Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1996, Side 36

Ægir - 01.09.1996, Side 36
Landsbréf hf.: íslenskum fjársjóði vex fiskur um hrygg „Þó sjóðurinn hafi ekki enn starfað í heilt ár hefur vöxtur hans verið mjög góður og á fyrsta aðalfundinum var ákveðið að greiða hluthöfum 10% arð sem er hæsti arður sem íslenskur hlutabréfasjóður hefur greitt til þessa,“ sagði Kristján Guðmundsson forstöðumaður einstak- lingssviðs Landsbréfa í samtali við Ægi. íslenski fjársjóðurinn er nýr sérhæfð- ur og áhættudreifður hlutabréfasjóður Landsbréfa. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í hlutabréfum og beinir athygli sinni sér- staklega að fyrirtækjum sem eiga mikla vaxtarmöguleika og nánar tiltekið eink- um á sviði sjávarútvegs og tengdrar at- vinnustarfsemi. Landsbréf hf. eru rekstraraðili sjóðsins en það er dótturfyrirtæki Landsbanka ís- lands. Fyrirtækið hefur á að skipa sér- hæfðu starfsfólki á sviði verðbréfavið- skipta með mjög langa starfsreynslu og mikilvæga þekkingu á atvinnulífinu sem er nauðsynleg forsenda fyrir ábatasöm- um fjárfestingum. Það er markmið sjóðsins að festa að minnsta kosti helming af fé sjóðsins á hverjum tíma í vel reknum fyrirtækjum á sviði sjávarútvegs. Nafngift sjóðsins dregur dám af þeirri staðreynd að sjávar- útvegur og vinnsla eru undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar og fyrirsjáanlegt að hlutur þess muni áfram verða stór. Sérþekking og kraftur íslands á þessu sviði er sá fjársjóður sem hefur tryggt okkur góð lífskjör í samfélagi þjóðanna. Það getur verið mjög arðbært að fjár- festa í ungum fyrirtækjum sem eiga mikla vaxtarmöguleika og í nýjum at- vinnugreinum sem grundvallast á hug- viti og menntun felast tækifæri til að bæta lífskjör á íslandi. Greinar eins og ferðamannaþj ónusta, hugbúnaðarfram- leiðsla, matvælaframleiðsla og lyfjafram- leiðsla. Þetta er atvinnugreinar sem ís- lenski fjársjóðurinn mun fylgjast alveg sérstaklega vel með á næstu árum. Sjóðurinn er spennandi kostur fyrir þá sem vilja ná aukinni ávöxtun og sætta sig við sveiflur í hlutabréfaverði. „Þetta er ungur markaður og við höf- um séð miklar hækkanir að undanfömu, sérstaklega í sjávarútvegsfyrirtækjum sem eru á hlutabréfamarkaði. En það er á- hættusamt að fjárfesta í hlutabréfum og bregður til beggja vona. En í því felst einmitt aðdráttaraflið," sagði Kristján. Nú eru þær reglur í gildi að séu keypt hlutabréf fyrir áramót hvers árs getur það skilað kaupandanum afslætti á tekju- Kristján Guð- mundsson forstöðumaður einstaklings- sviðs Landsbréfa. skatti í ágúst árið eftir. Þessi afsláttur get- ur numið allt að 90 þúsund krónum og hefur verið mjög virkur hvati til fjárfest- inga. Kristján segir að nær 100% hluthafa í íslenska fjársjóðnum séu einstaklingar sem em að fjárfesta sparifé sitt eða hand- bært fé. Á fyrsta aðalfundinum sem haldinn var 14. júní í sumar, eftir aðeins sex starfsmánuði, hafði innra virði eigna sjóðsins hækkað um 49%, 1. ágúst nam hækkunin um 73% og Kristján giskaði á um miðjan ágúst að ávöxtunin væri orð- in um 80% frá upphafi. Hluthafar voru 713 í lok reikningsárs- ins og eignir sjóðsins námu 159 milljón- um króna. Hagnaður fyrstu sex mánað- anna nam 15,3 milljónum en sé horft til hækkunar hlutabréfa er afkoman 19 milljónum hærri en bókfærður hagnað- ur segir til um. Eftirtalin fyrirtæki eru þau 15 stærstu sem sjóðurinn hefur keypt hlutabréf í og sést vel á þessum lista sá ásetningur að taka þátt í þeirri velgengni sem íslenskur sjávarútvegur nýtur um þessar mundir. Haraldur Böðvarsson 39,7% íslenskar sjávarafurðir 33,3% Síldarvinnslan á Neskaupstað 32,6% Skagstrendingur 21,1% SR-mjöl 18,9% Grandi hf. 17,3% Hampiðjan 10,2% Þormóður rammi 8,8% Pharmaco 7,8% Útgerðarfélag Akureyringa 7,5% Borgey 7,2% Fiskiðjan Skagfirðingur 7,1% Hraðfrystihús Eskifjarðar 6,2% SÍF 5,7% Árnes 5,5% í sérstöku ráðgjafarráði, sem er stjórn sjóðsins innanhandar um fjárfestingar, sitja valinkunnir menn sem þekkja vel til í sjávarútveginum. Þetta eru þeir Einar Svansson framkvæmdastjóri á Húsavík, Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri Þor- bjarnar í Grindavík, Jón Þórðarson stjórnarformaður ÚA, Rúnar Sigurðsson forstjóri Tæknivals og Geir Gunn- laugsson framkvæmdastjóri Marels. „Þannig má segja að við séum bein- tengdir við atvinnugreinina, sem er mik- ilvægt, og sem betur fer fjölgar stöðugt þeim fyrirtækjum sem sjá hlutabréfa- markaðinn sem leið til að afla sér fjár- magns. Þannig vex okkur fiskur um hrygg með hverjum degi, " sagði Kristján að lokum. □ 36 ÆGIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.