Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1996, Side 7

Ægir - 01.03.1996, Side 7
Stærsta fiskiskip sem skráð hefur verið á íslandi Risatogarinn Heinaste var nýlega settur inn á íslenska skipaskrá og heitir nú Heinaste HF 1 og er meö skipaskrárnúmerið 2263. Eigandi skipsins er skráð Eyvík ehf. en það er í eigu Sjólaskipa hf. í Hafnarfiröi sem hafa gert skip- ib út síðan í mars 1995. Markmiðiö með því Heinaste HF 1 er stcersta fiskiskip sem nokkru sinni hefur verið skráð á íslandi. að skrá skipiö á íslandi var ab gera því kleift að frysta loönu í Hafnarfjarðarhöfn á loönu- vertíðinni en aöeins skip skráð á íslandi mega vinna fiskafurðir innan lögsögunnar. Heinaste er stærsta fiskiskip sem hefur ver- ið skráð á íslandi og munar talsvert miklu á því og næsta. Heinaste er smíðað í Stralsund í Austur-Þýskalandi árið 1990. Það er 120,4 metrar á lengd en 19 metrar á breidd. Dýpt frá togþilfari er 12,27 metrar en þrjú þilför eru í skipinu. Heinaste er skráð 7.765 BT eða 4.120 brl. Það er knúb af tveimur aðalvélum af gerð- inni SKL sem hvor er 3.600 hestöfl. Ljósavélar eru tvær, samtals 2400 hestöfl. Til samanburðar má geta þess ab Guðbjörg ÍS sem var fyrir eitt stærsta fiskiskip á skrá er 1.225 brl. og 49,86 m á lengd. Heinaste hefur einkum verið á úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg en það getur fryst um 60 tonn af fiski á sólarhring og í lestinni er pláss fyrir 1200 til 1400 tonn af frystum af- urðum. Fiskmjölsverksmiðja um borb getur brætt mjöl úr 50 tonnum af úrgangi á sólar- hring. Um borð í Heinaste eru íbúðir fyrir 116 manna áhöfn. F I S K U R ANAÐARINS ' Fiskur mánaðarins er hrognkelsi eba Cydopterus lumpus, af hrognkelsa- ætt, en karldýrið, sem er rauðmagi, er í hugum margra sannur vorboði. Kvendýrið er grásleppa og er hún oftast 35-55 cm en getur orbib 60 cm. Hún er mun stærri en karlinn en stærstu rauðmagar eru 40 cm. Heimkynni hrogn- kelsis eru í Barentshafi, Hvítahafi og Norður- Atlantshafi suður til Portúgals. Hrognkelsið er allt í kringum ísland en það er göngufiskur sem heldur sig Grásleppa " úti á reginhafi en hrygnir á grunn- miðum á vorin. Hrognkelsin sækja á sömu slóðir og þau ólust upp á og hrygna á 0-40 metra dýpi. Hængurinn gætir hrognanna sem eru 80-150 þúsund, fremur stór eða 2,5 mm í þvermál og eru eftirsótt lostæti. Rauðmaginn er veiddur til átu en úr grásleppunni eru hrognin hirt og eru verðmæt útflutningsvara. Há- karlar og selir éta mikið af hrognkelsum og þau eru aðalfæða búrhvala. Heimild: íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson. RÆKJUSTRÍÐ í MEXÍKÓ Rauðmagi Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir ætii að setja innflutningsbann á rækju frá Mexíkó. Astæðan fyrir fyrirhuguðu banni er sú að mexíkósk- ir útgerðarmenn geta ekki sýnt fram á að veiðar þeirra á rækju stefni ekki sæskjaldbökum í hættu en sæskjaldbökur eru taldar í útrýmingar- hættu og umhverfisverndarsamtök í Bandaríkjunum telja rækjuveiðar Mexíkana stærstu ógnina við þær. Mexíkóskir útgerðarmenn eru æfir vegna þessa máls og telja fyrirhugað bann afar ósanngjarnt og byggt á hæpnum vísindalegum grunni. Verði ekki hægt að sýna fram á að veið- arnar séu skjaldbökunum óskaðlegar verður lokað fyrir innflutninginn í maí nk. Á síðasta ári veiddu Mexíkómenn 65 þúsund tonn af rækju og var út- flutningsverðmæti aflans um 12 milljarðar íslenskra króna en 80% afl- ans voru flutt út til Bandaríkjanna svo augljóslega eru hér miklir hags- munir í húfi fyrir Mexíkómenn. (Fiskaren. febrúar 1996) ÆGIR 7

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.