Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 16
Vertíðarbátar fóru verst út úr kerfinu segir Aðalsteinn Einarsson skipstjóri á Hring GK 18 Aðalsteinn Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður á Hring GK 18 var að koma að bryggju í Þorlákshöfn úr netaróðri þegar Ægir hitti hann að máli. í lestinni eru rúmlega 11 tonn af boltaþorski sem fengust í 10 netatrossur skammt undan Selvogsvita og verður nú ekið í fisk- verkun sem útgerðin á og rekur í Hafnarfirði. Fiskurinn er sá besti í salt sem völ er á, meðalþyngdin í síðasta róðri var rúm 10 kíló hver fiskur slægður og tvö kör eru full af bústnum hrognaskálmum. Á Hring voru menn einna fyrstir til að taka netin upp um helgar og þeir voru fljótir að taka körin um borð þegar þau komu. Aðalsteinn hefur verið til sjós í um 40 ár samtals, alltaf á bátum, aldrei á togurum. Hann hefur setið við stjórn- völinn á Hring í um 16 ár og telur hann úrvalsskip. Aðalsteinn er ómyrkur í máli um atvinnugreinina sem hann lifir og hrærist í, sjávarútveginn. Það er verið að ganga af okkur dauðum „Þetta er enginn kvóti sem þessir vertíðarbátar hafa nú orðið. Það er al- veg verið að ganga af þessum bátum dauðum. Þetta rétt stendur í járnum hjá okkur miðað við þann kvóta sem við höfum," segir Aöalsteinn í samtali við Ægi. Hringur GK hefur samtals 390 tonna kvóta mælt í þorskígildum. Hann skipt- ist í tæp 170 tonn af þorski, 97 tonn af ýsu, 17 tonn af ufsa og tæpt eitt tonn af karfa og síðast en ekki síst 1.386 tonn af síld. Hringur hefur ekki veitt síld í mörg ár enda segir Aðalsteinn hann ekki henta til þeirra veiða. Síðustu ár hefur Hringur verið á netaveiðum allt árið sem Aðalsteinn segir hagkvæmast en áður var skipt yfir á línu hluta úr árinu eins og þá tíðkaðist. Aðalsteinn segir það ekki borga sig nema vera með beitningavél og þá aðeins á tvöföldun- artímanum. Þetta þýðir það í framkvæmd að öll- um síidarkvóta er t.d. skipt fyrir þorsk og kvóti er tekinn á leigu. Fyrir rúmlega 1300 tonn af síld fékk Hringur GK rétt 90 tonn af þorski en Aðalsteinn segir það hafa sveiflast nokkuð milli ára hve mikinn þorsk hann fengi fyrir síldina. „Við værum löngu farnir á hausinn ef við værum ekki búnir að kaupa kvóta fyrir 30 milljónir, þá væri þessi bátur með 100 tonna þorskkvóta. Svo reynum við að skammta okkur visst magn á mánuði til þess að geta verið við þetta nokkurn veginn allt árið en þegar neta- vertíðinni lýkur þá verður bátnum lagt í 2-3 mánuði yfir sumarið." Aðalsteinn segir að þegar bátar eins og Hringur voru gerðir út fyrir tíma kvótakerfisins hafi verið algengt að þeir væru með 900-1000 tonn af þorski á vetrarvertíðinni og 1800-2000 tonna ársafla og þótti ekkert tiltökumál. 16 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.