Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1996, Page 29

Ægir - 01.03.1996, Page 29
búast mátti við miðað við heildarafföll stofnsins (10. mynd). Hér kunna breyt- ingar í veiðanleika stofnsins frá einu ári til annars að hafa áhrif. Lækkun stofn- vísitölu 1985-86 er líklega einnig af þeim toga spunnin, að minnsta kosti að einhverju leyti. Lítil breyting hefur orðið á vísitölu veiðistofns síðustu ár og eru ekki sjáanleg augljós merki um vöxt stofnsins. Skv. SMB-vísitölu, sem mið- ast við stofninn í heild, hefur stofninn stækkað nokkuð frá 1994 eða úr 183 þús. tonnum í 236 þús. tonn (22.5%). Stofninn er þó enn í þeirri lægð sem hann hefur verið í allt frá árinu 1990. Ýsa Ungfiskavísitala ýsu (eins til þriggja ára) einkennist af miklum sveiflum í kjölfar góðrar nýliðunar árganga 1984-1985 og 1989-1990. Vísitala veiðistofnsins sýnir hliðstæðar sveiflur en með nokkurra ára seinkun (10. mynd). SMB-vísitala ýsu, sem miðast við allan stofninn lækkaði, vemlega frá 1994 eða úr 346 þús. tonnum i 216 þús. tonn (34.7%). Þetta er lægsta vísitala stofnsins frá upphafi þessara mælinga árið 1985. Gullkarfi Ungfiskavísitala gullkarfa var mjög 1966 1968 1990 1992 1994 Af Steinbítur 1966 1968 1990 1992 1994 h 10. mynd. Stofhvísitölur þorsks, ýsu og gullkarfa í stofhmœlingu botnfiska 1985-1995. svipuð allt til ársins 1992. Vísitalan hækkaði talsvert 1993, en hefur lækkað síðan. Vísitala veiðistofnsins var til- tölulega há fyrstu 3 árin, lækkaöi síðan talsvert og hefur verið lág síðustu árin (10. mynd). Skv. SMB-vísitölu hefur stofninn haldist nánast óbreyttur frá árinu 1991, eftir mjög öra hnignun frá hámarki árið 1987. Djúpkarfi Ungfiskavísitala djúpkarfa var mjög há fyrsta ár stofnmælingarinnar og til- tölulega há næstu 3 árin þar á eftir. Frá 1989 hefur vísitalan verið í lægð og varð ekki breyting þar á árið 1995. Vísi- tala veiðistofns djúpkarfa var einnig mjög há árið 1985. Vísitalan lækkaði nokkuð samfellt til ársins 1993 og hef- ur verið í lægð síðan (11. mynd). Litli karfi Stofnvísitala litla karfa hefur sveiflast tiltölulega mikið á rannsóknatímanum en þó farið heldur vaxandi (11. mynd). Steinbítur Ungfiskavísitala steinbíts fór lækk- andi fyrstu árin en óx síðan stöðugt til ársins 1994. Áriö 1995 lækkaði vísital- an lítið eitt. Vísitala veiðistofnsins var á hinn bóginn tiltölulega stööug fyrstu 5 ár stofnmælingarinnar en hef- ur farið lækkandi eftir það. Síðustu ár hefur vísitala veiðistofns verið um helmingur vísitölunnar við upphaf tímabilsins (11. mynd). SMB-vísitala steinbíts hefur verið á bilinu 27-36 þús. tonn allt frá árinu 1986. Hlýri Ungfiskavísitala hlýra hefur farið vaxandi og var mun hærri siðustu 4 árin en áður. Vísitala veiðistofns lækk- aði nokkuð um mitt tímabilið en hef- ur þó verið í jafnvægi þegar litið er á tímabilið í heild (12. mynd). Langa Ungfiskavísitala löngu hefur sveifl- ast nokkuð, einkum fyrri hluta rann- sóknatímans, en hefur farið lækkandi yfir tímabilið í heild. Vísitala veiði- stofns var tiltölulega stöðug fyrstu ár rannsóknatímans en lækkaði svo verulega. Síðustu 2 ár hefur vísitalan sveiflast nokkuð (12. mynd). Ekki er talið að stofnmæling botnfiska nái til alls útbreiðslusvæðis löngu. Ólíklegt verður að telja að sveiflur í stofnvísi- tölu veiðistofns síðustu ár endurspegli raunverulegar breytingar í stofnstærð. Blálanga Ungfiskavísitala blálöngu var mjög há árin 1988 og 1989. Árið 1995 var 11. mynd. Stofnvísitölur djúpkarfa, litla karfa og 12. mynd. Stofhvísitölur hlýra, löngu og blálöngu steinbíts í stofnmœlingu botnfiska 1985-1995. í stofhmcelingu botnfiska 1985-1995. ægir 29

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.