Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 24
Kokkurinn er aðalmaðurinn segir Lúther Guðmundsson í Stiklu „Við ætluðum upphaflega að taka þetta rólega, eitt skref í einu, en þetta hefur frekar verið í stórum stökkum," sagði Lúther Guðmunds- son framkvæmdastjóri Stiklu hf. við Grandagarð sem er rúmlega árs- gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við skip. Þar ber hæst alla matvöru, eða kost eins og nýlenduvörur og matvörur heita ávallt á sjómannamáli. En fyrir utan allt að bíta og brenna selur Stikla einnig úrval af vinnufatnaði og skjólflíkum, öll eldhúsáhöld, hljómflutnings- tæki og sjónvörp og síðast en ekki síst hnífa, bobbingagúmmí, net, bindiborða og tóg í miklu úrvali og fullyrða þeir að hvergi gefist betra verð eða úrval og aukinheldur séu þeir að verða stærstir í innflutningi á bobbingagúmmíi. Markaðssvæði þeirra er allt landið með umboðsmönnum i Sandfelli á ísa- firði og Kjarnafæði á Akureyri. Þangað er allt sent með flugi eða bíl en á suðvestur- horninu er vörunum ekið um borð. Lúther og Lúðvík Lúövíksson störfuðu báðir hjá Skagfjörð áður en þeir fóru út í þennan sjálfstæða rekstur og hafa frá upphafi haft samvinnu við Bónus og þaðan er öll matvara sem seld er í Stiklu. Sama verð á að gilda í Stiklu og í Bón- usverslunum og tilboð hverju sinni þau sömu. Auk þess er Stikla með sértilboð fyrir skip á kjötvörum frá Sláturfélagi Suðurlands og Kjarnafæði á Ak- ureyri. Fyrir utan matvöru eru nokkrir heildsalar með sérvörur sínar á boðstólum hjá Stiklu en alls vinna fimm starfsmenn hjá fyrirtækinu eftir að Óttar Magni, sem áður starfaði hjá Skipaverslun SS, gekk til liðs við hópinn. Það færist mjög í vöxt að um borð í frystitogurum sé lít- il verslun eða sjoppa þar sem hægt er að fá gosdrykki, sæl- gæti og ýmsar nauðsynjar og allt þetta fæst í Stiklu sem að auki útvegar ískistur frá Emmess til láns ef menn vilja. Þessar sjósjoppur eru oft í um- sjá kokksins eða einhvers úr áhöfninni. En hvernig fara menn að því að ná viðskiptum skipanna til sín þegar þeir stofna nýtt fyrirtæki? „Kokkurinn er aðalmaðurinn. Hann sér um öll innkaup og á honum hvílir sú skylda að ná sem hagstæðustum innkaupum fyrir sitt skip. Hann fær ekkert lengra frí en aðrir þegar togar- arnir koma í land e.t.v. eftir langa úti- vist og þess vegna er kokkurinn sá mað- ur sem við kappkostum að veita góða þjónustu. Við viljum að hann geti komið hing- að, sest í sófann hjá okkur og án þess ab standa upp sér hann allt sem þarf og við göngum frá listanum og fáum okk- ur kaffi á meöan," segir Lúther. Þeir Stiklumenn fylgjast fyrir vikið grannt með öllum skipakomum og eru mættir á bryggjunni þegar þeirra við- skiptavinir koma að landi. Kokknum er síðan ekið upp í Stiklu, ef hann viil eða gengið frá viðskiptunum um borð. Sé ekki um fastan samning að ræða fer sölumaður frá Stiklu um borb í öll skip sem koma í höfn. Að sögn Lúters fer í vöxt að erlend skip sem koma til Reykjavíkur kaupi matvöru hérlendis en slíkt forðuðust þau til skamms tíma vegna þess hve verðlagiö er hátt. Samkvæmt samningum greiöa út- gerbarmenn svokallaða fæðispeninga sem nema tiltekinni upphæð á hvern áhafnarmeölim á dag. Þetta eru 726 krónur á togurum, loðnuskipum og flestum rækjuskipum. Kappsmál kokks- ins er því ab halda fæðiskostnaði þab lágum að ekki fari fram úr þessum mörkum og helst að afgangur verði, áhöfninni í hag. „Þessu ná kokkarnir með því að skipuleggja sitt starf vei og gera hag- kvæm innkaup og flestir þeirra hafa gíf- urlega gott verðskyn og eru mjög kröfuharðir á þessum sviðum og vilja helst ekki fórna gæbum fyrir lágt verð." Þeir félagar í Stiklu segja að sennilega hafi fiskneysla færst í vöxt meðal sjómanna og sum skip kaupi talsvert af fiski af þeim því t.d. rækjuskip meb seiðaskilju sjái aldrei matfisk á borð við þorsk eða ýsu. Þeir segja að kokkarnir kunni ýmis brögð til þess ab hafa matinn ávallt sem ferskastan en sér- viska þeirra taki á sig ýmsar myndir. Stikla og starfsmenn þeirra leggja sig í líma við að verða vib öllum óskum kokks- ins og uppfylla sérþarfir allra. □ Lúther Gudmundsson og Lúðvík Lúðvíksson eigendur Stiklu. Lúther segir: „Kokkurinn er aðalmaðurinn. Hann sér um öll innkaup og á horium hvílir sú skylda að ná sem hagvcemustum innkaupum fyrir sitt skip." 24 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.