Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1996, Side 12

Ægir - 01.03.1996, Side 12
Smáfiskaskiljan er bylting segir Jón Einar Marteinsson sem hefur tekið þátt í þróun hennar frá upphafi. „Smáfiskaskiljan er einfalt tæki en samt byltingarkennt. Hún hefur gert Norðmönnum kleift að fiska áfram á svæðum sem áður voru lokuð vegna smáfisks," sagði Jón Einar Marteinsson framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. á Neskaupstað í samtali við Ægi. Jón Einar keypti nýlega ríflega helming hlutabréfa í netagerðinni ásamt Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað sem keypti um 30%. Jón Einar og Síldarvinnslan keyptu hlut Friðriks Vilhjálmssonar aðaleig- anda og stofnanda. Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. var stofnuð 1958 og nú vinna þar 15 manns. Fyrirtækið sinnir allri veiðar- færaþjónustu við fiskiskip af öllu tagi og er hið stærsta á Austfjörðum og meðal stærstu netaverkstæða landsins. Nýlega var ákveðið að byggja bryggju framan við hús Netagerðarinnar og mun hún bæta aðstöðuna verulega. Jón Einar, hinn nýi eigandi og fram- kvæmdastjóri, lærði netagerð þar á sín- um tíma en hélt aö því búnu til Tromsö í Noregi þar sem hann lærði sjávarút- vegsfræði viö Sjávarútvegsháskólann í Tromsö og lagði í náminu sérstaka áherslu á veiðarfæragerð. Eftir að nám- inu í Tromsö lauk starfaði hann í eitt og hálft ár við veiðarfæraþróun við skólann en síðan í tvö ár við þróun og sölu veiö- arfæra hjá NOFI Tromsö A/S í Tromö sem tók þátt í þróun og tilraunum með smáfiskaskiljuna frá upphafi. Um 100 norskir togarar með smáfiskaskilju Um þessar mundir var verið að þróa gerð smáfiskaskiljunnar í Noregi og eftir nokkurra ára tilraunir hefur skiljan rutt sér verulega til rúms í Noregi og að sögn Jóns Einars eru um 100 norskir togarar með slíka skilju án þess aö vera skyldað- ir til þess. í Barentshafi eru svæði sem lokuð eru vegna smáfisks aðeins opin þeim skipum sem hafa slíka skilju og frá og með 1. janúar 1997 verður smáfiska- skilja skylda á togveiðum á ákveðnum svæðum í Barentshafi. Enn sem komið er hafa aðeins tveir íslenskir togarar tekið SORT-X smáfiska- skilju í notkun. Annar þeirra er Bjartur Jón Einar Marteinsson nýr aöaleigandi Netagerðar Friöriks Vilhjálmssonar á Nes- kaupstaö (til hœgri) ásamt forvera sínum Friörik Vilhjálmssyni. NK frá Neskaupstað sem tók hana í notkun 1994 eftir tilraunir sem bæði Jón Einar og Guðni Þorsteinsson veiðarfæra- sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar- innar tóku þátt í. Hitt skipið er Guð- björg ÍS sem hefur nýlega prófaö SORT- X skilju og Guðbjartur Ásgeirsson skip- stjóri hefur lýst góðri reynslu af henni. Seiðaskiljan - undanfari smáfiskaskiljunnar SORT-X smáfiskaskiljan samanstend- ur af þremur ristum sem komið er fyrir eftir kúnstarinnar reglum í nethólk sem er saumaður í trollið milli belgsins og pokans. Margir kannast við seiðaskilju sem notuð er á rækjuveiðum og vinnur með líkum hætti en þó ólíkum en seiða- skiljan er eldri uppfinning og undafari smáfiskaskiljunnar. Seiðaskiljan safnar því smæsta í pokann en sleppir stærri fiski og seiöum en smáfiskaskiljan virkar þveröfugt þ.e. hún sleppir smáfiski en heldur stærri fiski eftir. Jón sagði að meðferð smáfiskaskilj- unnar ylli engum vandræðum við að taka trolliö eða láta það fara. Hægt að stýra rimlabilinu „Reynslan af notkun skiljunnar hér hefur verið eins og í Noregi. Það eina sem getur þurft að skoða er rimlabilið en það hefur verið 55 mm í Noregi og ekki leyft minna bil. Hins vegar hafa norskir skipstjórar gert tilraunir með stærra bil milli rimla, 80-90 mm, og allt upp í 120 mm. Með því móti hafa þeir getaö minnkað enn frekar hlutfall smáfisks og veitt einungis stóran fisk," sagði Jón Ein- ar. Hann sagðist gjarna vilja sjá íslensk yfirvöld koma meira til móts við sjó- menn og hvetja til notkunar skiljunnar og vera sveigjanlegri í því að leyfa notk- un hennar í lokuðum hólfum. „Það urðu vatnaskil í viðhorfi manna í Noregi þegar norskir togarar fengu að fara með smáfiskaskiljuna inn á svæði sem hafði veriö lokaö vegna smáfisks. Eftirlitsmaður var með í förinni sem staðfesti að niðurstöðurnar sýndu ótví- rætt virkni skiljunnar og notkun hennar gerði kleift að halda uppi veiðum á svæði sem annars hefði þurft að loka. Síðan voru þessi tilteknu svæði opnuð fyrir veiðum með því skilyrði að smá- fiskaskilja væri notuö og sérstöku eftir- liti að öðru leyti hætt. Bjartur NK hefur sótt um ieyfi hér við land til þess að fara með skiljuna inn á lokað svæði. Þaö leyfi fékkst einu sinni í 12 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.