Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 40

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 40
Flotinn er breyttur og bættur Fjöldi smábáta slapp inn fyrir áramót Breytingar og endurbætur á öllum stærðarflokkum fiskiskipa voru mun fleiri í fyrra en á sama tíma árið þar á undan og virðist árið 1995 hafa verið talsvert umsvifameira hjá þeim sem fást við breytingar og endurbætur á skipaflotanum en árið 1994. Öllum ber saman um að staða greinarinnar virðist góð og verkefnaskrá marga verkstæða sé þéttskipuð nokkuð fram í tímann, jafnvel fram á haust sem telst fátítt í þessari atvinnugrein. Þegar listinn yfir breytingar og véla- skipti frá Fiskifélagi íslands, sem fylgir, er skobaöur vekur tvennt athygli. Ann- að er ab breytingar og lengingar á þil- farsskipum eru mun fleiri en í fyrra og virðist töluvert mikil endurnýjun í gangi í flotanum. Það kemur fram í við- tölum við þá sem best þekkja hér á eftir að vaxandi bjartsýni gætir og bátaút- gerðin virðist á leib upp úr öldudal. Hitt sem vekur athygli er mikill fjöldi smábáta sem hefur verib breytt á árinu. Ástæðan felst í hertum reglum um end- urnýjun slíkra báta sem áttu að taka gildi 1. september 1995 en síðan var gildistöku þeirra frestað til 1. janúar 1996. Kjarnann í lögunum er að finna í 18. grein laga um fiskveiðar en þar segir: „Óheimilt er án leyfis Fiskistofu að breyta krókabátum þannig að rúmtala eða brúttótonnastærð þeirra vaxi. Leyfi Fiskistofu er bundið því skilyrði ab flutt sé veiðileyfi af a.m.k. tvisvar sinnum stærri báti en sem stækkun bátsins nemur. Sé skipi sem veiðileyfi fékk með afla- marki í fyrsta sinn fyrir 1. janúar 1986 eða krókabáti breytt í verulegum mæli þannig að gerð eða lögun hans aukist um meira en 20% skal Fiskistofa úr- skurða ab fenginni umsögn tæknideild- ar Fiskifélags íslands hvort um nýsmíði eða breytingu á eldra skipi sé að ræba. Ákvæbi þessarar málsgreinar tekur ekki til þeirra skipa eða báta sem samningur hefur verið gerður um breytingar á fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, enda hafi breytingum verið lokiö fyrir 1. jan- úar 1996 og nýtt haffærisskírteini gefið út." Þessi lagaákvæði gerðu þab að verk- um ab síðasta ár voru síðustu forvöð að stækka krókabáta án þess að þurfa að kaupa úreldingu á móti og eins og sést af fyrri málsgrein er krókabátum nú gert að úrelda tvöfalt meira fyrir öilum breytingum. Ljóst er af samtölum við þá sem ann- ast breytingar og viðgerðir á skipaflot- anum að margir telja að núverandi úr- eldingarreglur standi flotanum fyrir þrifum og verið sé að sóa fé í endur- byggingar, lengingar og breytingar á gömlum og úr sér gengnum bátaflota. Skipasmíðaiðnaður á íslandi stendur að sögn manna á krossgötum þar sem veruleg kynslóðaskipti hafa orbið í kjöl- far samdráttar og því löngu tímabært ab iðnaðurinn fái aukið svigrúm til verk- efna og nýsmíða enda fari samkeppnis- hæfni hans við erlendan iðnab hratt vaxandi. Fyrstu nýsmíð- inni lokið Næg verkefni framund- an, segir Hallgrímur Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri Óseyjar. „Við fluttum hingað í september- byrjun í fyrra og þá varð sú bylt- ing á aðstöðu okkar að nú höfum við dráttarbrautir fyrir tvo báta, aðra þeirra inni í húsi,“ sagði Hallgrímur Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri Óseyjar í samtali við Ægi. Fyrirtækið flutti úr Garðabæ í Hafnarfjörð og hefur nú bækistöðvar sínar á Hvaleyrar- braut 34, þar sem eitt sinn var 40 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.