Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1996, Page 10

Ægir - 01.03.1996, Page 10
VIÐ NÁNARI ATHUGUN Sjórinn hlýrri en í fyrra Árlegur rannsóknaleiðangur Bjarna Sæmundssonar til mælinga á sjávarhita og seltu umhverfis landið var farinn í 27. sinn I febrúar sl. Sjávarhiti úti fyrir Suður- og Vesturlandi var 5-7 C° sem er í góðu meðallagi, en seltan var fremur lág eins og undanfarin ár. Áhrifa hlýja sjávarins gætti einnig fýrir Norðurlandi allt frá Kögri að Langanesi með hitastig frá 3 til 5°C og seltu frá 34,7 til 34,8. Þetta er mikil breyting frá því ástandi sem ríkti í hafinu veturinn og fram á vor 1995 þegar ískaldur svalsjór og pólsjór ríkti á norður- og austurmiðum í meira mæli en áður hafði mælst. Breyting til batnaðar varð í ágúst 1995 og áfram í nóvember 1995. Fyrir Austurlandi var hitastig í vetur einnig hátt eða 2-3°C. I Austur-lslandsstraumi djúpt norður og austur af landinu var hitastig í vetur einnig tiltölulega hátt eða 0-2°C en seltan aftur fremur lág eða minni en 34,7 en það bendir til þess að loftkuldi geti enn kælt sjóinn og erástandið reyndarvið mörk þess að frosið geti í miklum hörkum þó mjög ósennilegt sé að hafíss sé að vænta af þeim sökum. Skilin milli kalda sjávarins og þess hlýja við Suðausturland voru að vanda um Lóns- bugt og hitastig grunnt við Suðurland á hefðbundinni loðnuslóð var fremur hátt eða um 7°C. Djúpt út af Austurlandi, á Rauða torginu, gætti áhrifa hlýsjávar með hitastigi allt að 5°C og seltu 35,0. Hið tiltölulega háa hitastig í kalda sjónum í Austur-íslands- straumi veldur því að skilin milli hlýju og kalda sjávarins í Austurdjúpi eru veikari en ella. Þannig gefa niðurstöður til kynna almennt gott árferði í sjónum allt í kringum land- ið og gefa vonir um gott framhald en næst verður ástandið kannað í vorleiðangri í maí og júní. í leiðöngrum sem þessum er ekki aðeins mældur hiti og selta og í þessum var hugað að kolefnismælingum á ýmsum stöðum, áturannsóknum í Austurdjúpi, sýna- töku á seti og sjó vegna athugana á geislavirkni í samvinnu við Geislavamir ríkisins. Tíu rekduflum var varpað i sjó sunnan lands og vestan og mun verða fylgst með reki þeirra um gervihnött. Alls er þá búið að kasta 40 duflum í sjóinn á einu ári. Leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni var Svend-Aage Malmberg. BLandssamband íslenskra út- vegsmanna ályktar að þátt- taka í veiðum á norsk-íslensku síld- inni verði frjáls í sumar. œLoðnuskipið Dagfari fær á sig brotsjó við Reykjanes þar sem skipið er á leið til Keflavíkur með fullfermi í vonskuveðri. Miklar skemmdir urðu um borð og einn maður meiddist nokkuð. Varðskip kom Dagfara til aðstoðar og fylgdi honum til Keflavíkur. ETogarinn Eyvindur Vopni steytir á skeri við innsigling- una til Vopnafjarðar. Skemmdir eru í fyrstu taldar litlar en síöar kemur í ljós að skipið verður frá veiðum í tvær vikur. ŒSigluberg í Grindavík selur Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði Hrímbak sem hefur verið úreltur á móti nýju nótaskipi sem kemur til Grindavíkur í vor. Hrímbakur verður því gerður út til veiða utan landhelgi. Fyrirtækið Fiskbitar hf. í Bol- ungarvík nær góðum árangri í framleiðslu hundafóðurs úr fisk- beinum og afskurði sem er seldur til að minnsta kosti þriggja landa. Garðar II frá Ólafsvík, sem er 142 tonna stálskip smíðað á Akureyri 1974, hefur verið seldur Axel Jónssyni á Hornafirði. Fimm tonn af kola og tvö af síld fylgdu með í kaupunum. aSjöfn II NS hefur verið seld frá Bakkafirði til Vestmanna- eyja og kaupendur eru Elmar Guð- mundsson og Ástþór Jónsson. 50 tonna kvóti fylgir með í kaupunum. Sjöfn II er 63 tonna eikarbátur smíð- uð í Danmörku 1956. Hlutafé Borgeyjar hf. á Hornafirði aukið um 60 millj- ónir. Þetta er liður í aðgerðum til þess að dreifa eignaraðild að félaginu svo það fáist skráð á Verðbréfaþingi íslands. Risatogarinn Heinaste er sett- ur á íslenska skipaskrá til 10 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.