Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 36
Landsbréf hf.:
íslenskum fjársjóði
vex fiskur um hrygg
„Þó sjóðurinn hafi ekki enn starfað í heilt ár hefur vöxtur hans verið
mjög góður og á fyrsta aðalfundinum var ákveðið að greiða hluthöfum
10% arð sem er hæsti arður sem íslenskur hlutabréfasjóður hefur
greitt til þessa,“ sagði Kristján Guðmundsson forstöðumaður einstak-
lingssviðs Landsbréfa í samtali við Ægi.
íslenski fjársjóðurinn er nýr sérhæfð-
ur og áhættudreifður hlutabréfasjóður
Landsbréfa. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu
í hlutabréfum og beinir athygli sinni sér-
staklega að fyrirtækjum sem eiga mikla
vaxtarmöguleika og nánar tiltekið eink-
um á sviði sjávarútvegs og tengdrar at-
vinnustarfsemi.
Landsbréf hf. eru rekstraraðili sjóðsins
en það er dótturfyrirtæki Landsbanka ís-
lands. Fyrirtækið hefur á að skipa sér-
hæfðu starfsfólki á sviði verðbréfavið-
skipta með mjög langa starfsreynslu og
mikilvæga þekkingu á atvinnulífinu sem
er nauðsynleg forsenda fyrir ábatasöm-
um fjárfestingum.
Það er markmið sjóðsins að festa að
minnsta kosti helming af fé sjóðsins á
hverjum tíma í vel reknum fyrirtækjum
á sviði sjávarútvegs. Nafngift sjóðsins
dregur dám af þeirri staðreynd að sjávar-
útvegur og vinnsla eru undirstöðuat-
vinnuvegur þjóðarinnar og fyrirsjáanlegt
að hlutur þess muni áfram verða stór.
Sérþekking og kraftur íslands á þessu
sviði er sá fjársjóður sem hefur tryggt
okkur góð lífskjör í samfélagi þjóðanna.
Það getur verið mjög arðbært að fjár-
festa í ungum fyrirtækjum sem eiga
mikla vaxtarmöguleika og í nýjum at-
vinnugreinum sem grundvallast á hug-
viti og menntun felast tækifæri til að
bæta lífskjör á íslandi. Greinar eins og
ferðamannaþj ónusta, hugbúnaðarfram-
leiðsla, matvælaframleiðsla og lyfjafram-
leiðsla. Þetta er atvinnugreinar sem ís-
lenski fjársjóðurinn mun fylgjast alveg
sérstaklega vel með á næstu árum.
Sjóðurinn er spennandi kostur fyrir þá
sem vilja ná aukinni ávöxtun og sætta sig
við sveiflur í hlutabréfaverði.
„Þetta er ungur markaður og við höf-
um séð miklar hækkanir að undanfömu,
sérstaklega í sjávarútvegsfyrirtækjum sem
eru á hlutabréfamarkaði. En það er á-
hættusamt að fjárfesta í hlutabréfum og
bregður til beggja vona. En í því felst
einmitt aðdráttaraflið," sagði Kristján.
Nú eru þær reglur í gildi að séu keypt
hlutabréf fyrir áramót hvers árs getur það
skilað kaupandanum afslætti á tekju-
Kristján Guð-
mundsson
forstöðumaður
einstaklings-
sviðs
Landsbréfa.
skatti í ágúst árið eftir. Þessi afsláttur get-
ur numið allt að 90 þúsund krónum og
hefur verið mjög virkur hvati til fjárfest-
inga. Kristján segir að nær 100% hluthafa
í íslenska fjársjóðnum séu einstaklingar
sem em að fjárfesta sparifé sitt eða hand-
bært fé.
Á fyrsta aðalfundinum sem haldinn
var 14. júní í sumar, eftir aðeins sex
starfsmánuði, hafði innra virði eigna
sjóðsins hækkað um 49%, 1. ágúst nam
hækkunin um 73% og Kristján giskaði á
um miðjan ágúst að ávöxtunin væri orð-
in um 80% frá upphafi.
Hluthafar voru 713 í lok reikningsárs-
ins og eignir sjóðsins námu 159 milljón-
um króna. Hagnaður fyrstu sex mánað-
anna nam 15,3 milljónum en sé horft til
hækkunar hlutabréfa er afkoman 19
milljónum hærri en bókfærður hagnað-
ur segir til um.
Eftirtalin fyrirtæki eru þau 15 stærstu
sem sjóðurinn hefur keypt hlutabréf í og
sést vel á þessum lista sá ásetningur að
taka þátt í þeirri velgengni sem íslenskur
sjávarútvegur nýtur um þessar mundir.
Haraldur Böðvarsson 39,7%
íslenskar sjávarafurðir 33,3%
Síldarvinnslan á Neskaupstað 32,6%
Skagstrendingur 21,1%
SR-mjöl 18,9%
Grandi hf. 17,3%
Hampiðjan 10,2%
Þormóður rammi 8,8%
Pharmaco 7,8%
Útgerðarfélag Akureyringa 7,5%
Borgey 7,2%
Fiskiðjan Skagfirðingur 7,1%
Hraðfrystihús Eskifjarðar 6,2%
SÍF 5,7%
Árnes 5,5%
í sérstöku ráðgjafarráði, sem er stjórn
sjóðsins innanhandar um fjárfestingar,
sitja valinkunnir menn sem þekkja vel til
í sjávarútveginum. Þetta eru þeir Einar
Svansson framkvæmdastjóri á Húsavík,
Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri Þor-
bjarnar í Grindavík, Jón Þórðarson
stjórnarformaður ÚA, Rúnar Sigurðsson
forstjóri Tæknivals og Geir Gunn-
laugsson framkvæmdastjóri Marels.
„Þannig má segja að við séum bein-
tengdir við atvinnugreinina, sem er mik-
ilvægt, og sem betur fer fjölgar stöðugt
þeim fyrirtækjum sem sjá hlutabréfa-
markaðinn sem leið til að afla sér fjár-
magns. Þannig vex okkur fiskur um
hrygg með hverjum degi, " sagði Kristján
að lokum. □
36 ÆGIR