Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 10
VIÐ NÁNARI ATHUGUN Sjórinn hlýrri en í fyrra Árlegur rannsóknaleiðangur Bjarna Sæmundssonar til mælinga á sjávarhita og seltu umhverfis landið var farinn í 27. sinn I febrúar sl. Sjávarhiti úti fyrir Suður- og Vesturlandi var 5-7 C° sem er í góðu meðallagi, en seltan var fremur lág eins og undanfarin ár. Áhrifa hlýja sjávarins gætti einnig fýrir Norðurlandi allt frá Kögri að Langanesi með hitastig frá 3 til 5°C og seltu frá 34,7 til 34,8. Þetta er mikil breyting frá því ástandi sem ríkti í hafinu veturinn og fram á vor 1995 þegar ískaldur svalsjór og pólsjór ríkti á norður- og austurmiðum í meira mæli en áður hafði mælst. Breyting til batnaðar varð í ágúst 1995 og áfram í nóvember 1995. Fyrir Austurlandi var hitastig í vetur einnig hátt eða 2-3°C. I Austur-lslandsstraumi djúpt norður og austur af landinu var hitastig í vetur einnig tiltölulega hátt eða 0-2°C en seltan aftur fremur lág eða minni en 34,7 en það bendir til þess að loftkuldi geti enn kælt sjóinn og erástandið reyndarvið mörk þess að frosið geti í miklum hörkum þó mjög ósennilegt sé að hafíss sé að vænta af þeim sökum. Skilin milli kalda sjávarins og þess hlýja við Suðausturland voru að vanda um Lóns- bugt og hitastig grunnt við Suðurland á hefðbundinni loðnuslóð var fremur hátt eða um 7°C. Djúpt út af Austurlandi, á Rauða torginu, gætti áhrifa hlýsjávar með hitastigi allt að 5°C og seltu 35,0. Hið tiltölulega háa hitastig í kalda sjónum í Austur-íslands- straumi veldur því að skilin milli hlýju og kalda sjávarins í Austurdjúpi eru veikari en ella. Þannig gefa niðurstöður til kynna almennt gott árferði í sjónum allt í kringum land- ið og gefa vonir um gott framhald en næst verður ástandið kannað í vorleiðangri í maí og júní. í leiðöngrum sem þessum er ekki aðeins mældur hiti og selta og í þessum var hugað að kolefnismælingum á ýmsum stöðum, áturannsóknum í Austurdjúpi, sýna- töku á seti og sjó vegna athugana á geislavirkni í samvinnu við Geislavamir ríkisins. Tíu rekduflum var varpað i sjó sunnan lands og vestan og mun verða fylgst með reki þeirra um gervihnött. Alls er þá búið að kasta 40 duflum í sjóinn á einu ári. Leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni var Svend-Aage Malmberg. BLandssamband íslenskra út- vegsmanna ályktar að þátt- taka í veiðum á norsk-íslensku síld- inni verði frjáls í sumar. œLoðnuskipið Dagfari fær á sig brotsjó við Reykjanes þar sem skipið er á leið til Keflavíkur með fullfermi í vonskuveðri. Miklar skemmdir urðu um borð og einn maður meiddist nokkuð. Varðskip kom Dagfara til aðstoðar og fylgdi honum til Keflavíkur. ETogarinn Eyvindur Vopni steytir á skeri við innsigling- una til Vopnafjarðar. Skemmdir eru í fyrstu taldar litlar en síöar kemur í ljós að skipið verður frá veiðum í tvær vikur. ŒSigluberg í Grindavík selur Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði Hrímbak sem hefur verið úreltur á móti nýju nótaskipi sem kemur til Grindavíkur í vor. Hrímbakur verður því gerður út til veiða utan landhelgi. Fyrirtækið Fiskbitar hf. í Bol- ungarvík nær góðum árangri í framleiðslu hundafóðurs úr fisk- beinum og afskurði sem er seldur til að minnsta kosti þriggja landa. Garðar II frá Ólafsvík, sem er 142 tonna stálskip smíðað á Akureyri 1974, hefur verið seldur Axel Jónssyni á Hornafirði. Fimm tonn af kola og tvö af síld fylgdu með í kaupunum. aSjöfn II NS hefur verið seld frá Bakkafirði til Vestmanna- eyja og kaupendur eru Elmar Guð- mundsson og Ástþór Jónsson. 50 tonna kvóti fylgir með í kaupunum. Sjöfn II er 63 tonna eikarbátur smíð- uð í Danmörku 1956. Hlutafé Borgeyjar hf. á Hornafirði aukið um 60 millj- ónir. Þetta er liður í aðgerðum til þess að dreifa eignaraðild að félaginu svo það fáist skráð á Verðbréfaþingi íslands. Risatogarinn Heinaste er sett- ur á íslenska skipaskrá til 10 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.