Ægir - 01.09.1996, Side 14
Netasalan hí
Stöðugar framfarir
Netasalan hf. í Skútuvogi er tæplega 30 ára gamalt fyrirtæki sem hef-
ur lagt áherslu á að hafa á boðstólum gott úrval af veiðarfærum, eink-
um fyrir báta sem stunda veiðar með netum og línu.
Daníel Þórarinsson framkvœmdastjóri Netasölunnar.
Að sögn Daníels Þórarinssonar fram-
kvæmdastjóra Netasölunnar em stöðugt
að koma fram endurbætur eða nýjungar
í veiðarfærum. Við eru til dæmis að
sýna nýja gerð sigurnaglalínu, þrísnúið
flottóg, sem við köllum Þríflot, og höf-
uðlínuflot sem hlotið hefur nafnið
Drekaflot. Við kynnum einnig nýja að-
ferð við fellingu á netum og munum
bjóða upp á slíka þjónustu," segir hann.
Sterkari lína, en ekki sverari
„Það hafa orðið mikla framfarir í
línuveiðum og línubátar hafa á undan-
förnum árum verið að sækja meira á
djúpslóð. Til þess að stunda þessar veið-
ar með góðum árangri þarf sterka línu,
því víða er mikill straumur og erfiður
botninn. Þrír af leiðandi tógframleið-
endum í Noregi hafa sameinast um þró-
un og framleiðslu á slíkri línu sem við
kynnum nú í fyrsta sinn," segir Daníel.
„Fyrirtækin þrjú, Dyrkorn, Fosnavág
Fiskevegnfabrikk og Morenot, hafa
stofnað fyrirtækið DFM Longlining AS
sérstaklega í því skyni að þróa og mark-
aðssetja línuveiðarfæri. Þeir fara vel af
stað því nýja línan hefur marga áhuga-
verða kosti. Hún er framleidd úr
sterkara efni og þarf því ekki að vera
eins sver. Hún tekur á sig minni straum,
er léttari í drætti og tekur minna pláss
um borð. Ryðfrír sigurnagli gefur ekki
eftir því besta og svonefndir „stoppar-
ar" veikja ekki þessi línu, þeir eru sam-
skeytalausir og særa línuna ekki þegar
þeir eru settir á. Við eigum því von á að
línan hljóti góðar viðtökur."
Þríflot
Önnur nýjung sem Netasalan kynnir
er þrísnúið flottóg, þríflot, sem þegar
hefur fengist góð reynsla af, bæði hér
við land og í nágrannalöndunum. Tóg-
ið er framleitt í sverleikum frá 10 til 25
mm hjá Fosnavág Fiskevegnfabrikk. Það
er einkar þægilegt í notkun, sterkt en
þjált og meðfærilegt og selt á hagstæðu
verði.
Aukinn afli meö Drekaflotum
Drekaflotin nýta mótstöðuna í sjón-
um til að lyfta höfuðlínunni á trollinu.
Flotin hafa þegar verið reynd á yfir 20
íslenskum skipum með mjög góðum ár-
angri. Þau hafa hækkað höfuðlínuna
um allt að 30% og aukið aflann tölu-
vert.
Ný fellingaraðferð
Að sögn Daníels hefur í vaxandi
mæli verið óskað eftir felldum netum
hjá Netasölunni. „Við höfum reynt að
mæta þessari þörf og höfum nú tekið í
notkun sérhæfða saumavél til að auka
afköstin og bæta þjónustuna. Vélin
saumar möskvana fasta við teinana sem
geta verið allt að 20 mm í þvermál.
Þetta hentar því mjög vel á grásleppu-
net, kolanet og reyndar einnig þorsk- og
ýsunet."
Gott starfsfólk
Netasalan er ekki fjölmennt fyrirtæki
því þar starfa aðeins fimm manns, en
segja má að valinn maður sé í hverju
rúmi. „Gott starfslið er lykillinn að
góðri þjónustu. Til dæmis hafa sölu-
menn okkar yfirgripsmikla reynslu af
skipstjórn og útgerð og búa því yfir dýr-
mætri þekkingu sem við vonum að nýt-
ist viðskiptavinum okkar," segir Daníel
að lokum. □
14 ÆGIR