Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 15
um annaö kaffibrauð, s.s. kleinur, skonsur, skúffukökur og vínarbrauð. Það er alltaf vinsælt og skiptir máli upp á verðið." Hvaö er það sem kokkurinn má ekki gera? „Maöur verður að finna út hvað menn vilja og reyna að foröast að hafa einhæft fæði. Þaö er alltaf fiskur í ann- að málið og þeim yngri er ekki alltaf vel við það. En mað- ur lærir fljótlega á áhöfnina og hvaö menn vilja og vilja ekki." En hvað gerir kokk vinsælan? „Við reynum að sjá til þess að allir fái einhvern tímann eitthvaö við sitt hæfi. Einu sinni í hverjum túr er pizza í matinn t.d. og það er vinsælt hjá þeim yngri." Það þarf 12 pizzur 18 tommu fyrir eina togaraáhöfn. Kokkurinn finnur fljótt ef þreyta og leiði gerir vart við sig í löngum túrum og hann getur þá reynt að koma á móts við þaö. En þegar vel fiskast liggur vel á öllum og líka kokknum og hann reynir þá að verðlauna menn fyr- ir góða frammistöðu og láta ekki sitt eftir liggja. Starfsmannafélag, sjoppa og sólbekkur Um borð í Örfirisey er starfsmannafélag sem annast upp- töku á sjónvarpsefni fyrir áhöfnina, tveir bókakassar eru teknir annan hvern túr og félagið rekur ljósabekk og sjoppu um borð. í sjoppunni fást gosdrykkir og sælgæti en enginn afgreiðir heldur er bókhaldi upp i á vegg þar sem hver skrif- ar sína úttekt og aldrei verður neinn misbrestur á. Starfs- mannafélagið gengst fyrir árshátíðum og ýmsu félagslífi. Finnst þér þú hafa séð breytingar á mataræði sjómanna síðan þú fórst fyrst að vinna við þetta? „Það eru svipaðar breytingar og hafa orðið á mataræði al- mennt. Ég hef nú ekki mikið pasta í matinn samt. Mér fannst ég finna gífurlegan mun þegar ég kom til Reykjavíkur að því leyti að hér var hægt að fá allt sem manni datt í hug ab kaupa í matinn en heima á Suðureyri var vöruúrvaliö oft ansi fábreytt og það kom fyrir að við fengum ekki einu sinni mjólk og urðum að fara með mjólkurduft í heilan túr." Fyrir rúmum tveimur ámm var gerð könnun á heilsufari togarasjómanna sem leiddi í ljós að mjög hátt hlutfall þeirra hafði of lítið þol, of háa blóðfitu og fleira kom í ljós sem ekki þótti nógu gott. „Þetta var nýlega komið í ljós þegar ég kom um borð og menn tóku þetta töluvert alvarlega fyrst í stað og þeir vom að biðja um léttmjólk, magrari ost, hættu að borða egg og ýmislegt svona og hinsegin en ég held nú að þetta sé allt far- ið í sama farið aftur. Það þarf að minna menn á en ég set þá ekki í megrunarkúr." Um borð í Örfiriseynni gilda þær reglur fyrir alla að menn eru þrjá túra um borð og einn í fríi. „Þessar löngu útivistir eru það erfiðasta fyrir alla. í gamla daga fannst manni langur túr sem náði 8-9 dögum en það var barnaleikur." □ íjpSJÓDÆLUR Með eða án rafmótors eða segulkúplingu Grandagaröi 5, 101 Reykjavík, s: 562 2950, fax: 562 3760 < RKS GASSKYNJARAR FYRIR FREON OG AMMONÍAK SPARNAÐUR UMHVERFISVÆNT ÍSLENSKT HUGVIT ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Gasskynjararnir eru til þess að gera viðvart um leka í frysti- og kælikerfum. Þeir eru gerðir fyrir erfiðar aðstæður og henta vel í t.d. frystihúsum og frysti- togurum. Þeir spara tíma,fé og fyrirhöfn. RKS Skynjaratækni Borgarflöt 27 - 550 Sauðárkrókur - Sími: 455 4552 - Fax: 455 4501 ÆGIR 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.