Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 9
trillur. Kvóti i núverandi mynd er mein- semd og hlýtur að hverfa innan skamms. Það á að aðskilja línu- og handfæraveiðar í eitt skipti fyrir öll. Það á að leyfa handafærabátum ca. 100 sjó- ferðir á ári og línubátum helmingi færri svipaö og er í Færeyjum. Afli í þessum sjóferðum verði sem allra mestur og ekki dregið af honum með neinum hætti, því að þessar veiðar em vistvænar og sjálfsagðar og ekki sambærilegar við neinar aðrar." Þessu verður að breyta Eðvald Eðvaldsson er fæddur 1937 og byrjaði til sjós 1951 og hefur aldrei stundað aðra vinnu. Hann tók próf frá Stýrimannaskólanum 1962 og var stýri- maður og skipstjóri samfleytt til 1990 þegar hann, eins og margir gamlir sjó- hundar, keypti sér 4 tonna trillu og hef- ur veitt á hana að jafnaði 20 tonn á ári sem hann segir að sé algjört lágmark til þess að vinna fyrir sér. „Sumir telja það reyndar of lítið og því er löppunum kippt undan þessum rekstri með skerðingu niður í ca. 13 tonn. Að óbreyttu gengur þessi útgerð auðvitað ekki. Ég trúi ekki að þessu verði ekki breytt og tel mig hafa orðið varan við aukinn skilning stjórnvalda. Ef 20 tonna afli er lágmark til að hafa atvinnu af þá gætu 60 tonn veriö há- mark og þeir sem verða að fá meira en 60 tonn á trillu eða eru neyddir til að fá minna en 20 tonn verða þá að leita til Páls Péturssonar eftir aðstoð." □ Hraðferjan Kattegat Ferjan Kattegat sem tekin var í notkun sl. sumar og siglir milli Jót- lands og Sjálands er meðal þeirra hraðskreiðari. Ferjan er 95 metra löng og rúmar 600 farþega og 160 bíla. Hún siglir jafnan með 32 mílna hraða en getur aukið hraðann í 38 mílur ef þörf krefur. Til þessa þarf fjórar vélar sem samtals framleiða 32 þúsund hestöfl. Fleiri ferjur með slíka afkastagetu eru í smíðum þar sem reynslan af þessari hefur verið góð. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur skríður 16-16,5 sjómílur á ferð sinni milli lands og Eyja og er 2,45 klst. að sigla 40 sjómílur. Kattegat myndi fara leiðina á 1,15 klst. CSkipsrevyen, desember 1995) „Tilkynningaskylda íslenskra skipa getur auðveldlega tekið við nauðsynlegum upplýsingum um nokkrar trillur og Fiskistofa fær nú þegar allar umbeðnar upplýsingar frá þeirra stofnun." dieselkerfi • vökvakerfi varahlutaþjónusta viðgerðarþjónusta spissar vökvakerfi BRÆÐURNIR DJ ORMSSON HF LÁGMÚLA 9, SÍMI 553 8820, FAX 568 8807 olíudælur olíuverk © BOSCH ÆGIR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.