Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 22
Fiskveiðasaga Norður-Atlantshafs Jón Þ. Þór „Föðurland vort hálft er hafið," segir í þekktum islenskum sálmi, og lýsa þau orð betur en flest ann- að því hlutverki, sem hafið hefur um aldaraðir gegnt í lífi þjóðanna við norðanvert Atlantshaf. Eyþjóð- unum, íslendingum og Færeying- A miðöldum, nánar tiltekið frá því á ofanverðri 8. öld og fram á þá 15., var Norður-Atlantshaf óskorað áhrifasvæði norrænna manna, eins konar mare nostr- um norrænna þjóða. Víkingar urðu fyrst- ir til að sigla yfir hafið frá Noregi og Danmörku til Bretlandseyja, Hjaltlands, Orkneyja, Færeyja, íslands, Grænlands og loks alla leið til Norður-Ameríku. Á Færeyjum, íslandi og Grænlandi námu þeir lönd, og hvar sem þeir fóru, fluttu þeir með sér menningu sína og höfðu djúpstæð áhrif á þær þjóöir, sem þeir heimsóttu og settust að hjá. Má enn glöggt greina norræn menningaráhrif - arfleifð víkingaaldar - víða á norðan- verðum Bretlandseyjum. Þegar kom fram á 15. öld, tóku aðrar þjóðir, einkum Bretar, að keppa við nor- rænar þjóðir um áhrifavaldið á Norður- Atlantshafi og svo fór, að veldi hinna síðarnefndu varð ekki jafn óskorað og áður. Lengi eimdi þó eftir af fornri frægð og á 16., 17. og 18. öld litu Danir með nokkru stolti á Norður-Atlantshaf sem danskt hafsvæði og kölluðu konungshaf - „kongens stromme". Var það að sínu leyti réttnefni, enda heyrðu þá öll lönd norðan Hjaltlands og Orkneyja, frá Nor- egi í austri til Grænlands í vestri, undir dönsku krúnuna. í sögulegum skilningi geta þjóðirnar, sem búa við norðanvert Atlantshafið, allt frá Bretaníuskaga í suðri, til Finn- um, var hafið í senn örlagavaldur og gnægtabúr, sem þær byggðu að verulegu leyti á afkomu sína. Öðrum þjóðum var hafið mikils- verð auðlind, matarkista, og öllum þjóðum, er lönd hafa átt að Norð- ur-Atlantshafi, hefur það verið líf- æð samgangna og viðskipta og þjóðbraut menningarstrauma. merkur og íslands í norðri, og síðan vestur um haf til Ameríku, litið á haf- svæðið, sem nú gengur almennt undir nafninu Norður-Atlantshaf, sem sameig- inlega auðlind. Þá auðlind hafa þjóðirn- ar nýtt sameiginlega um aldir. Allar stunduðu þær fiskveiðar á árabátum með ströndum fram og frá upphafi 15. aidar, og allt fram á okkar daga, hafa þær sótt björg að ströndum hverrar annarr- ar, er að hefur kreppt á heimamiðum. Veiðitækni þeirra allra var svipuð, með sjómönnum og kaupmönnum bárust þekking og margvísleg menningaráhrif landa á milli, verslun og viðskipti vom oft lífleg, og var þá oftar en ekki skipt á sjávarafurðum og jarðávexti hvers kon- ar. Allt varð þetta til þess að traust sam- skipti tókust á miiii þjóðanna og úr deiglunni spratt fyrirbæri, sem ef til vill má kalla norður-evrópska sjávar- eða strandmenningu. Hún er í eðli sínu al- þýðleg, harla ólík trúar- og hástéttar- menningu meginlandsþjóða, og á, að verulegu leyti, rætur í hafinu, líftaug- inni, sem öldum saman hefur tengt þjóðirnar órjúfandi böndum. Af nýtingu sjávarauðlinda í noröan- verðu Norður-Atlantshafi er mikil saga, sem þó hefur hvorki verið rannsökuð né sögð nema að litlu leyti fram til þessa. Sjávarútvegssagan er sennilega vanrækt- asta sviðið í sögu Norður-Evrópuþjóða Jón Þ. Þór sagnfrœðingur. og má það kallast með nokkrum ólík- indum, ekki síst þegar þess er gætt, hve miklum tíma, fé og fyrirhöfn hefur verið varið til aö kanna og segja frá ýmsum öðrum þáttum sögunnar; þáttum, sem þó hafa skipt miklu minna máli fyrir af- komu þjóðanna og daglegt líf þeirra. Fer hér sem oftar, að meira segir af stríðinu en friðnum og sennilega hefur fræði- mönnum, sem til skamms tíma áttu flestir uppmna sinn meðal hástéttarfólks og borgara, þótt líf og önn fólksins við sjávarsíðuna lítt frásagnarvert. Um það lék enginn ljómi, hetjudáðir á hafi úti höfðuöu lítið til makráðra höfðingja og fáir urðu með skjótum hætti fullríkir af sjávarútvegi. Á undanförnum árum hefur áhugi sagnfræðinga á sjávarsögu (maritime history) farið mjög vaxandi, en með sjávarsögu er átt við alla þá sögu, sem hafinu og athöfnum manna þar tengist. í flestum löndum Norður-Evrópu hafa fræðimenn tekið að sinna fiskveiðisögu í æ ríkara mæli, og á það ekki síst við um norræna sagnfræðinga. Árið 1994 veitti Norræni menningarsjóðurinn hópi sagnfræðinga frá íslandi, Noregi, Færeyj- um og Danmörku myndarlegan styrk til þess að efna til málþings um fiskveiði- sögu Norður-Atlantshafs. Það var haldið í Vestmanneyjum sumarið 1995 og var til þess boðið sagnfræðingum og sagn- fræðistúdentum frá áðurnefndum fjór- 22 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.