Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 28
J. Hinriksson ehf Toghlerar til tuttugu landa Óhætt er að segja að vélaverkstæðið J. Hinriksson sé fjölskyldufyrir- tæki með stórum staf. Jósafat Hinriksson sem stofnaði fyrirtækið árið 1963 veitir því enn forstöðu, og þar starfa með honum fjórir synir hans. Og ekki nóg með það, heldur hafa auk þess sex barnabarna Jósafats verið við störf í fyrirtækinu í sumar. Fyrirtækið þarf vart að kynna, því Poly- Ice toghlerar J. Hinrikssonar eru þekktir um allan heim, og varla er til það íslenskt fiskveiðiskip sem ekki er búið togblökk frá þeim. Fyrirtækið selur hlera til tuttugu landa, og er einn af þremur stærstu tog- hleraframleiðendum heims. Mest er flutt út til Færeyja, Noregs, Skotlands, Þýska- lands og Bandaríkjanna. Auk þess eru seldir hlerar meðal annars til Suður-Afr- íku, Namibíu, Ástralíu, Chile og Perú. Útlitið lítið breyst Toghlerarnir hafa verið í framleiðslu hjá J. Hinrikssyni í 28 ár. í upphafi voru hlerarnir úr stálplötum með tré á milli, og þá sem nú, sporöskjulaga. Viðnum fylgdi hins vegar mikið viðhald, og því fór fyrir- tækið fljótlega út í að þróa stálhlera sem hvort tveggja þoldu meira álag og voru viðhaldsminni. Merkilegt verður að teljast, að í raun hafa hlerarnir lítið breyst í útliti frá upp- hafi. Að sögn þeirra hjá J. Hinrikssyni hef- ur það sannað sig, bæði úti á sjó og með tilraunum í landi, að þetta ákveðna hlera- lag virðist einfaldlega vera besti kosturinn fyrir botnhlera. Hönnun hleranna hefur þó breyst mjög mikið í timans rás. Afstaða platna er orðin allt önnur, og ýmis smáat- riði öðruvísi útfærð, sem hefur gert þá spameytnari og endingarbetri. Mikið reynir á hlerana við íslenskar aðstæður, sem eru sérstaklega erfiðar. Sem dæmi má nefna að hleri sem endist í tvö ár hér, get- ur enst allt upp í tíu til fimmtán ár við einfaldari aðstæður. Nýir flothlerar reynast vel J. Hinriksson hefur tekið þátt í Sjávar- útvegssýningunni frá upphafi, og skipar sinn fasta sess í aðalsýningarsalnum. Bás fyrirtækisins var í fyrra settur upp sem lík- an af gömlum hjalli, þar sem uppistaðan voru ótal gamlir og fallegir munir úr einkasafni Jósafats Hinrikssonar. Ætlunin er að hafa svipaðan hátt á í ár, enda vakti bás þeirra mikla athygli í fyrra. Einnig verður fyrirtækið með útistand þar sem verður til sýnis stór flothleri og botnhleri. Atli jósafatsson markaðsstjóri hjá ]. Hin- rikssyni. Einn minni hleri verður til sýnis innan dyra, og kynntur verður Bosta togvír sem fyrirtækið er með umboð fyrir. Á útistandinum verður sýndur stór flothleri sem hefur verið hannaður í sam- vinnu við Háskólann og er nýr í fram- leiðslu hjá fyrirtækinu. Tveir spoilerar eru á hleranum til að auka straumflæði í gegnum hann, sem er byltingarkennd nýjung. Farið var með hlerann í prufut- ank með Hampiðjunni, og hann reyndur með Gloríurisatrollunum þeirra með góð- um árangri. Frá því í mars á þessu ári, þeg- ar J. Hinriksson kom fram með fyrsta parið af þessari tegund, hafa þeir selt um þrjátíu pör út um allan heim. Á hálfu ári eru hlerarnir komnir til allra heimshorna, allt frá Rússlandi og Noregi til Suður-Am- eríku og frá Ástraliu til Alaska. „Skverunarhæfni hleranna er það mik- il að menn eru að skipta niður, og fara niður um tvær, jafnvel þrjár stærðir í hler- um" segir Atli Már Jósafatsson sölustjóri. „Menn sem eru ef til vill að nota 12 fer- metra hlera, komast af með 9 fermetra hlera af þessari gerð. Með þessum breyt- ingum hjá okkur, og ákveðnum breyting- um sem Hampiðjan er að gera hjá sér, eru skip í dag að nota stærri troll en þau voru að nota í fyrrasumar. Bara vegna meiri hagkvæmni í trollinu sjálfu og í hlerun- um, sem eru orkusparandi." J. Hinriksson kemur einnig til með að kynna alveg nýja gerð botnhlera á sýning- unni. Gerðar voru tilraunir með þá fyrir stuttu, sem komu það vel út að forráða- menn fyrirtækisins segjast hafa fulla á- stæðu til bjartsýni um að mikið eigi eftir að seljast af þeim, og þá sérstaklega í rækjubáta. íslenska sýningin að taka yfir Þeir hjá J. Hinrikssyni segjast þurfa að hafa mikið fyrir því að markaðssetja framleiðslu sína. Markaðurinn hafi breyst töluvert á undanförnum 10-15 árum, og ekki dugi lengur að fara bara á eina stóra sýningu til að kynna sig eins og áður. Með bættum samgöngum og meiri samkeppni er komin fram sú krafa hjá viðskiptavinunum að fyrirtækin komi á þeirra heimaslóðir til að kynna vöruna. Þess má geta að sjávarútvegssýn- ingin í ár er 86. sýningin sem J. Hinriks- son tekur þátt í. Atli Már kveður ljósa punktinn í þess- ari þróun hins vegar vera þann að sýning- in hér á íslandi er að verða stærsta sýning- in á þessu markaðssvæði. Hann segir hana greinilega vera að taka yfir Kaupmanna- hafnarsýninguna hvað stærð og aðsókn varðar, og það komi sér vissulega vel fyrir innlend fyrirtæki sem vilji sækja á erlenda markaði. □ 28 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.