Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 29
búast mátti við miðað við heildarafföll stofnsins (10. mynd). Hér kunna breyt- ingar í veiðanleika stofnsins frá einu ári til annars að hafa áhrif. Lækkun stofn- vísitölu 1985-86 er líklega einnig af þeim toga spunnin, að minnsta kosti að einhverju leyti. Lítil breyting hefur orðið á vísitölu veiðistofns síðustu ár og eru ekki sjáanleg augljós merki um vöxt stofnsins. Skv. SMB-vísitölu, sem mið- ast við stofninn í heild, hefur stofninn stækkað nokkuð frá 1994 eða úr 183 þús. tonnum í 236 þús. tonn (22.5%). Stofninn er þó enn í þeirri lægð sem hann hefur verið í allt frá árinu 1990. Ýsa Ungfiskavísitala ýsu (eins til þriggja ára) einkennist af miklum sveiflum í kjölfar góðrar nýliðunar árganga 1984-1985 og 1989-1990. Vísitala veiðistofnsins sýnir hliðstæðar sveiflur en með nokkurra ára seinkun (10. mynd). SMB-vísitala ýsu, sem miðast við allan stofninn lækkaði, vemlega frá 1994 eða úr 346 þús. tonnum i 216 þús. tonn (34.7%). Þetta er lægsta vísitala stofnsins frá upphafi þessara mælinga árið 1985. Gullkarfi Ungfiskavísitala gullkarfa var mjög 1966 1968 1990 1992 1994 Af Steinbítur 1966 1968 1990 1992 1994 h 10. mynd. Stofhvísitölur þorsks, ýsu og gullkarfa í stofhmœlingu botnfiska 1985-1995. svipuð allt til ársins 1992. Vísitalan hækkaði talsvert 1993, en hefur lækkað síðan. Vísitala veiðistofnsins var til- tölulega há fyrstu 3 árin, lækkaöi síðan talsvert og hefur verið lág síðustu árin (10. mynd). Skv. SMB-vísitölu hefur stofninn haldist nánast óbreyttur frá árinu 1991, eftir mjög öra hnignun frá hámarki árið 1987. Djúpkarfi Ungfiskavísitala djúpkarfa var mjög há fyrsta ár stofnmælingarinnar og til- tölulega há næstu 3 árin þar á eftir. Frá 1989 hefur vísitalan verið í lægð og varð ekki breyting þar á árið 1995. Vísi- tala veiðistofns djúpkarfa var einnig mjög há árið 1985. Vísitalan lækkaði nokkuð samfellt til ársins 1993 og hef- ur verið í lægð síðan (11. mynd). Litli karfi Stofnvísitala litla karfa hefur sveiflast tiltölulega mikið á rannsóknatímanum en þó farið heldur vaxandi (11. mynd). Steinbítur Ungfiskavísitala steinbíts fór lækk- andi fyrstu árin en óx síðan stöðugt til ársins 1994. Áriö 1995 lækkaði vísital- an lítið eitt. Vísitala veiðistofnsins var á hinn bóginn tiltölulega stööug fyrstu 5 ár stofnmælingarinnar en hef- ur farið lækkandi eftir það. Síðustu ár hefur vísitala veiðistofns verið um helmingur vísitölunnar við upphaf tímabilsins (11. mynd). SMB-vísitala steinbíts hefur verið á bilinu 27-36 þús. tonn allt frá árinu 1986. Hlýri Ungfiskavísitala hlýra hefur farið vaxandi og var mun hærri siðustu 4 árin en áður. Vísitala veiðistofns lækk- aði nokkuð um mitt tímabilið en hef- ur þó verið í jafnvægi þegar litið er á tímabilið í heild (12. mynd). Langa Ungfiskavísitala löngu hefur sveifl- ast nokkuð, einkum fyrri hluta rann- sóknatímans, en hefur farið lækkandi yfir tímabilið í heild. Vísitala veiði- stofns var tiltölulega stöðug fyrstu ár rannsóknatímans en lækkaði svo verulega. Síðustu 2 ár hefur vísitalan sveiflast nokkuð (12. mynd). Ekki er talið að stofnmæling botnfiska nái til alls útbreiðslusvæðis löngu. Ólíklegt verður að telja að sveiflur í stofnvísi- tölu veiðistofns síðustu ár endurspegli raunverulegar breytingar í stofnstærð. Blálanga Ungfiskavísitala blálöngu var mjög há árin 1988 og 1989. Árið 1995 var 11. mynd. Stofnvísitölur djúpkarfa, litla karfa og 12. mynd. Stofhvísitölur hlýra, löngu og blálöngu steinbíts í stofnmœlingu botnfiska 1985-1995. í stofhmcelingu botnfiska 1985-1995. ægir 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.