna. Umhverfisþættir í leiðangrinum var hitastig sjávar við botn og í yfirborði mælt eins og venja hefur verið. Á 1. mynd má sjá meðal- hita úr þessum mælingum á þeim tíma sem verkefnið hefur staðið yfir, þ.e. á árabilinu 1985-1995. Hitastig sjávar í mars 1995 er yfirleitt lægra en það var á sama tíma árið áður hvort heldur litið er til botn- eða yfirborðs- hita. Einu undantekning- arnar eru botnhitinn í Rósagarðinum sem er örlít- ib hærri en í fyrra og yfir- borðshitinn á Suðurmið- um sem er dálítið hærri en í fyrra. Almennt er hitastig sjávar, bæði við botn og yf- irborð, með allra lægsta móti. Sjávarhiti á Rósa- garði er að vísu í meðallagi en annarsstaðar er um næstlægsta hitastig að ræða sem mælst hefur og reyndar lægsta hitastig sem mælst hefur við botn á Norðvesturmiðum. Segja má að á Norðvestur-, Norður- og Austurmiðum hafi sjór verið óvenju kald- ur bæði við botn og í yfir- boröi. Veðrátta í mars 1995 á meðan rannsóknirnar stóðu yfir var rysjótt og allhvass vindur mældist reyndar oftar en áður í þessum leiðöngrum. Norð- austanátt var ríkjandi. Veður olli þó ekki meiri frátöfum í leiðangrinum en oft áður. Aldursdreifingar Þorskur Á 2. mynd er sýnd aldursdreifing eins til tíu ára þorsks á öllu rannsókna- svæðinu og eftir svæðum 1985-1995. Fyrir 1990 voru árgangar 1983-85 mest áberandi og reyndar uppistaða í þorsk- stofninum hér við land. Á árunum 1985 og 1986 var eins til þriggja ára smáþorskur af þessum árgöngum mjög áberandi á norðursvæði. Þessum þrem- ur árgöngum má fylgja eftir í gegnum stofninn á árunum 1987 til 1989 á norðursvæði. Árið 1990 minnkaði hlut- deild þeirra mjög og eru þeir nú horfn- ir af þessu svæöi. Ennfremur má sjá ab engir áberandi sterkir árgangar hafa bæst í stofninn sem eins og tveggja ára fiskur síðustu 6-7 árin. Þó kemur ár- gangur 1989 ívið skár út á norðursvæði árið 1992 sem þriggja ára fiskur en fyrri vísbendingar gáfu til kynna. Aldursdreifing þorsks á suðursvæði er nánast andhverfa aldursdreifingar- rirfifl iirin Uh,„nmnfl Qnnn., nflíinnn 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 Austurmið .nílnl híTlnnn 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 Rósagarður 1. mynd. Hitastig sjávar viö botn eftir svceöum 1985- 1995. ÆGIR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.