Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 11
þess að gera skipinu kleift að taka þátt í loðnufrystingu í Hafnarfirði en erlend skip mega ekki vinna afla innan lögsögunnar. Heinaste er stærsta fiskiskip sem hefur verið skráð á íslandi en hann er í eigu Sjólaskipa í Hafnarfirði. Stærsta ioðnufarmi sem kom- ið hefur í íslenska höfn var landað á Vopnafirði þegar færeyska loðnuskipið Tróndur í Götu kom inn með 2.326 tonn af loðnu. Tróndur er jafnframt djúpristasta skip sem hefur komið að bryggju á Vopnafirði en allt gekk vel. Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Sindri á Austurlandi hótar að segja skilið við Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Fé- lagsfundur á Eskifirði samþykkir ein- róma að fara skuli fram atkvæða- greiðsla um málið meðal félags- manna. Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtangans á ísafirði lætur af störfum eftir 27 ára starf. Loðnuveiði gengur vel og þegar frystingu lýkur er ljóst að meira hefur verið fryst en nokkru sinni áður. Tæp 600 þúsund tonn eru eftir af loðnukvóta og því sýnt að ekki tekst að veiða hann allan þótt gæftir yrðu góðar til vertíðar- loka. PJR Pétur Stefánsson útgerðar- ■■■ maður og eigandi Péturs Jónssonar RE gengur frá samningi um smíði á nýjum rækjutogara í Aukra í Noregi. Þetta verður 64 metra langt skip með 4.500 hestafla vél og verður afhent í september 1997. Núverandi Pétur Jónsson hef- ur aöeins verið eitt og hálft ár á veiö- um og aflað vel. Áætlanir eru uppi um að breyta Sigurði VE svo hann geti veitt loðnu í flottroll á næstu vertíð en þau fáu skip sem það gátu höfðu forskot á önnur í vetur. Sigurð- ur er eitt stærsta nótaskip íslendinga. MAÐUR MÁNAÐARIIMS Maður mánaðarins er Pétur Stefánsson skipstjóri og útgerðarmaður á Pétri Jónssyni RE en nýlega varð heyrinkunnugt að samið hefði verið um smíði á nýjum rækjutogara í stað núverandi Péturs Jónssonar sem kom nýsmíðaður til landsins fyrir einu og hálfu ári. Nýja skipið verður smíðað í Aukra skipasmíða- stöðinni í Noregi eins og hitt og teiknað hjá Skips- teknisk a/s þar í landi. Það verður útbúið til rækjuveiða og frystingar, tæplega 64 metra langt eða 4.5 metrum lengra en hið eldra með 4.500 hestafla aðalvél sem er 500 tonna aflaukning. Frystigetan verður 80 tonn á sólarhring en er 50 tonn í dag. Síðasta ár fiskaði Pétur Jónsson RE fyrir 2.300 af rækju fyrir 540 milljónir króna og var þó einn mánuð fré veiðum í ársklössun. Pétur Stefánsson fæddist á Húsavík 14. október 1943 sonur Stefáns Péturssonar sjómanns og útgerðarmanns þar og í Sandgerði. Hann fór 15 ára til sjós hjá föðursínum á Pétri Jónssyni ÞH. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 1962 og var stýrimaður og skipstjóri á Náttfara ÞH. 1967 keypti Pétur Náttfara og þar hófst hans útgerðarferill, en jafnframt var hann skipstjóri. Næsta skip var Eldey KE sem Pétur keypti 1972 ásamt Júlíusi bróður sínum og skírði Pétur Jónsson í höfuðið á afa sínum. Þetta skip heitir Sighvatur Bjarnason VE í dag. Pétur er enn skipstjóri á Pétri Jónssyni RE og tekur annan hvem túr á móti Bjarna Sveinssyni. Hinn túrinn stýrir Pétur útgerðinni í landi og segir að það gangi vel og dugi alveg. ORÐ | HITA LEIKSINS „Úthlutun aukinna aflaheimilda sem byggði á veiðileyfagjaldi eða opinni sölu veiði- réttar væri tilræði við útgerð á Vestfjörðum." Gunnlaugur M. Sigmundsson þingmaður týsir afstöðu sinni í Vestfirska fréttabtaðinu. „ Það er vægt til orða tekið að ég sé því andvígur. Þeim verður það aldrei fyrirgefið." Arnfinnur Arnfinnsson borgari á Akureryri segir Degi álit sitt á fýrirhugaðri sölu á hlut bæjarins í ÚA. „Það er kunnara en frá þurfi að segja að allur veiddur afli kemur ekki að landi. “ At- vinnumálanefnd í Vestmannaeyjum skrifar útgerðarmönnum þar. „Stærstu kvótaeigendurnir eru lögfræðingar og aðrir sem eiga peninga því þetta er eins sú besta fjárfesting sem hægt er að gera í dag." Jóhannes Jóhannesson fiskverkandi í samtali við Mbl. um kvótakerfið meðal annars. „I dag þegar ungu mennirnir hérna eru að leita sér að kærustu, þá er nýjasta aðferð- in þessi: Á pabbi þinn kvóta?" Sami Jóhannes Jóhannesson lýsir rómantík á Suðurnesjum fyrir Mbl. ÆGIR 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.