Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Síða 6

Ægir - 01.09.1996, Síða 6
Brimrún Stafrænt sjötta skilningarvit „Okkar aðalsmerki á þessari sjávarútvegssýningu verða auðvitað tæk- in frá Furuno og við munum leggja megináherslu á sónartæki," sagði Jón Steinar Arnason sölustjóri Brimrúnar í samtali við Ægi. Bás Brim- rúnar mun eflaust vekja nokkra athygli en hann verður í anddyrinu á stjórnborða eins og Jón Steinar orðaði það. Ætlun Brimrúnarmanna er að koma fyrir heilum botnbúnaði af fullvöxnum sónar fyrir í básnum svo mönnum gefist kostur á að sjá með eigin augum hve sterkbyggt og öflugt það er en slíkt stykki fyrir stærstu gerð af sónar vegur 1.4 tonn. i c Björn Árnason fram- kvæmdastjóri og Jón Steinar Árnason sölustjóri hjá Brimrún. „Sónartækin frá Furuno verða stöðugt fullkomnari. Það segja sumir skipstjórar að nótaveiðarnar séu engin fyrirhöfn eftir að þeir fengu sér nýjan Furuno-sónar. Flægt er að skoða torfurnar með mun meiri nákvæmni en áður hefur verið mögulegt. Það er hægt að merkja torfuna og sjá hve hratt hún gengur, hve djúpt hún stendur og hve stór hún er. Það er ó- skaplega þægilegt fyrir skip sem e.t.v. vantar tiltekin skammt, 300 eða 400 tonn, í bræðsluna að geta valið torfu af réttri stærð." Jón Steinar segir að óhætt sé að kalla tækið nokkurs konar stafrænt sjötta skiln- ingarvit en það orð hefur lengi fylgt nóta- skipstjórum að þeir þurfi að hafa sjötta skilningarvitið til þess að geta fiskað. Einnig mun Brimrún kynna radara og fleira frá Furuno og tæki frá Thrane&Thrane sem er danskur framleið- andi. Brimrún hefur einnig umboð fyrir Skanti fjarskiptatæki frá Danmörku. Á sýningunni verða kynntir tækjabankar fyrir skip sem uppfylla kröfur hins svo- kallaða GMDSS-kerfis en sú skammstöfun stendur fyrir Global Maritime Distress Safety System. Hafsvæðum heimsins er skipt í fjóra flokka sem merktir eru A-1 til A-4 og skipin raðast í flokka eftir því hve langt frá landi þau stunda veiðar. Flestir íslensku togaranna sem fara í úthafið falla þannig undir A-3. ísland er aðili að sam- komulagi sem kveður á um að slík tæki skuli komin í öll skip fyrir 1. febrúar 1999. „Þessi þróun er að fara af stað og í dag held ég að séu tvö skip í flotanum sem uppfylla skilyrðin. Þeir hjá Skanti bjóða mjög fullkomnar lausnir á þessu sviði eins og fleiri sem framleiða fjarskiptatæki. Við munum kynna þessi öryggis- og fjar- skiptakerfi því nú verða íslenskir útgerð- armenn að fara að drífa sig og uppfylla þessi skilyrði. Þetta samanstendur af stuttbylgjutal- stöð, tölvu, prentara og lyklaborði, allt með starfrænu Selective Calling kerfi og Standard C gervitunglatelex með prent- ara og svo VHF-talstöð. Þú átt að geta tal- að um allan heim á 400 til 500 watta stöð ef skilyrðin eru góð." Skipin tvö sem eru komin með GMDSS-tækjabanka frá Skanti eru jafn- framt þau nýjustu í flotanum, annars veg- ar Helga RE sem er nýjasta nýsmíðin í fiskiskipaflotanum og Brúarfoss sem er nýjasta nýsmíðin í kaupskipaflotanum. Brimrún sá um öll siglinga- og raftæki í nýju Helgunni og vöktu þeir viðskipta- hættir nokkra athygli. „Þessu fylgja mjög margir kostir fyrir kaupandann. Hann fær góð kjör í krafti magnviðskipta, hann skiptir við einn heildsala og á samskipti við eina og sömu viðhaldsþjónustuna ef eitthvað kemur upp á. Við eru stoltir af því að nýja skipið skuli vera með Furuno brú, eins og sagt er, því öll siglinga- og fiskileitartæki eru frá Furuno en ég er sannfærður um að fleiri útgerðarmenn munu nýta sér þessa viðskiptahætti hvort sem um er að ræða nýsmíði eða endurnýjun," sagði Björn Árnason framkvæmdastjóri hjá Brimrúnu í samtali við Ægi. „En svona sýning snýst ekki bara um viðskipti. Þarna treysta menn gömul og ný vináttubönd sem liggja bæði milli stéttarbræðra, viðskiptavina og keppi- nauta. Sýning eins og þessi hefur því mik- ið félagslegt gildi og mér sýnist flest benda til þess að þessi verði betri en flest- ar hinar að því leyti." Jón Steinar kann góða sögu af tengsl- um milli manna en hann fylgdist með á söluráðstefnu á Hótel Loftleiðum fyrir nokkrum árum. „Þarna voru margir skipstjórar sem mikið höfðu spjallað saman gegnum tal- stöðina, e.t.v. árum saman, en sjaldan sést. Þegar einhver kom inn þá var hon- um ekki heilsað fyrr en hann sagði eitt- hvað því menn þekktust ekki á útlitinu heldur á röddinni." □ 6 ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.