Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 27
breytilegt að venju. Kynþroskahlutfall 5-7 ára ýsu er hærra árið 1995 en 1994. Lengdardreifingar Lengdardreifingar sýna meðalfjölda fiska á togmílu fyrir hvern sentimetra sem fiskurinn dreifist á. Lengdardreif- ingarnar eru sýndar á tveimur svæðum, annarsvegar á norðursvæði, sem nær frá Bjargtöngum norður um að Eystra- horni, og hinsvegar á suðursvæði, sem nær yfir suður- og vesturhluta land- grunnsins. Þorskur Á árunum 1985 og 1986 bar talsvert á þorski sem var á lengdarbilinu undir 20 cm og 20-30 cm á norðursvæði, þ.e. eins og tveggja ára þorski af árgöngun- um 1983 og 1984 (8. mynd). Árin 1987-1993 bar mjög lítið á eins árs þorski, þ.e. fiski sem er um 10-15 cm að lengd. Árið 1994 var eins árs þorskur hins vegar aftur vel merkjanlegur í lengdardreifngunni. Þeim árgangi má svo fylgja eftir í stofnmælingu 1995 en þá kom fram toppur í lengdardreifing- unni á 20-30 cm bilinu. Á suðursvæði einkennist lengdardreifing aflans af því að tiltölulega lítið er af smáfiski á þeirri slóð. Flest árin er mest af þorski á bil- inu 60-80 cm en árin 1985-1987 feng- ust nokkrir smærri þorskar einnig á þessu svæði. Engin nýliðun var á suð- ursvæði árin 1987-1992. Aðeins örlaði á smáfiski 1993 og árið 1994 sker lengdardreifingin á þessu svæði sig úr að því leyti að þá varð vart við eins árs þorsk í einhverjum mæli. I lengdar- dreifingunni 1995 er toppur tveggja ára fisks en rýrari en við hefði mátti búast. Þegar lengdardreifingin er skoðuð fyrir allt tímabilið er athyglisvert hve fjöldi fiska bæði á norður- og suðursvæði hef- ur minnkað á seinni árum miðað við fyrri ár rannsóknatímans. Ýsa Árin 1985 og 1986 einkenndist lengdardreifing ýsu á norðursvæði af tveimur toppum, annarsvegar rétt und- ir 20 cm og hinsvegar við 30 cm lengd (9. mynd). Hér var fyrst og fremst um árgangana frá 1984 og 1985 að ræða 4. mynd. Meðalþyngd (grömm) þorsks eftir 5. mynd. Meðalþyngd (grömm) þorsks eftir aldri á suðursvœði 1985-1995. aldri á norðursvceði 1985-1995. sem reyndust mjög áberandi í ýsuaflan- um og lengdardreifingu ýsu næstu árin. Árin 1990 og 1991 má sjá hliöstæða þróun þegar árgangarnir frá 1989 og 1990 komu inn í lengdardreifingu stofnsins. Þessum árgöngum, og þá sér- staklega árganginum frá 1990, er hægt að fylgja eftir í lengdardreifingunni fram til ársins 1994 á norðursvæði og til 1995 á suðursvæði. Myndin á suður- svæði er í stórum dráttum áþekk þeirri á norðursvæði enda ná bæði svæðin að hluta til yfir aðalútbreiðslusvæði ýsunnar við landið. 6. mynd. Meðalþyngd (grömm) ýsu eftir 7. mynd. Meðalþyngd (grömm) ýsu eftir aldri á suðursvœði 1985-1995. aldri á norðursvœði 1985-1995. ÆGIR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.