Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 2

Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 2
OLÍS: Sótthreinsað um leið og þvegið er „Það er orðin sérstök atvinnugrein um allan heirn að kunna að halda matvælafyrirtækjum hreinum. Enda skiptir hreinlæti miklu máli í mat- vælaiðnaði. Til að mæta þörfum eigenda frystihúsa erum við farnir að selja nýjan og fullkominn hreinsibúnað. Búnað sem stenst erlenda staðla og hefur fengið ísó 9002 gæðavottun," segir Almar Eiríksson forstöðumaður Iðnaðarvörudeildar Olís. Iðnaðarvörudeildinni var komið á laggirnar um síðustu áramót, hún byggir raunar á gömlum merg því allar götur frá 1985 hefur Olís selt ýmiss konar hreinsi- efni til notkunar í iðnaði auk ýmislegs annars, svo sem pappírsstanda sem skammta pappír. „Olís býður upp á HACCAP-gæða- kerfi. Þar geta stjórnendur fyrirtækja keypt á einu bretti kerfi sem byggir á fjórum þáttum, þekkingu, þjónustu, hreinsiefnum og áhöldum. Við hjá Olís höfum boðist til að fara í fyrirtæki og skoða hvort nógu vel sé þrif- ið. Það gerum við með tæki sem heitir BioOrbit. Tækið mælir prótein á yfir- borði hluta og skilar niðurstöðum á um tveimur mínútum. Þó að allt sýnist hreint við fyrstu sýn er ekki þar með sagt að svo sé, ákveðnir staðir eru oft gróðra- stíur fyrir gerla. Eftir fyrstu heimsókn gerum við tillögur um úrbætur um hvernig hægt sé að þrífa betur, að mán- uði liðnum komum við aftur í heimsókn og tökum ný sýni og þá kemur í ljós hvernig tekist hefur til," segir Almar. VS þjónustan hefur í samvinnu við Olís hannað kerfi sem kallast IceCat. Kerfið byggir á íslenskri hönnun og er framleitt hér á landi. Þetta er eina þvotta- kerfið á markaðnum sem felur í sér há- þrýstiþvott, kvoðu og sótthreinsun. „Erlendir kaupendur vilja að fylltsta hreinlætis sé gætt við framleiðsluna. Þeir sem flytja unninn fisk til ríkja Evrópu- sambandsins verða að uppfylla ákveðnar kröfur um gæði og hreinlæti við vinnsl- una. IceCat-hreinsikerfið er nýlega kom- ið á markaðinn, og sala á því lofar góðu. Olís hefur boðið stjórnendum fyrirtækja að senda starfsfólk á námskeið þar sem því er kennt allt það er viðkemur hreinsikerfinu. Öll fiskvinnsluhús hafa sérstakan þvottahóp sem sér um að þrífa húsin eftir að vinnu lýkur á daginn. Þessu fólki bjóðum við á námskeið, þar sem því er kennt að nota þvottakerfið. Viðtökurnar hafa verið prýðilegar, það má segja að þær hafi farið fram úr björt- ustu vonum okkar." Hróður IceCap hefur borist víðar því eigendur frystihúsa í Hollandi hafa sýnt því áhuga. Olís er komið í samvinnu við þarlent fyrirtæki um að koma kerfinu á markað í Hollandi og víðar í Evrópu. IceCap verður til sýnis á sjávarútvegs- sýningu i Hollandi í september. „Kerfið er einfalt í notkun, það sér um að blanda hreinsiefnin í réttum hlutföllum, á þann hátt verður nýting- in á þeim hundrað prósent. Hreinsiefn- unum er sprautað á veggi, gólf og á- höld, að því loknu eru þau skoluð af með vatni. í samvinnu við fyrirtækið Tæknival hefur verið þróað sérstakt tölvuforrit. Það er því hægt að sjá ná- kvæmlega hversu mikið fer af hreinsi- efnum í fyrirtækinu. Það er ekki svo mjög kostnaðarsamt að koma upp IceCat hreinsikerfi. Kerfin eru að vísu misviðamikil, þau ódýrustu kosta 350 þúsund krónur svo er hægt að kaupa kerfi sem kosta allt að 10 milljónir króna. Á móti kemur að kostnaður við sápu lækkar um meira en fjórðung. í hvert skipti sem húsið er hreinsað er það sótthreinsað í leiðinni en það er ekki hægt með þeim kerfum sem voru á markaðnum" segir Almar. - En er ekki olíufélag komið nokkuð langt út fyrir upphafleg markmið þegar það er farið að selja hreinsikerfi? „Þetta er spurningin um að staðna. Olíumarkaðurinn er í ákveðnu jafnvægi. Við viljum halda áfram að byggja upp fyrirtækið. Við þekkjum þarfir sjávarút- vegsins vel, höfum unnið með fólki í greininni í fjölda ára. Það var því í raun engin spurning um að halda áfram að þjóna sjávarútveginum bara á annan hátt en við höfum gert áður," segir Al- mar Eiríksson. □ 2 ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.