Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 50

Ægir - 01.03.1996, Blaðsíða 50
verða skortur á menntuðum járniðn- aðarmönnum. Vélsmiðjan Stál fæst ekki eingöngu við skipaflotann heldur hefur hún alltaf sinnt alhliða vélsmíði. Þeir hafa jafnan unnið mikið fyrir Landsvirkj- un, smíðað lokubúnað og fleiri hluta í virkjanir og verið einna stærstir ís- lenskra smiðja á því sviði allt frá virkj- un Laxár í Aðaldal 1970. Nýlega var gerður samningur við Stál um endur- nýjun lokubúnaðar í Sogsvirkjun og írafossvirkjun og skal því lokið á tveimur árum. „Að viðbættum þeim batamerkjum sem sjást í sjávarútvegi þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn," sagði Theódór að lokum. Viljum flytja inn hluta þess sem er unnið erlendis segir Eiríkur Ormur framkvæmdastjóri Véismiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði „Við vorum mest í nýsmíðum hér áður og unnum mest fyrir hitaveitur og virkjanir en þegar framkvæmdir í því drógust mjög saman urðum við að leita á önnur mið,“ sagði Eiríkur Ormur framkvæmdastjóri Orms og Víglundar sf. í Hafnarfirði í samtali við Ægi. Vélsmiðjan er 25 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki og þar vinna 37 manns og fer heldur fjölg- andi. Eiríkur Ormur fram- kvœmdastjóri Orms og Víglundar sf. í Hafnar- firði. Vélsmiðja Orms og Víglundar hefur unnið markvisst í því undanfarið ár að hasla sér völl í skipasmíðum, viðgerð- um og þjónustu við skipaflotann. í þessu skyni keypti fyrirtækið Skipa- smíðastöðina Dröfn í Hafnarfirði sem stendur á gömlum merg en þar er hægt að taka upp skip 650-700 þungatonn og að sögn Eiríks er verkefnastaðan mjög góð og hefur verið nóg að gera. Annað sem gert var til aö skapa fyrir- tækinu rekstrargrundvöll var aö kaupa flotkví frá Skotlandi sem hefur nú verið komið fyrir í Hafnarfirði. Þar er hægt að taka upp til viðgerða skip allt að 3.000 þungatonnum og þegar þetta er ritað er togarinn Otto Wathne þar í viðhaldi og endurbótum. Eiríkur sagði að flotkvíin væri bókuð um tvo mánuði fram í tím- ann og slíkt teldist góð verkefnastaða í þessari grein og rekstur hennar hefði fram til þessa gengið samkvæmt áætl- unum. „Það er unnið við skipaflota íslend- inga erlendis um þessar mundir fyrir um fjóra milljarða árlega og við viljum flytja inn þó ekki væri nema hluta af þeirri vinnu." 6261 Snarpur HF 141 Lenging 1,32 m Brúttórúmlestir úr 4,24 í 5,52 Brúttótonn úr 3,58 í 5,10 6296 Kristín Björg GK 98 Lenging 0,60 m Brúttórúmlestir úr 4,96 í 5,86 Brúttótonn úr 4,90 í 5,67 6297 Sæbjörg RE 315 Lenging 0,76 m Brúttórúmlestir úr 2,80 í 4,14 Brúttótonn úr 2,88 í 3,64 6324 Jói GK 308 Lenging 1,28 m Brúttórúmlestir úr 2,67 í 4,55 Brúttótonn úr 2,83 í 4,22 6360 Sæunn SF 155 Lenging 0,94 m Brúttórúmlestir úr 5,34 í 5,34 Brúttótonn úr 4,33 i 5,48 6361 Tinna KÓ 17 Lenging 1,05 m Brúttórúmlestir úr 4,24 í 4,86 Brúttótonn úr 3,58 í 4,77 6373 Gunnvör GK 59 Lenging 1,28 m Brúttórúmlestir úr 2,67 í 4,55 Brúttótonn úr 2,83 í 4,20 6400 Sigurður Þorkelsson ÍS 200 Lenging 1,24 m Brúttórúmlestir úr 5,13 í 5,98 Brúttótonn úr 4,25 í 5,86 6418 Andri BA 64 Lenging 1,20 m Brúttórúmlestir úr 3,14 í 3,76 Brúttótonn úr 2,58 í 3,71 6487 Bæjarfell RE 65 Lenging 1,50 m Brúttórúmlestir úr 6,03 í 7,77 Brúttótonn úr 4,86 í 6,95 6565 Lárberg SH 275 Lenging 1,67 m Brúttórúmlestir úr 4,88 í 6,94 Brúttótonn úr 3,92 í 5,99 50 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.