Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Síða 23

Ægir - 01.03.1996, Síða 23
um löndum, og að auki frá Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi. Megintilgangurinn með þinginu var að kanna stöðu þekkingar á fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs og vom fluttir þar alls ellefu fyrirlestrar um viðfangsefnið. Var þar bæði um aö ræða yfirlitsfyrirlestra um stöðu rannsókna í löndunum og fyr- irlestra um einstök viðfangsefni. Þátttak- endur voru sammála um að málþingið hefið tekist sem best varð á kosið og fræðilegur árangur farið fram úr björtustu vonum. í þinglok var afráðið að stofna formleg samtök, er annast skyldu ritun fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs frá mið- öldum og fram til okkar daga. Þótt orðið fiskveiðisaga (fisheries history) hafl verið notað í lokasamþykkt þingsins er starf samtakanna ekki einskorðað við sögu fiskveiða einna, heldur sögu sjávarútvegs í víðasta skilningi, þ.e. fisk-, hval-, sel- og fuglaveiða, fjöm-, strand- og bjargnytja, strandmenningar og sjávarhátta, hafrétt- armála og hafrannsókna og loks verslun- ar með sjávarafurðir. Samtökin, sem stofnuð vom í lok mál- þingsins í Vestmannaeyjum, hlutu nafn- ið North Atlantic Fisheries History Association (NAFHA). í stjóm þeirra vom kosnir: Jón Þ. Þór (íslandi) forseti, Poul Hoim (Danmörku) gjaldkeri, David J. Starkey (Bretlandi) ritari og meöstjórn- endur þeir Alf R. Nielsen (Noregi), Jóan Pauli Joensen (Færeyjum), Bertil Anders- son (Svíþjóð) og Jaap R. Bruijn (Hollandi). Ritstjórar fiskveiðisögunnar vom kosnir þeir Jón Þ. Þór, Poul Holm og David J. Starkey. Til að auðvelda og tryggja þátt íslendinga í verkefninu setti Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, á stofn Rannsóknasetur í sjávarútvegs- sögu og lagði því til sérstaka fjárveitingu. Á það að annast hinn íslenska hluta verksins og ritun fiskveiðisögu íslend- inga. Það er til húsa á Hafrannsókna- stofnun og veitir Jón Þ. Þór því forstöðu. Síðan málþinginu lauk hefur stjórn NAFHA unnið ötullega að undirbúningi verksins, sem mun verða í þrem megin- hlutum. Fyrsti hluti verður almenn fisk- veiðisaga Norður-Atlantshafs frá því um 1200 og fram undir 1980. í þessum hluta, sem veröur gefinn út á ensku, verða a.m.k. þrjú bindi og er reiknað með því að hvert þeirra verði 500-1000 blaðsíður að stærð, í svipuðu broti og „- Cambridge-sögurnar", sem margir kann- ast við. í öðrum hluta verða fiskveiðisögur einstakra þjóða. Sá hluti verður ritaður á þjóðtungunum og verður hverri þjóö í sjálfsvald sett hvernig hún stendur að verki og hve stór fiskveiðisaga hennar verður. Þriðji hlutinn er ritröð, þar sem birtar verða frumrannsóknir ýmiss kon- ar, ráðstefnufyrirlestrar og ritgerðir og ef til vill mikilsverðar heimildir, sem enn eru óútgefnar. Þessi ritröð hefur hlotið heitið Stiidia Atiantica og er fyrsta bindi hennar væntanlegt nú á vordögum. Það hefur að geyma fyrirlestra frá málþing- inu í Vestmannaeyjum. Fiskveiðisaga Norður-Atlantshafs er eitt stærsta aðþjóölega verkefni á sviði sagnfræðinnar, sem hleypt hefur verið af stokkunum um iangt skeið. Þeir, sem að því standa, þurfa vart að kvíða verkefna- skorti á næstunni. Viðfangsefnið hefur næsta lítt verið rannsakað fram til þessa, og þær rannsóknir, sem unnar hafa ver- ið eru flestar bundnar við einstök lönd, einstakar greinar sjávarútvegs, afmörkuð tímabil og í sumum tilvikum ákveðin land- eða hafsvæði. Samanburðarrann- sóknir hafa nánast engar verið unnar og samvinna fræðimanna hefur veriö ótrú- lega lítil þar til á allra síðustu árum. Eng- in þjóð við norðanvert Atlantshaf hefur fram til þessa látiö rita samfellda sjávar- útvegssögu, er taki yfir allt tímabilið, og víða eru mikilvægar frumheimildir lítt sem ekki kannaðar. Hér er því mikiö verk fyrir höndum og full þörf á sam- vinnu fræðimanna úr ýmsum vísinda- greinum. □ HRAÐASTÝRINGAR ' J 0,37-315 kW T. |f DÆLUR |™| FÆRIBÖND BLÁSARAR Málþing um fiskveiðisögu Norður-Atlantshafsins var haldið í Vestmannaeyjum sumarið 1995. Þingið sóttu sagnfræðingar frá íslandi, Noregi, Fœreyjum, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi. í lok málþingsins voru stofnuð samtökin North Atiantic Fisheries History Association og jón Þ. Þór, höfundur greinarinnar, kjörinn fyrsti forseti þeirra. Myndin frá Vestmannaeyjum erfrá 1923. ÆGIR 23

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.