Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 23
um löndum, og að auki frá Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi. Megintilgangurinn með þinginu var að kanna stöðu þekkingar á fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs og vom fluttir þar alls ellefu fyrirlestrar um viðfangsefnið. Var þar bæði um aö ræða yfirlitsfyrirlestra um stöðu rannsókna í löndunum og fyr- irlestra um einstök viðfangsefni. Þátttak- endur voru sammála um að málþingið hefið tekist sem best varð á kosið og fræðilegur árangur farið fram úr björtustu vonum. í þinglok var afráðið að stofna formleg samtök, er annast skyldu ritun fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs frá mið- öldum og fram til okkar daga. Þótt orðið fiskveiðisaga (fisheries history) hafl verið notað í lokasamþykkt þingsins er starf samtakanna ekki einskorðað við sögu fiskveiða einna, heldur sögu sjávarútvegs í víðasta skilningi, þ.e. fisk-, hval-, sel- og fuglaveiða, fjöm-, strand- og bjargnytja, strandmenningar og sjávarhátta, hafrétt- armála og hafrannsókna og loks verslun- ar með sjávarafurðir. Samtökin, sem stofnuð vom í lok mál- þingsins í Vestmannaeyjum, hlutu nafn- ið North Atlantic Fisheries History Association (NAFHA). í stjóm þeirra vom kosnir: Jón Þ. Þór (íslandi) forseti, Poul Hoim (Danmörku) gjaldkeri, David J. Starkey (Bretlandi) ritari og meöstjórn- endur þeir Alf R. Nielsen (Noregi), Jóan Pauli Joensen (Færeyjum), Bertil Anders- son (Svíþjóð) og Jaap R. Bruijn (Hollandi). Ritstjórar fiskveiðisögunnar vom kosnir þeir Jón Þ. Þór, Poul Holm og David J. Starkey. Til að auðvelda og tryggja þátt íslendinga í verkefninu setti Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, á stofn Rannsóknasetur í sjávarútvegs- sögu og lagði því til sérstaka fjárveitingu. Á það að annast hinn íslenska hluta verksins og ritun fiskveiðisögu íslend- inga. Það er til húsa á Hafrannsókna- stofnun og veitir Jón Þ. Þór því forstöðu. Síðan málþinginu lauk hefur stjórn NAFHA unnið ötullega að undirbúningi verksins, sem mun verða í þrem megin- hlutum. Fyrsti hluti verður almenn fisk- veiðisaga Norður-Atlantshafs frá því um 1200 og fram undir 1980. í þessum hluta, sem veröur gefinn út á ensku, verða a.m.k. þrjú bindi og er reiknað með því að hvert þeirra verði 500-1000 blaðsíður að stærð, í svipuðu broti og „- Cambridge-sögurnar", sem margir kann- ast við. í öðrum hluta verða fiskveiðisögur einstakra þjóða. Sá hluti verður ritaður á þjóðtungunum og verður hverri þjóö í sjálfsvald sett hvernig hún stendur að verki og hve stór fiskveiðisaga hennar verður. Þriðji hlutinn er ritröð, þar sem birtar verða frumrannsóknir ýmiss kon- ar, ráðstefnufyrirlestrar og ritgerðir og ef til vill mikilsverðar heimildir, sem enn eru óútgefnar. Þessi ritröð hefur hlotið heitið Stiidia Atiantica og er fyrsta bindi hennar væntanlegt nú á vordögum. Það hefur að geyma fyrirlestra frá málþing- inu í Vestmannaeyjum. Fiskveiðisaga Norður-Atlantshafs er eitt stærsta aðþjóölega verkefni á sviði sagnfræðinnar, sem hleypt hefur verið af stokkunum um iangt skeið. Þeir, sem að því standa, þurfa vart að kvíða verkefna- skorti á næstunni. Viðfangsefnið hefur næsta lítt verið rannsakað fram til þessa, og þær rannsóknir, sem unnar hafa ver- ið eru flestar bundnar við einstök lönd, einstakar greinar sjávarútvegs, afmörkuð tímabil og í sumum tilvikum ákveðin land- eða hafsvæði. Samanburðarrann- sóknir hafa nánast engar verið unnar og samvinna fræðimanna hefur veriö ótrú- lega lítil þar til á allra síðustu árum. Eng- in þjóð við norðanvert Atlantshaf hefur fram til þessa látiö rita samfellda sjávar- útvegssögu, er taki yfir allt tímabilið, og víða eru mikilvægar frumheimildir lítt sem ekki kannaðar. Hér er því mikiö verk fyrir höndum og full þörf á sam- vinnu fræðimanna úr ýmsum vísinda- greinum. □ HRAÐASTÝRINGAR ' J 0,37-315 kW T. |f DÆLUR |™| FÆRIBÖND BLÁSARAR Málþing um fiskveiðisögu Norður-Atlantshafsins var haldið í Vestmannaeyjum sumarið 1995. Þingið sóttu sagnfræðingar frá íslandi, Noregi, Fœreyjum, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi. í lok málþingsins voru stofnuð samtökin North Atiantic Fisheries History Association og jón Þ. Þór, höfundur greinarinnar, kjörinn fyrsti forseti þeirra. Myndin frá Vestmannaeyjum erfrá 1923. ÆGIR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.