Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 7
Stærsta fiskiskip sem skráð hefur verið á íslandi Risatogarinn Heinaste var nýlega settur inn á íslenska skipaskrá og heitir nú Heinaste HF 1 og er meö skipaskrárnúmerið 2263. Eigandi skipsins er skráð Eyvík ehf. en það er í eigu Sjólaskipa hf. í Hafnarfiröi sem hafa gert skip- ib út síðan í mars 1995. Markmiðiö með því Heinaste HF 1 er stcersta fiskiskip sem nokkru sinni hefur verið skráð á íslandi. að skrá skipiö á íslandi var ab gera því kleift að frysta loönu í Hafnarfjarðarhöfn á loönu- vertíðinni en aöeins skip skráð á íslandi mega vinna fiskafurðir innan lögsögunnar. Heinaste er stærsta fiskiskip sem hefur ver- ið skráð á íslandi og munar talsvert miklu á því og næsta. Heinaste er smíðað í Stralsund í Austur-Þýskalandi árið 1990. Það er 120,4 metrar á lengd en 19 metrar á breidd. Dýpt frá togþilfari er 12,27 metrar en þrjú þilför eru í skipinu. Heinaste er skráð 7.765 BT eða 4.120 brl. Það er knúb af tveimur aðalvélum af gerð- inni SKL sem hvor er 3.600 hestöfl. Ljósavélar eru tvær, samtals 2400 hestöfl. Til samanburðar má geta þess ab Guðbjörg ÍS sem var fyrir eitt stærsta fiskiskip á skrá er 1.225 brl. og 49,86 m á lengd. Heinaste hefur einkum verið á úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg en það getur fryst um 60 tonn af fiski á sólarhring og í lestinni er pláss fyrir 1200 til 1400 tonn af frystum af- urðum. Fiskmjölsverksmiðja um borb getur brætt mjöl úr 50 tonnum af úrgangi á sólar- hring. Um borð í Heinaste eru íbúðir fyrir 116 manna áhöfn. F I S K U R ANAÐARINS ' Fiskur mánaðarins er hrognkelsi eba Cydopterus lumpus, af hrognkelsa- ætt, en karldýrið, sem er rauðmagi, er í hugum margra sannur vorboði. Kvendýrið er grásleppa og er hún oftast 35-55 cm en getur orbib 60 cm. Hún er mun stærri en karlinn en stærstu rauðmagar eru 40 cm. Heimkynni hrogn- kelsis eru í Barentshafi, Hvítahafi og Norður- Atlantshafi suður til Portúgals. Hrognkelsið er allt í kringum ísland en það er göngufiskur sem heldur sig Grásleppa " úti á reginhafi en hrygnir á grunn- miðum á vorin. Hrognkelsin sækja á sömu slóðir og þau ólust upp á og hrygna á 0-40 metra dýpi. Hængurinn gætir hrognanna sem eru 80-150 þúsund, fremur stór eða 2,5 mm í þvermál og eru eftirsótt lostæti. Rauðmaginn er veiddur til átu en úr grásleppunni eru hrognin hirt og eru verðmæt útflutningsvara. Há- karlar og selir éta mikið af hrognkelsum og þau eru aðalfæða búrhvala. Heimild: íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson. RÆKJUSTRÍÐ í MEXÍKÓ Rauðmagi Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir ætii að setja innflutningsbann á rækju frá Mexíkó. Astæðan fyrir fyrirhuguðu banni er sú að mexíkósk- ir útgerðarmenn geta ekki sýnt fram á að veiðar þeirra á rækju stefni ekki sæskjaldbökum í hættu en sæskjaldbökur eru taldar í útrýmingar- hættu og umhverfisverndarsamtök í Bandaríkjunum telja rækjuveiðar Mexíkana stærstu ógnina við þær. Mexíkóskir útgerðarmenn eru æfir vegna þessa máls og telja fyrirhugað bann afar ósanngjarnt og byggt á hæpnum vísindalegum grunni. Verði ekki hægt að sýna fram á að veið- arnar séu skjaldbökunum óskaðlegar verður lokað fyrir innflutninginn í maí nk. Á síðasta ári veiddu Mexíkómenn 65 þúsund tonn af rækju og var út- flutningsverðmæti aflans um 12 milljarðar íslenskra króna en 80% afl- ans voru flutt út til Bandaríkjanna svo augljóslega eru hér miklir hags- munir í húfi fyrir Mexíkómenn. (Fiskaren. febrúar 1996) ÆGIR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.