Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 12
Smáfiskaskiljan er bylting segir Jón Einar Marteinsson sem hefur tekið þátt í þróun hennar frá upphafi. „Smáfiskaskiljan er einfalt tæki en samt byltingarkennt. Hún hefur gert Norðmönnum kleift að fiska áfram á svæðum sem áður voru lokuð vegna smáfisks," sagði Jón Einar Marteinsson framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. á Neskaupstað í samtali við Ægi. Jón Einar keypti nýlega ríflega helming hlutabréfa í netagerðinni ásamt Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað sem keypti um 30%. Jón Einar og Síldarvinnslan keyptu hlut Friðriks Vilhjálmssonar aðaleig- anda og stofnanda. Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. var stofnuð 1958 og nú vinna þar 15 manns. Fyrirtækið sinnir allri veiðar- færaþjónustu við fiskiskip af öllu tagi og er hið stærsta á Austfjörðum og meðal stærstu netaverkstæða landsins. Nýlega var ákveðið að byggja bryggju framan við hús Netagerðarinnar og mun hún bæta aðstöðuna verulega. Jón Einar, hinn nýi eigandi og fram- kvæmdastjóri, lærði netagerð þar á sín- um tíma en hélt aö því búnu til Tromsö í Noregi þar sem hann lærði sjávarút- vegsfræði viö Sjávarútvegsháskólann í Tromsö og lagði í náminu sérstaka áherslu á veiðarfæragerð. Eftir að nám- inu í Tromsö lauk starfaði hann í eitt og hálft ár við veiðarfæraþróun við skólann en síðan í tvö ár við þróun og sölu veiö- arfæra hjá NOFI Tromsö A/S í Tromö sem tók þátt í þróun og tilraunum með smáfiskaskiljuna frá upphafi. Um 100 norskir togarar með smáfiskaskilju Um þessar mundir var verið að þróa gerð smáfiskaskiljunnar í Noregi og eftir nokkurra ára tilraunir hefur skiljan rutt sér verulega til rúms í Noregi og að sögn Jóns Einars eru um 100 norskir togarar með slíka skilju án þess aö vera skyldað- ir til þess. í Barentshafi eru svæði sem lokuð eru vegna smáfisks aðeins opin þeim skipum sem hafa slíka skilju og frá og með 1. janúar 1997 verður smáfiska- skilja skylda á togveiðum á ákveðnum svæðum í Barentshafi. Enn sem komið er hafa aðeins tveir íslenskir togarar tekið SORT-X smáfiska- skilju í notkun. Annar þeirra er Bjartur Jón Einar Marteinsson nýr aöaleigandi Netagerðar Friöriks Vilhjálmssonar á Nes- kaupstaö (til hœgri) ásamt forvera sínum Friörik Vilhjálmssyni. NK frá Neskaupstað sem tók hana í notkun 1994 eftir tilraunir sem bæði Jón Einar og Guðni Þorsteinsson veiðarfæra- sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar- innar tóku þátt í. Hitt skipið er Guð- björg ÍS sem hefur nýlega prófaö SORT- X skilju og Guðbjartur Ásgeirsson skip- stjóri hefur lýst góðri reynslu af henni. Seiðaskiljan - undanfari smáfiskaskiljunnar SORT-X smáfiskaskiljan samanstend- ur af þremur ristum sem komið er fyrir eftir kúnstarinnar reglum í nethólk sem er saumaður í trollið milli belgsins og pokans. Margir kannast við seiðaskilju sem notuð er á rækjuveiðum og vinnur með líkum hætti en þó ólíkum en seiða- skiljan er eldri uppfinning og undafari smáfiskaskiljunnar. Seiðaskiljan safnar því smæsta í pokann en sleppir stærri fiski og seiöum en smáfiskaskiljan virkar þveröfugt þ.e. hún sleppir smáfiski en heldur stærri fiski eftir. Jón sagði að meðferð smáfiskaskilj- unnar ylli engum vandræðum við að taka trolliö eða láta það fara. Hægt að stýra rimlabilinu „Reynslan af notkun skiljunnar hér hefur verið eins og í Noregi. Það eina sem getur þurft að skoða er rimlabilið en það hefur verið 55 mm í Noregi og ekki leyft minna bil. Hins vegar hafa norskir skipstjórar gert tilraunir með stærra bil milli rimla, 80-90 mm, og allt upp í 120 mm. Með því móti hafa þeir getaö minnkað enn frekar hlutfall smáfisks og veitt einungis stóran fisk," sagði Jón Ein- ar. Hann sagðist gjarna vilja sjá íslensk yfirvöld koma meira til móts við sjó- menn og hvetja til notkunar skiljunnar og vera sveigjanlegri í því að leyfa notk- un hennar í lokuðum hólfum. „Það urðu vatnaskil í viðhorfi manna í Noregi þegar norskir togarar fengu að fara með smáfiskaskiljuna inn á svæði sem hafði veriö lokaö vegna smáfisks. Eftirlitsmaður var með í förinni sem staðfesti að niðurstöðurnar sýndu ótví- rætt virkni skiljunnar og notkun hennar gerði kleift að halda uppi veiðum á svæði sem annars hefði þurft að loka. Síðan voru þessi tilteknu svæði opnuð fyrir veiðum með því skilyrði að smá- fiskaskilja væri notuö og sérstöku eftir- liti að öðru leyti hætt. Bjartur NK hefur sótt um ieyfi hér við land til þess að fara með skiljuna inn á lokað svæði. Þaö leyfi fékkst einu sinni í 12 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.