Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1996, Qupperneq 50

Ægir - 01.03.1996, Qupperneq 50
verða skortur á menntuðum járniðn- aðarmönnum. Vélsmiðjan Stál fæst ekki eingöngu við skipaflotann heldur hefur hún alltaf sinnt alhliða vélsmíði. Þeir hafa jafnan unnið mikið fyrir Landsvirkj- un, smíðað lokubúnað og fleiri hluta í virkjanir og verið einna stærstir ís- lenskra smiðja á því sviði allt frá virkj- un Laxár í Aðaldal 1970. Nýlega var gerður samningur við Stál um endur- nýjun lokubúnaðar í Sogsvirkjun og írafossvirkjun og skal því lokið á tveimur árum. „Að viðbættum þeim batamerkjum sem sjást í sjávarútvegi þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn," sagði Theódór að lokum. Viljum flytja inn hluta þess sem er unnið erlendis segir Eiríkur Ormur framkvæmdastjóri Véismiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði „Við vorum mest í nýsmíðum hér áður og unnum mest fyrir hitaveitur og virkjanir en þegar framkvæmdir í því drógust mjög saman urðum við að leita á önnur mið,“ sagði Eiríkur Ormur framkvæmdastjóri Orms og Víglundar sf. í Hafnarfirði í samtali við Ægi. Vélsmiðjan er 25 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki og þar vinna 37 manns og fer heldur fjölg- andi. Eiríkur Ormur fram- kvœmdastjóri Orms og Víglundar sf. í Hafnar- firði. Vélsmiðja Orms og Víglundar hefur unnið markvisst í því undanfarið ár að hasla sér völl í skipasmíðum, viðgerð- um og þjónustu við skipaflotann. í þessu skyni keypti fyrirtækið Skipa- smíðastöðina Dröfn í Hafnarfirði sem stendur á gömlum merg en þar er hægt að taka upp skip 650-700 þungatonn og að sögn Eiríks er verkefnastaðan mjög góð og hefur verið nóg að gera. Annað sem gert var til aö skapa fyrir- tækinu rekstrargrundvöll var aö kaupa flotkví frá Skotlandi sem hefur nú verið komið fyrir í Hafnarfirði. Þar er hægt að taka upp til viðgerða skip allt að 3.000 þungatonnum og þegar þetta er ritað er togarinn Otto Wathne þar í viðhaldi og endurbótum. Eiríkur sagði að flotkvíin væri bókuð um tvo mánuði fram í tím- ann og slíkt teldist góð verkefnastaða í þessari grein og rekstur hennar hefði fram til þessa gengið samkvæmt áætl- unum. „Það er unnið við skipaflota íslend- inga erlendis um þessar mundir fyrir um fjóra milljarða árlega og við viljum flytja inn þó ekki væri nema hluta af þeirri vinnu." 6261 Snarpur HF 141 Lenging 1,32 m Brúttórúmlestir úr 4,24 í 5,52 Brúttótonn úr 3,58 í 5,10 6296 Kristín Björg GK 98 Lenging 0,60 m Brúttórúmlestir úr 4,96 í 5,86 Brúttótonn úr 4,90 í 5,67 6297 Sæbjörg RE 315 Lenging 0,76 m Brúttórúmlestir úr 2,80 í 4,14 Brúttótonn úr 2,88 í 3,64 6324 Jói GK 308 Lenging 1,28 m Brúttórúmlestir úr 2,67 í 4,55 Brúttótonn úr 2,83 í 4,22 6360 Sæunn SF 155 Lenging 0,94 m Brúttórúmlestir úr 5,34 í 5,34 Brúttótonn úr 4,33 i 5,48 6361 Tinna KÓ 17 Lenging 1,05 m Brúttórúmlestir úr 4,24 í 4,86 Brúttótonn úr 3,58 í 4,77 6373 Gunnvör GK 59 Lenging 1,28 m Brúttórúmlestir úr 2,67 í 4,55 Brúttótonn úr 2,83 í 4,20 6400 Sigurður Þorkelsson ÍS 200 Lenging 1,24 m Brúttórúmlestir úr 5,13 í 5,98 Brúttótonn úr 4,25 í 5,86 6418 Andri BA 64 Lenging 1,20 m Brúttórúmlestir úr 3,14 í 3,76 Brúttótonn úr 2,58 í 3,71 6487 Bæjarfell RE 65 Lenging 1,50 m Brúttórúmlestir úr 6,03 í 7,77 Brúttótonn úr 4,86 í 6,95 6565 Lárberg SH 275 Lenging 1,67 m Brúttórúmlestir úr 4,88 í 6,94 Brúttótonn úr 3,92 í 5,99 50 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.