Ægir - 01.09.1996, Side 6
Brimrún
Stafrænt sjötta skilningarvit
„Okkar aðalsmerki á þessari sjávarútvegssýningu verða auðvitað tæk-
in frá Furuno og við munum leggja megináherslu á sónartæki," sagði
Jón Steinar Arnason sölustjóri Brimrúnar í samtali við Ægi. Bás Brim-
rúnar mun eflaust vekja nokkra athygli en hann verður í anddyrinu á
stjórnborða eins og Jón Steinar orðaði það. Ætlun Brimrúnarmanna
er að koma fyrir heilum botnbúnaði af fullvöxnum sónar fyrir í básnum
svo mönnum gefist kostur á að sjá með eigin augum hve sterkbyggt og
öflugt það er en slíkt stykki fyrir stærstu gerð af sónar vegur 1.4 tonn.
i
c
Björn Árnason fram-
kvæmdastjóri og Jón Steinar
Árnason sölustjóri hjá
Brimrún.
„Sónartækin frá Furuno verða stöðugt
fullkomnari. Það segja sumir skipstjórar
að nótaveiðarnar séu engin fyrirhöfn eftir
að þeir fengu sér nýjan Furuno-sónar.
Flægt er að skoða torfurnar með mun
meiri nákvæmni en áður hefur verið
mögulegt. Það er hægt að merkja torfuna
og sjá hve hratt hún gengur, hve djúpt
hún stendur og hve stór hún er. Það er ó-
skaplega þægilegt fyrir skip sem e.t.v.
vantar tiltekin skammt, 300 eða 400
tonn, í bræðsluna að geta valið torfu af
réttri stærð."
Jón Steinar segir að óhætt sé að kalla
tækið nokkurs konar stafrænt sjötta skiln-
ingarvit en það orð hefur lengi fylgt nóta-
skipstjórum að þeir þurfi að hafa sjötta
skilningarvitið til þess að geta fiskað.
Einnig mun Brimrún kynna radara og
fleira frá Furuno og tæki frá
Thrane&Thrane sem er danskur framleið-
andi.
Brimrún hefur einnig umboð fyrir
Skanti fjarskiptatæki frá Danmörku. Á
sýningunni verða kynntir tækjabankar
fyrir skip sem uppfylla kröfur hins svo-
kallaða GMDSS-kerfis en sú skammstöfun
stendur fyrir Global Maritime Distress
Safety System. Hafsvæðum heimsins er
skipt í fjóra flokka sem merktir eru A-1 til
A-4 og skipin raðast í flokka eftir því hve
langt frá landi þau stunda veiðar. Flestir
íslensku togaranna sem fara í úthafið falla
þannig undir A-3. ísland er aðili að sam-
komulagi sem kveður á um að slík tæki
skuli komin í öll skip fyrir 1. febrúar
1999.
„Þessi þróun er að fara af stað og í dag
held ég að séu tvö skip í flotanum sem
uppfylla skilyrðin. Þeir hjá Skanti bjóða
mjög fullkomnar lausnir á þessu sviði eins
og fleiri sem framleiða fjarskiptatæki. Við
munum kynna þessi öryggis- og fjar-
skiptakerfi því nú verða íslenskir útgerð-
armenn að fara að drífa sig og uppfylla
þessi skilyrði.
Þetta samanstendur af stuttbylgjutal-
stöð, tölvu, prentara og lyklaborði, allt
með starfrænu Selective Calling kerfi og
Standard C gervitunglatelex með prent-
ara og svo VHF-talstöð. Þú átt að geta tal-
að um allan heim á 400 til 500 watta stöð
ef skilyrðin eru góð."
Skipin tvö sem eru komin með
GMDSS-tækjabanka frá Skanti eru jafn-
framt þau nýjustu í flotanum, annars veg-
ar Helga RE sem er nýjasta nýsmíðin í
fiskiskipaflotanum og Brúarfoss sem er
nýjasta nýsmíðin í kaupskipaflotanum.
Brimrún sá um öll siglinga- og raftæki í
nýju Helgunni og vöktu þeir viðskipta-
hættir nokkra athygli.
„Þessu fylgja mjög margir kostir fyrir
kaupandann. Hann fær góð kjör í krafti
magnviðskipta, hann skiptir við einn
heildsala og á samskipti við eina og sömu
viðhaldsþjónustuna ef eitthvað kemur
upp á. Við eru stoltir af því að nýja skipið
skuli vera með Furuno brú, eins og sagt
er, því öll siglinga- og fiskileitartæki eru
frá Furuno en ég er sannfærður um að
fleiri útgerðarmenn munu nýta sér þessa
viðskiptahætti hvort sem um er að ræða
nýsmíði eða endurnýjun," sagði Björn
Árnason framkvæmdastjóri hjá Brimrúnu
í samtali við Ægi.
„En svona sýning snýst ekki bara um
viðskipti. Þarna treysta menn gömul og
ný vináttubönd sem liggja bæði milli
stéttarbræðra, viðskiptavina og keppi-
nauta. Sýning eins og þessi hefur því mik-
ið félagslegt gildi og mér sýnist flest
benda til þess að þessi verði betri en flest-
ar hinar að því leyti."
Jón Steinar kann góða sögu af tengsl-
um milli manna en hann fylgdist með á
söluráðstefnu á Hótel Loftleiðum fyrir
nokkrum árum.
„Þarna voru margir skipstjórar sem
mikið höfðu spjallað saman gegnum tal-
stöðina, e.t.v. árum saman, en sjaldan
sést. Þegar einhver kom inn þá var hon-
um ekki heilsað fyrr en hann sagði eitt-
hvað því menn þekktust ekki á útlitinu
heldur á röddinni." □
6 ÆGIR