Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 42

Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 42
ísmar hf.: Þráðlaus tækni „Við höfum notið góðs af því að vera með vandaða og trausta vöru sem hefur skarað fram úr á sínu sviði," sagði Reynir Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Ismar í samtali við Ægi. ísmar var stofnað 1982 og upphaf- lega voru þar tveir starfsmenn sem feng- ust við að selja siglinga- og fiskileitar- tæki. Óhætt er að segja að fyrirtækið hafi komist á góðan skrið því í dag eru starfsmenn 9 talsins. ísmar velti 164 milljónum árið 1994, rúmlega 222 milljónum 1995 og fyrstu sex mánuðir 1996 sýna umtalsverða aukningu. Stærsti hlutinn af viðskiptum ísmar eru tæki sem byggja á þráðlausum upp- lýsingum frá veiðarfærum til skips. Afla- nemar, hleranemar, höfuðlínunemar, toghraðanemar og trollsjár frá norska fyrirtækinu Scanmar. Auk þess hefur fyrirtækið verið með dýptarmæla frá Atlas sem notið hafa mikilla vinsælda og Trimble GPS-tæki til staðsetningar. Trimble GPS eru notuð bæði af skipum, flugvélum og bílum á landi, ennfremur til landmælinga. Vegagerð ríkisins, Póst- ur og sími, Landsvirkjun og Landhelg- isgæslan eru meðal viðskiptavina á þessu sviði. „Það má segja að það hafi orðið bylt- ing með þráðlausum samskiptum milli skips og veiðafæra og þannig er söfnun upplýsinga ekki lengur bundin við skip- ið sjálft heldur hefur færst aftur í veiðar- færið." Scanmar hefur lengi verið í farar- broddi í gerð nema af margvíslegu tagi sem gera mönnum kleift að fylgjast nánar með aðstæðum á hafsbotni og ferli veiðanna en áður. Fyrir 50 árum stóðu menn með hendurnar á vírunum þegar togað var meðfram hraunkanti en i dag sýna tæki skýra botnmynd, afla- nemar sýna fisk sem kemur í trollið, hitanemar sýna hitann svo hægt er að toga meðfram hitaskilum í sjónum þar sem fiskurinn heldur sig og trollaugað á höfulínunni gerir mönnum kleift að fylgjast nákvæmlega með opnun og streymi afla inn í trollið. „Við höfum náð mikilli útbreiðslu í flotanum og raunar meiri en við reikn- Reynir Guðjónsson framkvœtndastjóri hjá fsmar. uðum með. 1985 gerðum við áætlun um þann fjölda skipa sem væru hugsan- legir viðskiptavinir. Þá reiknuðum við með að geta selt ca. 350 sett af tækjum en í dag erum við komnir langt yfir það mark," sagði Reynir. Ein ástæðan er breytt flotasamsetn- ing en einnig hefur aukin rækjuveiði haft jákvæð áhrif á söluna. Reglugerð skyldar rækjuskip til að hafa seiðaskilju. Scanmar býður sérstakan skynjara sem fylgist með streymi gegnum skiljuna og stöðu hennar í sjónum, halla og þess háttar og sendir þráðlaust til skipsins. Nær allir aðilar sem stunda rækjuveiðar nota slíka nema með skiljunni. „Það er dýr hver togtími á rækjuveið- um og við höfum verið að selja nema um borð í smærri skip en við reiknuð- um með. En auðvitað njótum við líka góðs af framsækni íslenskra fiskimanna sem alltaf vilja hafa það besta og nú em ágætar aðstæður í sjávarútvegi." Reynir segir ennfremur að almennt megi segja um búnaðinn frá Scanmar að hann sé frekar dýr en hér sé um að ræða fjárfestingu sem sé fljót að skila sér til baka. „Það er mjög hörð samkeppni al- mennt í sölu á fiskileitartækjum en hún hefur fram til þessa ekki verið svo hörð í aflanemunum því Scanmar hefur verið leiðandi með sína hönnun og uppfinn- ingar." Reynir telur ekki líklegt að byltingar á sviði þráðlausrar tækni verði á næstu árum. Lögð verði aukin áhersla á að bæta enn tæknina til að fylgjast með veiðarfærunum og því verður stöðug hæg þróun og framför. „Scanmar var einmitt fyrir skömmu að koma með nýja tegund af nemum á markaðinn. Umbúnaðurinn hefur enn verið bættur og neminn steyptur í plastkápu sem á að þola enn meiri þrýsting, hnjask og högg en eldri gerð- ir." Ekki veitir af því dýpið á grálúðuveið- um getur orðið 750 faðmar. Á veiðum í öðrum heimshöfum hafa aflanemarnir verið notaðir á rúmlega 2.200 metra dýpi. Þessi tæki eru því undir miklu á- lagi. Dæmi eru um að hátækni sé beitt við viðgerðir, þ.e fyrst tekin röntgen- mynd og síðan boruð lítil göt til við- gerða. ísmar rekur verkstæði til þess að sinna viðhaldi og þjónustu fyrir þau tæki sem fyrirtækið selur. Hægt er að vera með allt að sex afla- nema í einu en algengt er að skip noti tvo þó nýrri skip og stærri séu með fjóra. Reynir sagði að ný kynslóð Atlas dýptarmæla hefði notið mikilla vin- sælda þó margir hefðu haldið að lítt væri hægt að endurbæta þá. Flest skip íslenska fiskiskipaflotans eru meðal við- skiptavina ísmars og þar á meðal flest mestu aflaskipin. „Við nefnum alltaf Guðbjörgu ÍS þeg- ar við erum spurðir um svona en öll helstu fiskileitartæki þar um borð eru frá ísmar." □ 42 ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.