Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1996, Page 15

Ægir - 01.03.1996, Page 15
um annaö kaffibrauð, s.s. kleinur, skonsur, skúffukökur og vínarbrauð. Það er alltaf vinsælt og skiptir máli upp á verðið." Hvaö er það sem kokkurinn má ekki gera? „Maöur verður að finna út hvað menn vilja og reyna að foröast að hafa einhæft fæði. Þaö er alltaf fiskur í ann- að málið og þeim yngri er ekki alltaf vel við það. En mað- ur lærir fljótlega á áhöfnina og hvaö menn vilja og vilja ekki." En hvað gerir kokk vinsælan? „Við reynum að sjá til þess að allir fái einhvern tímann eitthvaö við sitt hæfi. Einu sinni í hverjum túr er pizza í matinn t.d. og það er vinsælt hjá þeim yngri." Það þarf 12 pizzur 18 tommu fyrir eina togaraáhöfn. Kokkurinn finnur fljótt ef þreyta og leiði gerir vart við sig í löngum túrum og hann getur þá reynt að koma á móts við þaö. En þegar vel fiskast liggur vel á öllum og líka kokknum og hann reynir þá að verðlauna menn fyr- ir góða frammistöðu og láta ekki sitt eftir liggja. Starfsmannafélag, sjoppa og sólbekkur Um borð í Örfirisey er starfsmannafélag sem annast upp- töku á sjónvarpsefni fyrir áhöfnina, tveir bókakassar eru teknir annan hvern túr og félagið rekur ljósabekk og sjoppu um borð. í sjoppunni fást gosdrykkir og sælgæti en enginn afgreiðir heldur er bókhaldi upp i á vegg þar sem hver skrif- ar sína úttekt og aldrei verður neinn misbrestur á. Starfs- mannafélagið gengst fyrir árshátíðum og ýmsu félagslífi. Finnst þér þú hafa séð breytingar á mataræði sjómanna síðan þú fórst fyrst að vinna við þetta? „Það eru svipaðar breytingar og hafa orðið á mataræði al- mennt. Ég hef nú ekki mikið pasta í matinn samt. Mér fannst ég finna gífurlegan mun þegar ég kom til Reykjavíkur að því leyti að hér var hægt að fá allt sem manni datt í hug ab kaupa í matinn en heima á Suðureyri var vöruúrvaliö oft ansi fábreytt og það kom fyrir að við fengum ekki einu sinni mjólk og urðum að fara með mjólkurduft í heilan túr." Fyrir rúmum tveimur ámm var gerð könnun á heilsufari togarasjómanna sem leiddi í ljós að mjög hátt hlutfall þeirra hafði of lítið þol, of háa blóðfitu og fleira kom í ljós sem ekki þótti nógu gott. „Þetta var nýlega komið í ljós þegar ég kom um borð og menn tóku þetta töluvert alvarlega fyrst í stað og þeir vom að biðja um léttmjólk, magrari ost, hættu að borða egg og ýmislegt svona og hinsegin en ég held nú að þetta sé allt far- ið í sama farið aftur. Það þarf að minna menn á en ég set þá ekki í megrunarkúr." Um borð í Örfiriseynni gilda þær reglur fyrir alla að menn eru þrjá túra um borð og einn í fríi. „Þessar löngu útivistir eru það erfiðasta fyrir alla. í gamla daga fannst manni langur túr sem náði 8-9 dögum en það var barnaleikur." □ íjpSJÓDÆLUR Með eða án rafmótors eða segulkúplingu Grandagaröi 5, 101 Reykjavík, s: 562 2950, fax: 562 3760 < RKS GASSKYNJARAR FYRIR FREON OG AMMONÍAK SPARNAÐUR UMHVERFISVÆNT ÍSLENSKT HUGVIT ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Gasskynjararnir eru til þess að gera viðvart um leka í frysti- og kælikerfum. Þeir eru gerðir fyrir erfiðar aðstæður og henta vel í t.d. frystihúsum og frysti- togurum. Þeir spara tíma,fé og fyrirhöfn. RKS Skynjaratækni Borgarflöt 27 - 550 Sauðárkrókur - Sími: 455 4552 - Fax: 455 4501 ÆGIR 1 5

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.