Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1996, Qupperneq 26

Ægir - 01.03.1996, Qupperneq 26
2. mynd. Aldursdreifing þorsks 1985-1995 á öllu rannsóknasvœbinu í fjölda fiska (milljóna). innar á norðursvæði, þ.e. mest er um eldri fisk á fyrrnefndu svæði en yngri á því síðarnefnda. Á árunum 1985 til 1987 er aldursdreifing tiltölulega jöfn. Þó má sjá árgangana 1983 og 1984 í nokkru magni sem tveggja og þriggja ára fisk þegar árið 1986. Hlutdeild þess- ara árganga og árgangs 1985 vex mjög á árunum 1988 og 1989. Hlutdeild ár- gangs 1983 minnkaði síðan talsvert 1990 (7 ára) og 1991 (8 ára). Árgangur 1984 stóð hins vegar í stað sem 7 ára árið 1991 og má rekja það til þorsk- göngu frá Grænlandi árið 1990. Ekki virðist hafa komið nein viðbótarganga árið 1991 sem menn höfðu þó vonast til og ekki er að sjá nein merki þess í stofnmælingu árin 1992-94. Nú er svo komið að á suðursvæði einkennist ald- ursdreifing stofnsins alfarið af lélegum árgöngum. Aldursdreifingin 1994 og 1995 líkist einna helst ástandinu við upphaf stofnmælingarinnar. Þó er hlut- deild eldri fisks enn lakari en var árib 1985. Ýsa Á 3. mynd er sýnd aldursdreifing 3. mynd. Aldursdreifing ýsu 1985-1995 á öllu rannsóknasvœöinu í fjölda fiska (milljóna). eins til tíu ára ýsu í stofnmælingum 1985-1995. Undanfarin ár hafa árgang- ar 1984 og 1985 verið uppistaðan í ýsu- stofninum. Þessum árgöngum, einkum árgangi 1985, má fylgja eftir í gegnum stofninn einkum á suöursvæöi en einnig á norðursvæði árin 1986 til 1988. í stofnmælingunni 1990 ein- kenndist aldursdreifing ýsunnar eink- um á norbursvæði af heldur jafnari ár- gangastærð eins til sjö ára ýsu. Á suður- svæbi var 5 ára ýsa af árgangi 1985 enn áberandi. Jafnframt var eins árs ýsa af árgangi 1989 í talsverðu magni. Á árinu 1991 voru tveir yngstu árgangar stofns- ins yfirgnæfandi í fjölda. Þessir árgang- ar frá árunum 1989 og 1990 komu svo enn betur fram í stofnmælingunni 1992 og 1993. Sérstaklega er árgangur- inn frá 1990 sterkur og hann er mjög á- berandi 1994 sem fjögurra ára og 1995 sem fimm ára fiskur. Meðalþyngd eftir aldri Þorskur Meðalþyngd þorsks á suðursvæði hefur verið í mikilli uppsveiflu undan- farin ár og nábi hámarki i mörgum ald- ursflokkum 1994 (4. mynd). Hins vegar er fjögurra , 5 og 6 ára fiskur enn að þyngjast og hafa þessir aldurshópar aldrei verið þyngri en í ár (1995). Á norðursvæði (5. mynd) má sjá svipaða þróun þannig að meðalþyngd allra ald- ursflokka er í hámarki í stofnmælingu 1995 að undanteknum tveggja og 6 ára þorski, þar sem átt hefur sér stað smá lækkun á meðalþyngd 1995 miðað við árið 1994. Ýsa Meðalþyngd ýsu á suðursvæði eftir aldri reyndist enn mjög lág á árinu 1995 nema hjá 7 ára fiski sem er rétt undir meðallagi þungur (6. mynd). Á norðursvæði (7. mynd) var meiri breytileiki í samanburði við suðursvæð- ið. Þannig var meðalþyngd smáýsunnar (þ.e. tveggja og þriggja ára) og stórýsunnar (7 ára og eldri) nálægt meðallagi en meðalþyngd 4-6 ára ýsu var hins vegar í lágmarki frá því stofn- mælingin hófst. Meðalþyngd ýsu hefur verið með lélegasta móti á báðum svæðum seinni ár stofnmælingarinnar miðað við hin fyrstu. Á árinú 1995 er varla að sjá breytingu til batnaðar á þeirri þróun nema síður sé. Kynþroski eftir aldri Þorskur Á subursvæði hefur kynþroskahlut- fall fjögurra, fimm og sex ára þorsks aldrei verið jafn hátt og 1994. Árið 1995 er það aðeins lægra. Á norður- svæði hefur kynþroskahlutfall þorsks alltaf verið sveiflukenndara en á suöur- svæði. Árið 1995 er kynþroskahlutfall 5, 7, 9 og 10 ára fisks hærra en 1994 en 6 og 8 ára fisks er hærra 1994. Ýsa Á suöursvæði er kynþroskahlutfall tveggja og fjögurra ára ýsu heldur lægra árið 1995 en 1994. Hjá 3 og 5 ára ýsu er hlutfallið það hæsta sem sést hefur. Sú þróun, að kynþroskahlutfall 5 ára fisks og yngri hefur verið mjög hátt hin síðari ár miðað viö fyrri helming rann- sóknartímabilsins, er enn til staðar Á norðursvæði er kynþroskahlutfall ýsu 26 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.