Ægir - 01.09.1996, Side 2
OLÍS:
Sótthreinsað um
leið og þvegið er
„Það er orðin sérstök atvinnugrein um allan heirn að kunna að halda
matvælafyrirtækjum hreinum. Enda skiptir hreinlæti miklu máli í mat-
vælaiðnaði. Til að mæta þörfum eigenda frystihúsa erum við farnir að
selja nýjan og fullkominn hreinsibúnað. Búnað sem stenst erlenda
staðla og hefur fengið ísó 9002 gæðavottun," segir Almar Eiríksson
forstöðumaður Iðnaðarvörudeildar Olís.
Iðnaðarvörudeildinni var komið á
laggirnar um síðustu áramót, hún byggir
raunar á gömlum merg því allar götur frá
1985 hefur Olís selt ýmiss konar hreinsi-
efni til notkunar í iðnaði auk ýmislegs
annars, svo sem pappírsstanda sem
skammta pappír.
„Olís býður upp á HACCAP-gæða-
kerfi. Þar geta stjórnendur fyrirtækja
keypt á einu bretti kerfi sem byggir á
fjórum þáttum, þekkingu, þjónustu,
hreinsiefnum og áhöldum.
Við hjá Olís höfum boðist til að fara í
fyrirtæki og skoða hvort nógu vel sé þrif-
ið. Það gerum við með tæki sem heitir
BioOrbit. Tækið mælir prótein á yfir-
borði hluta og skilar niðurstöðum á um
tveimur mínútum. Þó að allt sýnist
hreint við fyrstu sýn er ekki þar með sagt
að svo sé, ákveðnir staðir eru oft gróðra-
stíur fyrir gerla. Eftir fyrstu heimsókn
gerum við tillögur um úrbætur um
hvernig hægt sé að þrífa betur, að mán-
uði liðnum komum við aftur í heimsókn
og tökum ný sýni og þá kemur í ljós
hvernig tekist hefur til," segir Almar.
VS þjónustan hefur í samvinnu við
Olís hannað kerfi sem kallast IceCat.
Kerfið byggir á íslenskri hönnun og er
framleitt hér á landi. Þetta er eina þvotta-
kerfið á markaðnum sem felur í sér há-
þrýstiþvott, kvoðu og sótthreinsun.
„Erlendir kaupendur vilja að fylltsta
hreinlætis sé gætt við framleiðsluna. Þeir
sem flytja unninn fisk til ríkja Evrópu-
sambandsins verða að uppfylla ákveðnar
kröfur um gæði og hreinlæti við vinnsl-
una. IceCat-hreinsikerfið er nýlega kom-
ið á markaðinn, og sala á því lofar góðu.
Olís hefur boðið stjórnendum fyrirtækja
að senda starfsfólk á námskeið þar sem
því er kennt allt það er viðkemur
hreinsikerfinu. Öll fiskvinnsluhús hafa
sérstakan þvottahóp sem sér um að þrífa
húsin eftir að vinnu lýkur á daginn.
Þessu fólki bjóðum við á námskeið, þar
sem því er kennt að nota þvottakerfið.
Viðtökurnar hafa verið prýðilegar, það
má segja að þær hafi farið fram úr björt-
ustu vonum okkar."
Hróður IceCap hefur borist víðar því
eigendur frystihúsa í Hollandi hafa sýnt
því áhuga. Olís er komið í samvinnu við
þarlent fyrirtæki um að koma kerfinu á
markað í Hollandi og víðar í Evrópu.
IceCap verður til sýnis á sjávarútvegs-
sýningu i Hollandi í september.
„Kerfið er einfalt í notkun, það sér
um að blanda hreinsiefnin í réttum
hlutföllum, á þann hátt verður nýting-
in á þeim hundrað prósent. Hreinsiefn-
unum er sprautað á veggi, gólf og á-
höld, að því loknu eru þau skoluð af
með vatni. í samvinnu við fyrirtækið
Tæknival hefur verið þróað sérstakt
tölvuforrit. Það er því hægt að sjá ná-
kvæmlega hversu mikið fer af hreinsi-
efnum í fyrirtækinu.
Það er ekki svo mjög kostnaðarsamt
að koma upp IceCat hreinsikerfi. Kerfin
eru að vísu misviðamikil, þau ódýrustu
kosta 350 þúsund krónur svo er hægt
að kaupa kerfi sem kosta allt að 10
milljónir króna. Á móti kemur að
kostnaður við sápu lækkar um meira en
fjórðung. í hvert skipti sem húsið er
hreinsað er það sótthreinsað í leiðinni
en það er ekki hægt með þeim kerfum
sem voru á markaðnum" segir Almar.
- En er ekki olíufélag komið nokkuð
langt út fyrir upphafleg markmið þegar
það er farið að selja hreinsikerfi?
„Þetta er spurningin um að staðna.
Olíumarkaðurinn er í ákveðnu jafnvægi.
Við viljum halda áfram að byggja upp
fyrirtækið. Við þekkjum þarfir sjávarút-
vegsins vel, höfum unnið með fólki í
greininni í fjölda ára. Það var því í raun
engin spurning um að halda áfram að
þjóna sjávarútveginum bara á annan
hátt en við höfum gert áður," segir Al-
mar Eiríksson. □
2 ÆGIR