Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Síða 16

Ægir - 01.03.1996, Síða 16
Vertíðarbátar fóru verst út úr kerfinu segir Aðalsteinn Einarsson skipstjóri á Hring GK 18 Aðalsteinn Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður á Hring GK 18 var að koma að bryggju í Þorlákshöfn úr netaróðri þegar Ægir hitti hann að máli. í lestinni eru rúmlega 11 tonn af boltaþorski sem fengust í 10 netatrossur skammt undan Selvogsvita og verður nú ekið í fisk- verkun sem útgerðin á og rekur í Hafnarfirði. Fiskurinn er sá besti í salt sem völ er á, meðalþyngdin í síðasta róðri var rúm 10 kíló hver fiskur slægður og tvö kör eru full af bústnum hrognaskálmum. Á Hring voru menn einna fyrstir til að taka netin upp um helgar og þeir voru fljótir að taka körin um borð þegar þau komu. Aðalsteinn hefur verið til sjós í um 40 ár samtals, alltaf á bátum, aldrei á togurum. Hann hefur setið við stjórn- völinn á Hring í um 16 ár og telur hann úrvalsskip. Aðalsteinn er ómyrkur í máli um atvinnugreinina sem hann lifir og hrærist í, sjávarútveginn. Það er verið að ganga af okkur dauðum „Þetta er enginn kvóti sem þessir vertíðarbátar hafa nú orðið. Það er al- veg verið að ganga af þessum bátum dauðum. Þetta rétt stendur í járnum hjá okkur miðað við þann kvóta sem við höfum," segir Aöalsteinn í samtali við Ægi. Hringur GK hefur samtals 390 tonna kvóta mælt í þorskígildum. Hann skipt- ist í tæp 170 tonn af þorski, 97 tonn af ýsu, 17 tonn af ufsa og tæpt eitt tonn af karfa og síðast en ekki síst 1.386 tonn af síld. Hringur hefur ekki veitt síld í mörg ár enda segir Aðalsteinn hann ekki henta til þeirra veiða. Síðustu ár hefur Hringur verið á netaveiðum allt árið sem Aðalsteinn segir hagkvæmast en áður var skipt yfir á línu hluta úr árinu eins og þá tíðkaðist. Aðalsteinn segir það ekki borga sig nema vera með beitningavél og þá aðeins á tvöföldun- artímanum. Þetta þýðir það í framkvæmd að öll- um síidarkvóta er t.d. skipt fyrir þorsk og kvóti er tekinn á leigu. Fyrir rúmlega 1300 tonn af síld fékk Hringur GK rétt 90 tonn af þorski en Aðalsteinn segir það hafa sveiflast nokkuð milli ára hve mikinn þorsk hann fengi fyrir síldina. „Við værum löngu farnir á hausinn ef við værum ekki búnir að kaupa kvóta fyrir 30 milljónir, þá væri þessi bátur með 100 tonna þorskkvóta. Svo reynum við að skammta okkur visst magn á mánuði til þess að geta verið við þetta nokkurn veginn allt árið en þegar neta- vertíðinni lýkur þá verður bátnum lagt í 2-3 mánuði yfir sumarið." Aðalsteinn segir að þegar bátar eins og Hringur voru gerðir út fyrir tíma kvótakerfisins hafi verið algengt að þeir væru með 900-1000 tonn af þorski á vetrarvertíðinni og 1800-2000 tonna ársafla og þótti ekkert tiltökumál. 16 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.