Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1996, Qupperneq 22

Ægir - 01.03.1996, Qupperneq 22
Fiskveiðasaga Norður-Atlantshafs Jón Þ. Þór „Föðurland vort hálft er hafið," segir í þekktum islenskum sálmi, og lýsa þau orð betur en flest ann- að því hlutverki, sem hafið hefur um aldaraðir gegnt í lífi þjóðanna við norðanvert Atlantshaf. Eyþjóð- unum, íslendingum og Færeying- A miðöldum, nánar tiltekið frá því á ofanverðri 8. öld og fram á þá 15., var Norður-Atlantshaf óskorað áhrifasvæði norrænna manna, eins konar mare nostr- um norrænna þjóða. Víkingar urðu fyrst- ir til að sigla yfir hafið frá Noregi og Danmörku til Bretlandseyja, Hjaltlands, Orkneyja, Færeyja, íslands, Grænlands og loks alla leið til Norður-Ameríku. Á Færeyjum, íslandi og Grænlandi námu þeir lönd, og hvar sem þeir fóru, fluttu þeir með sér menningu sína og höfðu djúpstæð áhrif á þær þjóöir, sem þeir heimsóttu og settust að hjá. Má enn glöggt greina norræn menningaráhrif - arfleifð víkingaaldar - víða á norðan- verðum Bretlandseyjum. Þegar kom fram á 15. öld, tóku aðrar þjóðir, einkum Bretar, að keppa við nor- rænar þjóðir um áhrifavaldið á Norður- Atlantshafi og svo fór, að veldi hinna síðarnefndu varð ekki jafn óskorað og áður. Lengi eimdi þó eftir af fornri frægð og á 16., 17. og 18. öld litu Danir með nokkru stolti á Norður-Atlantshaf sem danskt hafsvæði og kölluðu konungshaf - „kongens stromme". Var það að sínu leyti réttnefni, enda heyrðu þá öll lönd norðan Hjaltlands og Orkneyja, frá Nor- egi í austri til Grænlands í vestri, undir dönsku krúnuna. í sögulegum skilningi geta þjóðirnar, sem búa við norðanvert Atlantshafið, allt frá Bretaníuskaga í suðri, til Finn- um, var hafið í senn örlagavaldur og gnægtabúr, sem þær byggðu að verulegu leyti á afkomu sína. Öðrum þjóðum var hafið mikils- verð auðlind, matarkista, og öllum þjóðum, er lönd hafa átt að Norð- ur-Atlantshafi, hefur það verið líf- æð samgangna og viðskipta og þjóðbraut menningarstrauma. merkur og íslands í norðri, og síðan vestur um haf til Ameríku, litið á haf- svæðið, sem nú gengur almennt undir nafninu Norður-Atlantshaf, sem sameig- inlega auðlind. Þá auðlind hafa þjóðirn- ar nýtt sameiginlega um aldir. Allar stunduðu þær fiskveiðar á árabátum með ströndum fram og frá upphafi 15. aidar, og allt fram á okkar daga, hafa þær sótt björg að ströndum hverrar annarr- ar, er að hefur kreppt á heimamiðum. Veiðitækni þeirra allra var svipuð, með sjómönnum og kaupmönnum bárust þekking og margvísleg menningaráhrif landa á milli, verslun og viðskipti vom oft lífleg, og var þá oftar en ekki skipt á sjávarafurðum og jarðávexti hvers kon- ar. Allt varð þetta til þess að traust sam- skipti tókust á miiii þjóðanna og úr deiglunni spratt fyrirbæri, sem ef til vill má kalla norður-evrópska sjávar- eða strandmenningu. Hún er í eðli sínu al- þýðleg, harla ólík trúar- og hástéttar- menningu meginlandsþjóða, og á, að verulegu leyti, rætur í hafinu, líftaug- inni, sem öldum saman hefur tengt þjóðirnar órjúfandi böndum. Af nýtingu sjávarauðlinda í noröan- verðu Norður-Atlantshafi er mikil saga, sem þó hefur hvorki verið rannsökuð né sögð nema að litlu leyti fram til þessa. Sjávarútvegssagan er sennilega vanrækt- asta sviðið í sögu Norður-Evrópuþjóða Jón Þ. Þór sagnfrœðingur. og má það kallast með nokkrum ólík- indum, ekki síst þegar þess er gætt, hve miklum tíma, fé og fyrirhöfn hefur verið varið til aö kanna og segja frá ýmsum öðrum þáttum sögunnar; þáttum, sem þó hafa skipt miklu minna máli fyrir af- komu þjóðanna og daglegt líf þeirra. Fer hér sem oftar, að meira segir af stríðinu en friðnum og sennilega hefur fræði- mönnum, sem til skamms tíma áttu flestir uppmna sinn meðal hástéttarfólks og borgara, þótt líf og önn fólksins við sjávarsíðuna lítt frásagnarvert. Um það lék enginn ljómi, hetjudáðir á hafi úti höfðuöu lítið til makráðra höfðingja og fáir urðu með skjótum hætti fullríkir af sjávarútvegi. Á undanförnum árum hefur áhugi sagnfræðinga á sjávarsögu (maritime history) farið mjög vaxandi, en með sjávarsögu er átt við alla þá sögu, sem hafinu og athöfnum manna þar tengist. í flestum löndum Norður-Evrópu hafa fræðimenn tekið að sinna fiskveiðisögu í æ ríkara mæli, og á það ekki síst við um norræna sagnfræðinga. Árið 1994 veitti Norræni menningarsjóðurinn hópi sagnfræðinga frá íslandi, Noregi, Færeyj- um og Danmörku myndarlegan styrk til þess að efna til málþings um fiskveiði- sögu Norður-Atlantshafs. Það var haldið í Vestmanneyjum sumarið 1995 og var til þess boðið sagnfræðingum og sagn- fræðistúdentum frá áðurnefndum fjór- 22 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.