Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 31

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 31
REYTINGUR 123 bjórtunnur Áhöfnin á breska bátnum Crimmond taldi sig hafa komist í feitt á dögunum þegar þeir sigldu fram á breiðu af áltunnum fljótandi á sjónum. Þetta reyndust vera bjórkútar kyrfilega merkt- ir Guinness í bak og fyrir. Áhöfnin linnti ekki látum fyrren 123 kútarvoru komn- ir um borð en talsvert dró úr gleði þeirra þegar í Ijós kom að kútarnir voru allir tómir. (Fishing News, febrúar 1996) Austfirskir togarar veiða minna I nýlegri togaraskýrslu LIU fyrir árið 1995 er afli ísfisktogara hvern úthalds- dag borinn saman milli ára og eftir landshlutum. Sá samanburður leiðir í Ijós að afli austfirskra ísfisktogara minnkaði á úthaldsdag úr 9,3 tonnum í 8,35 eða um 10,2%. Aflinn minnkaði um 3,51 % hjá vestfirskum ískfisktogur- um en jókst um 3,73% hjá sunnlensk- um og um 4,99% hjá norðlenskum. (Útvegurinn, 1. tbl. 1996) Nýr slökkvibátur Sjávarútvegsráðuneytið í Hong Kong hefur tekið í notkun nýjan slökkvibát sem mun annast eldvarnir og slökkvi- störf við strendur landsins. Skipið er hannað í Kanada og smíðað í Singapore og ber nafnið Fireboat 2. Það er 32 metra langt og 6,5 metrar á breidd og skríður 15 mílur. Fimm manna áhöfn slökkviliðsmanna hefur í vopnabúri sínu 5.500 lítra af froðu og 4.000 lítra af vatni. Tvær 716 kw Caterpillar vélar knýja skipið og búnaðinn sem er meðal annars þrjár dælur sem afkasta 1800 lítrum á mínútu. (Workboat Review, 1. tbl. 1996) Verður Brent Spar gerður að fiskabúri? Olíuborpallurinn risavaxni Brent Spar var mikið í heimsfréttunum í lok síðasta árs þegar olíufélagið Shell hugðist sökkva honum í Norðursjó en vegna ákafra mótmæla, bæði frá ríkisstjórnum ýmissa landa og umhverfisverndarsam- tökum, var hætt við það og pallurinn dreginn upp að ströndum Noregs. Nú eru uppi hugmyndir um að koma borpallinum á endanlegan stað úti fyrir Ballstad við Lófót og fá honum nýtt hlutverk. Bjartsýnismenn sjá fyrir sér að sá hluti pallsins sem er neðansjávar verði að skjóli og griðastað fyrir lúðu og þorskeldi en íbúðirnar í efri hlutanum verði að fræðslu- og þjálfunarmiðstöð fyrir slökkviliðsmenn og björgunarsveitir sem geti æft sig að bregðast við elds- voðum og olíuslysum af ýmsu tagi við náttúrlegar aðstæður. Brent Spar yrði í sérstæðum félags- skap á þessum slóðum því við Rohol- men úti fyrir Ballstad er skipakirkju- garður þar sem sökkt hefur verið 36 úreltum fiskiskipum. Þegar burðarvirki Brent Spar bætist í hópinn, annað hvort í heilu lagi eða skorið í hluta, þá er búið að mynda sannkallaða borg af fiska- húsum á þessum slóðum. Það voru einmitt Norðmenn sem í fyrra gerðu fyrstu tilraunina á norður- slóðum til þess að sökkva með skipu- legum hætti steinsteyptum griðastöðum fyrir fiska, svokölluðum fiskahúsum. Það kemur fram í norska blaðinu Fiskaren að hugmyndin hafi fæðst þegar menn heyrðu af vangaveltum íslendinga um að fá borpallinn keyptan fyrir slikk og nota hann sem hótel og bækistöðvar fiskeldis. (Fiskaren, mars 1996) Nýtt slökkviefni í stað halongass Fyrirtæki í efnaiðnaði keppast nú við að finna efni eða efnablöndur sem nota megi í stað halongass við slökkvistörf en halongas hefur verið bannað víða um heim vegna ósóneyðandi áhrifa þess. Halon var og er gífurlega virkt slökkvi- efni því það útilokar allt súrefni frá eldin- um á svipstundu. Nú hefur norskt fyrir- tæki sett á markaðinn nýja tegund af froðu, HotFoam, sem er fullyrt af gefi haloni lítið eftir. Kostir þessarar froðu er að hún er vatnsblönduð og því segir framleiðandinn að hún sé hvorki skað- leg fólki né umhverfi og henti vel í aflok- uðum rýmum eins og vélarúmum. (Workboat Review, 1. tbl. 1996) Norskum fiski smyglað til Tælands Talið er að töluverðu af fiski frá Noregi sé smyglað inn á markað í Tæ- landi frá Sjanghæ. Þetta finnst mönnum fýsilegt vegna hárra innflutningstolla í Tælandi sem nema allt að 60% á fisk- afurðum. Markaðurinn íTælandi erstór því þar er rík hefð fyrir neyslu sjávar- fangs af fjölbreyttu tagi. Á síðasta ári fluttu Norðmenn opinberlega út fisk til Tælands fyrir rúmar 30 milljónir norskra króna en fluttu inn fiskafurðir frá Tæ- landi fyrir rúmar 20 milljónir. (Fiskaren. febrúar 1996) ís hindrar fiskveiðar í Skagerak Fiskimenn sem sækja í Skagerak hafa flæmst frá veiðum vegna óvenju mikilla ísalaga á þeim slóðum og hafþök af ís liggja yfir fengsælum fiskislóðum. Miklir kuldar á þessum slóðum eru orsökin og segja elstu menn í Ytra- Oslóarfirði að þeir muni ekki annað eins ófremdarástand síðan 1942, en þá lá ís yfir fiskislóðum fram á vor. (Fiskaren, febrúar 1996) Óhollt að vinna á vöktum Rannsóknir hafa ítrekað leitt í Ijós að vaktavinnufólk sefur að jafnaði 7 stund- um skemur í hverri viku en dagvinnu- fólk. Vaktavinnufólk kvartar um þreytu og svefnleysi og er sísyfjað því oft reynist erfitt að sofa á daginn og því meiri þreyta sem safnast upp, því erfiðara verður að ná fullri hvíld. Vaktavinna veldur streitu í sam- skiptum maka og fjölskyldna og rann- sóknir sýna aukna tíðni áfengissýki og svefnlyfjanotkunar hjá vaktavinnufólki auk meltingartruflana, magasárs og aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum. (Fréttir i Vestmannaeyjum, febrúar 1996) ÆGIR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.