Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 26
2. mynd. Aldursdreifing þorsks 1985-1995 á öllu rannsóknasvœbinu í fjölda fiska (milljóna). innar á norðursvæði, þ.e. mest er um eldri fisk á fyrrnefndu svæði en yngri á því síðarnefnda. Á árunum 1985 til 1987 er aldursdreifing tiltölulega jöfn. Þó má sjá árgangana 1983 og 1984 í nokkru magni sem tveggja og þriggja ára fisk þegar árið 1986. Hlutdeild þess- ara árganga og árgangs 1985 vex mjög á árunum 1988 og 1989. Hlutdeild ár- gangs 1983 minnkaði síðan talsvert 1990 (7 ára) og 1991 (8 ára). Árgangur 1984 stóð hins vegar í stað sem 7 ára árið 1991 og má rekja það til þorsk- göngu frá Grænlandi árið 1990. Ekki virðist hafa komið nein viðbótarganga árið 1991 sem menn höfðu þó vonast til og ekki er að sjá nein merki þess í stofnmælingu árin 1992-94. Nú er svo komið að á suðursvæði einkennist ald- ursdreifing stofnsins alfarið af lélegum árgöngum. Aldursdreifingin 1994 og 1995 líkist einna helst ástandinu við upphaf stofnmælingarinnar. Þó er hlut- deild eldri fisks enn lakari en var árib 1985. Ýsa Á 3. mynd er sýnd aldursdreifing 3. mynd. Aldursdreifing ýsu 1985-1995 á öllu rannsóknasvœöinu í fjölda fiska (milljóna). eins til tíu ára ýsu í stofnmælingum 1985-1995. Undanfarin ár hafa árgang- ar 1984 og 1985 verið uppistaðan í ýsu- stofninum. Þessum árgöngum, einkum árgangi 1985, má fylgja eftir í gegnum stofninn einkum á suöursvæöi en einnig á norðursvæði árin 1986 til 1988. í stofnmælingunni 1990 ein- kenndist aldursdreifing ýsunnar eink- um á norbursvæði af heldur jafnari ár- gangastærð eins til sjö ára ýsu. Á suður- svæbi var 5 ára ýsa af árgangi 1985 enn áberandi. Jafnframt var eins árs ýsa af árgangi 1989 í talsverðu magni. Á árinu 1991 voru tveir yngstu árgangar stofns- ins yfirgnæfandi í fjölda. Þessir árgang- ar frá árunum 1989 og 1990 komu svo enn betur fram í stofnmælingunni 1992 og 1993. Sérstaklega er árgangur- inn frá 1990 sterkur og hann er mjög á- berandi 1994 sem fjögurra ára og 1995 sem fimm ára fiskur. Meðalþyngd eftir aldri Þorskur Meðalþyngd þorsks á suðursvæði hefur verið í mikilli uppsveiflu undan- farin ár og nábi hámarki i mörgum ald- ursflokkum 1994 (4. mynd). Hins vegar er fjögurra , 5 og 6 ára fiskur enn að þyngjast og hafa þessir aldurshópar aldrei verið þyngri en í ár (1995). Á norðursvæði (5. mynd) má sjá svipaða þróun þannig að meðalþyngd allra ald- ursflokka er í hámarki í stofnmælingu 1995 að undanteknum tveggja og 6 ára þorski, þar sem átt hefur sér stað smá lækkun á meðalþyngd 1995 miðað við árið 1994. Ýsa Meðalþyngd ýsu á suðursvæði eftir aldri reyndist enn mjög lág á árinu 1995 nema hjá 7 ára fiski sem er rétt undir meðallagi þungur (6. mynd). Á norðursvæði (7. mynd) var meiri breytileiki í samanburði við suðursvæð- ið. Þannig var meðalþyngd smáýsunnar (þ.e. tveggja og þriggja ára) og stórýsunnar (7 ára og eldri) nálægt meðallagi en meðalþyngd 4-6 ára ýsu var hins vegar í lágmarki frá því stofn- mælingin hófst. Meðalþyngd ýsu hefur verið með lélegasta móti á báðum svæðum seinni ár stofnmælingarinnar miðað við hin fyrstu. Á árinú 1995 er varla að sjá breytingu til batnaðar á þeirri þróun nema síður sé. Kynþroski eftir aldri Þorskur Á subursvæði hefur kynþroskahlut- fall fjögurra, fimm og sex ára þorsks aldrei verið jafn hátt og 1994. Árið 1995 er það aðeins lægra. Á norður- svæði hefur kynþroskahlutfall þorsks alltaf verið sveiflukenndara en á suöur- svæði. Árið 1995 er kynþroskahlutfall 5, 7, 9 og 10 ára fisks hærra en 1994 en 6 og 8 ára fisks er hærra 1994. Ýsa Á suöursvæði er kynþroskahlutfall tveggja og fjögurra ára ýsu heldur lægra árið 1995 en 1994. Hjá 3 og 5 ára ýsu er hlutfallið það hæsta sem sést hefur. Sú þróun, að kynþroskahlutfall 5 ára fisks og yngri hefur verið mjög hátt hin síðari ár miðað viö fyrri helming rann- sóknartímabilsins, er enn til staðar Á norðursvæði er kynþroskahlutfall ýsu 26 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.