Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Síða 12

Ægir - 01.09.1996, Síða 12
Hf. Eimskipafélag íslands: Nýtt gámaskipog nýtt siglingakerf i „I dag leitast Eimskip við að veita sem besta alhliða flutningaþjónustu og aðra þjónustu, sem henni tengist," sagði Þórður Sverrisson fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips í viðtali við Ægi. Hann upplýsti okkur um nokkrar helstu nýjungar í rekstri fyrirtækisins, sem tengj- ast útflytjendum og þeim sem starfa í sjávarútvegi. „í ágúst sl. kom nýtt siglingakerfi Eimskips að fullu til framkvæmda, þeg- ar siglingar á Norðurleið og Suðurleið hófust. í janúar sl. hófust siglingar á Strandleið beint frá þremur höfnum á landsbyggðinni til Evrópu. Samhliða nýju siglingakerfi voru gerðar breyting- ar á skipastól Eimskips og fékk félagið afhent nýtt skip í júní sl. Heitir það Brú- arfoss og er stærsta gámaskipið í eigu fé- lagsins. Þetta kerfi er fyrst og fremst byggt upp með þarfir útflytjenda í huga og helst þeirra, sem eru á landsbyggðinni. Kerfið miðar að því að stytta flutnings- tíma frá íslandi til markaða erlendis. Við náum því að stytta flutningstím- ann úr átta til tólf dögum og niður í fjóra til sjö daga. Einnig hefur Eimskip fjölgað ferðum til markaða í Evrópu úr tveimur brottförum frá landinu í þrjár í viku hverri. Þarna fylgir Eimskip breyttum kröf- um, sem gerðar eru til viðskiptavina okkar, sem sífellt verða að afgreiða af- urðir til markaða erlendis með skemmri fyrirvara. Nú er einnig gjarnan afgreitt í smærri sendingum en áður og afurðirn- ar þarf oft að afhenda lengra inni á meginland Evrópu en áður tíðkaðist. Af sömu ástæðum bjóðum við upp á að flytja smærri sendingar en áður af frysti- vörum í hlutasendingum en ekki aðeins í heilum gámum. Eimskip er stöðugt að auka þjónustu- net okkar varðandi frystigeymsluþjón- ustu, dreifingarþjónustu fyrir frystivömr eða saltfisk og aðrar útflutningsvörur. Við sækjum vöruna hér heima til við- Þórður Sverrisson framkvœmdastjóra flutri- ingasviðs Eimskips. skiptavina ef þess er óskað, geymum hana hér, flytjum hana út, geymum hana jafnvel í geymslum erlendis og flytjum hana síðan til kaupenda erlend- is. Þessa þjónustu nýta útflytjendur sér þegar í miklum mæli. Ég tel vafalaust að þar verði enn aukning á þegar menn kynnast hinu nýja siglingakerfi Eim- skips betur. Fyrir um það bil einu ári byggðum við og tókum í notkun mjög fullkomna frystigeymslu í Sundahöfn. í heild er byggingin 3000 fermetrar, með 1700 fermetra frystiklefa. Við hönnun klefans var lögð sérstök áhersla á öryggi og gæði við alla meðhöndlun vörunnar. Hann er útbúinn nútíma tæknibúnaði og tölvustýrðri geymslu- og kælitækni. Þarna fer öll vörumeðhöndlun fram í 1000 fermetra lokuðu forrými fyrir framan frystiklefann. Eimskip býður viðskiptavinum sínum upp á sérhann- aða skoðunarklefa fyrir frystar sjávaraf- urðir og auk þess er þarna sérstök skrif- stofuaðstaða viðskiptavinum okkar til notkunar. Auk þess er fyrirtækið með frystigeymslu í Hafnarfirði með á ann- að þúsund tonna rými. Þar er einnig góð þjónustumiðstöð fyrir viðskiptavini svo sem fyrir útgerðarmenn frystitogara sem þar landa. Fyrr á þessu ári komum við upp bættri og stærri kæliaðstöðu í Sunda- höfn. Við vorum með eina kæligeymslu fyrir blautfisk en nú eru þær tvær fyrir blautfisk og auk þess er ein kæligeymsla fyrir þurrfisk. Þetta eru geymslur sem rúma vel á annað þúsund tonn. Með þessu erum við að þjóna breyttum og auknum kröfum kaupenda og neytenda íslensks saltfisks erlendis. í Hafnarfirði erum við með góða að- stöðu til löndunar úr frystitogurum og reyndar líka í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Við önnumst lönd- um úr á annað hundrað frystitogara í Hafnarfirði á ári hverju. Erlendir aðilar hafa nýtt sér þessa þjónustu í vaxandi mæli. Eimskip hefur verið með siglingar á Nýfundnaland í sex ár. í byrjun var þetta fyrst og fremst hugsað fyrir flutn- inga frá landinu til Evrópu og til baka. Síðan hafa rækjuveiðarnar á Flæmska hattinum breytt þessu þannig, að nú erum með mikla flutninga fyrir íslenska togara og annara þjóða líka, sem þar em á veiðum", sagði Þórður Sverrisson að lokum. □ 12 ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.