Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 13
einn sólarhring. Mælingamabur var um borð og reynslan var góö en síðan hafa umsóknir um undanþágu frá lokun ekki borið árangur," sagði Jón Einar. Veiöarfæriö velur fiskinn Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar er umboðsaðili fyrir SORT-X smáfiskaskilj- ur á íslandi. Jón Einar sagöist í samtali við Ægi binda miklar vonir við notkun slíkra skilja sem hann sagði að opnuðu ýmsa möguleika á því ab veija fisk til veiða. Jón Einar sagði að smáfiskaskiljan væri framleidd í tveimur stærðum. Skilja af stærri gerð kostar 650 þúsund fyrir utan flutningskostnaö og er það, að sögn Jóns, sama verð og út af verkstæði í Noregi. Norðmaðurinn Roger Larsen fann upp skiljuna en fyrirtækið SELFI A/S í Tromsö hefur einkaleyfi á framleiösl- unni. Sótt hefur verið um einkaleyfi í fleiri löndum, þar á meðal íslandi. Strangt gæðaeftirlit er með framleiðsl- unni í Noregi en SELFI A/S hefur veitt tveimur öbrum fyrirtækjum þar leyfi til að smíba SORT-X. Upprunavottorð og raðnúmer fylgir hverri skilju. Norska strandgæslan getur krafist slíks vottorðs frá skipstjóra en þessar kröfur auðvelda allt eftirlit með notkun skiljunnar og er gæslan afar ánægð með þetta fyrirkomu- lag. Jón sagði að fyrst um sinn væru skilj- urnar fluttar inn tilbúnar en ákveðið væri að þær yrbu smíðaðar á staðnum þegar eftirspurn ykist. Tilraunir Norbmanna með smáfiska- skiljuna voru mjög umfangsmiklar og stóðu á árunum 1989 til 1992. Tilraun- irnar voru gerðar við raunverulegar að- stæður, þ.e. togarar á veiðum voru tekn- ir á leigu og skiljan þannig prófuð við allar aðstæður á ólíkum skipum og ólík- um hafsvæðum. 55 mm bil var haft milli rimla og í ljós kom að 95% af und- irmálsfiski slapp úr trollinu en netpokar söfnuðu því sem slapp og neðansjávar- myndavélar voru einnig notaðar til ab fylgjast meb framvindunni. Mismun- andi bil milli rimla getur þurft eftir teg- undum en auðvelt er ab breyta því úti á sjó eins og skiljan hefur verið hönnuð. Smáfiskaskiljan komin inn á dekk á Bjarti NK sumariöl995. Jón Hlífar Aðalsteinsson stýrimaður fylgist með. Fiskurinn sem sleppur lifir vel Lokaverkefni Jóns Einars við há- skólann í Tromsö fjallaöi um lífslíkur fisks sem sleppur úr trolli bæði við hefðbundnar aðstæbur og úr skilju. Fisknum var safnað í búr sem síðan var sleppt frá trollinu og fylgst með því næstu vikur með neðansjávar- myndavél og sýnatökum. Niðurstaban varð sú að nær allur fiskur lifði vel af en smærri fiskur virtist þola enn bet- ur að sleppa úr skiljunni en venjuleg- um poka. Fiskitrollið hefur verið lítib eba ekki breytt frá því það kom fram á sjónar- sviðið fyrir um 100 árum og þeir möguleikar sem opnast með tilkomu smáfiskaskiljunnar til þess að stjórna stærðardreifingu aflans eru óneitan- lega byltingarkenndir. □ Hásetar á Bjarti slá stroffu á trollið við tilraunaveiðar með smáfiskaskilju. ÆGIR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.