Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 17
Vertíðarbátar fóru verst út úr kerfinu „Það er alveg ljóst ab þessir hefð- bundnu vertíðarbátar, eins og þessi, hafa farið langverst út úr kvótakerfinu. Við höfum mátt þola langmesta skerð- ingu. Ef kvótakerfið hefði verib klárað eins og átti ab gera þá væm engin vandamál nú. Það vom skilin eftir alls konar göt í kerfinu sem bæði togarar og krókabátar gátu nýtt sér og nú er verið að basla við ab loka þegar það er orðið of seint. Það átti ekki að leyfa sumum að valsa laus- um í kerfinu og alþingismönnum að út- hluta smápörtum til einhverra gæba- dýra. Margir þessir karlar sem eru með krókabáta í dag eru búnir ab selja kvót- ann sinn tvisvar ef ekki þrisvar. Þeir eru sá hópur sem mest hafa hagnast á kvótakerfinu og nú er veriö að setja á þá kvóta enn einu sinni og þá geta þeir selt hann enn einu sinni. Það eru til króka- bátar sem hafa meira en 100 tonna kvóta. Vib erum búnir að vera í þessu í 30 ár og eigum tæplega 170 tonn. Það þætti mörgum krókakarli lítið." Mestu áróðursmenn í heimi „Arthúr Bogason og Örn Pálsson eru mestu áróbursmenn í heimi og þess hafa smábátaeigendur notið. Við bátamenn eigum engan málsvara, engin samtök og engan sem tekur svari okkar og berst fyr- ir okkar hagsmunum." En heitir ekki málsvari ykkar Kristján Ragnarsson formaður Landsambands ís- lenskra útgerðarmanna? Þú hlýtur ab vera félagi í LÍÚ? „Samtökin hafa gleymt bátaflotanum því þar ráða togaramenn Þeir hugsa bara um togarana. LÍÚ eru ekki málsvari báta- flotans. Þab er ekkert hlustað á okkur. Togaramenn hafa þar öll völd og allar umræður um aukin áhrif bátamanna hafa verið kæfðar í fæöingu. Síðast fyrir fáum ámm var einum bátamanni bætt í stjórnina til að friða menn en það hefur lítið breyst." Aðalsteinn segir að vertíðarbátunum fari stöbugt fækkandi og segir sárgræti- legt að horfa upp á nýlega báta úrelta og selda úr landi fyrri spottprís. „Menn hafa verið ab gefa þetta nánast hérna til nágrannalandanna. Sjávarborg- in er ágætt dæmi, fínn bátur sem var úr- eltur og mér skilst að hún sé til sölu úti í Svíþjóð núna og íslendingar vilji kaupa." Aðalsteinn segir að Hringur gæti af- kastað að minnsta kosti tvöfalt meiri veiðum en nú eru leyfðar og segist því ekkert ginnkeyptur fyrir því ab skipta um bát því þess þurfi ekki. „Ætli hann dugi okkur ekki til loka, þessi." Misræmi í vigtun Aðalsteinn segir okkur frá dæmi um sérstæða mismunun milli landshluta þeg- ar bátaflotinn er annars vegar. Mismun- un þessi felst í því hvenær aflinn er vigtaður. „Vib látum vigta aflann hérna á hafn- arvoginni og fáum svo að senda ísprufu þegar búið að tæma körin í Hafnarfirði og ísinn er yfirleitt um 7%. Þetta á vib um útileguveiðar. Þeir sem aka með afl- ann héban af bryggjunni t.d. norður á Siglufjörð vigta hann auðvitað hér og fá svo að senda ísprufu eftir viku að norðan eftir að fiskurinn er búinn að skakast alla þessa leið og vatnið sigið úr. Þeirra hlut- fall er yfirleitt í kringum 16-17%. Ég hef margoft bent á þessa hluti en það er eins og enginn vilja hlusta. Sjómannafélögin, LÍÚ, ráðuneytib, það vill enginn hlusta á neitt. Þetta þýðir, mibað vib 100 tonn, að ég fæ 7 tonn í uppbót fyrir ísinn en útgerb- armaðurinn fyrir norðan 16 eba 17 tonn og þetta finnst mér ekki sanngjarnt. Þetta getur vel verið löglegt en þetta er sannar- lega siðlaust." Burt með allar undanþágur En hvernig finnst þá Aðalsteini að hægt væri að létta undir með hinum hefbbundnu vertíðarbátum sem hann segir að skapi langmesta atvinnu í landi? „Það á að taka fyrir allar undanþágur í kerfinu, eins og aukningu á krókaleyfi, nýja báta og línutvöföldun og slíkt, og úthluta til allra. Fyrir nokkmm ámm þeg- ar loönuveiði brást var loðnubátum kom- ið til hjálpar með því ab úthluta þeim þorskkvóta og rækju sem fiestir þeirra eiga enn. Nú er góðæri hjá loðnuskipum „Efkvótakerfið heföi verið klárað eins og átti að gera þá vœru engin vandamál nú. Það voru skilin eftir alls konargöt í kerfmu sem bæði togarar og krókabátar gátu nýtt sér og nú er verið að basla við að loka þegar það er orðið ofseint. Það átti ekki að leyfa sumum að valsa lausum í kerfinu og al- þingismönnum að úthluta smápörtum til einhverra gœðadýra." og þeir komast ekki yfir að veiða alla þá loðnu og síld sem þeir mega veiða. Mér finnst að það eigi að taka aftur af þeim þennan þorsk- og rækjukvóta og skila honum aftur mebal annars til okkar sem þurftum að láta hann af hendi á sínum tíma. Helmingurinn af þessum vertíðarbát- um væri daubur ef ekki væri fyrir fyrir- tæki sem útvega þeim kvóta, 2-3 tonn, á móti hverju tonni sem báturinn leggur til." Ertu þá á móti kvótakerfinu? „Ég veit ekki hvað á að koma í stað- inn. Það segjast allir vera óánægðir með kvótann en enginn segir hvað á ab koma í staöinn. Það er margt sem má lagfæra en þab er ekki þar með sagt að kerfið sé alslæmt." Ætti að lögbinda hámarksverð á kvóta Abalsteinn segir að Hringur GK leigi kvóta á um 75 krónur kílóið um þessar ægir 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.