Ægir - 01.09.1996, Side 50
Hugvirki & Lausn ehf.:
Stýrt viðhald minnkar
kostnað um 15-20%
„Það er talið að viðhaldskostnaður á einum frystitogara sé um 30 millj-
ónir á ári og kringum 20 milljónir fyrir ísfisktogara. Það gefur því auga
leið að með því að nota sér þá kosti sem felast í stýrðu viðhaldi er
hægt að spara mikið fé en rétt og gott viðhald getur dregið úr þessum
kostnaði um 15-20%,“ sagði Kristján Sigurgeirssson framkvæmda-
stjóri tölvufyrirtækisins Hugvirki & Lausn í samtali við Ægi.
Hugvirki & Lausn var stofnað 1985
en Kristján var áður annar eigenda og
stofnenda Rekstrartækni sem var braut-
ryðjandi á sviði tölvujtjónustu og ráð-
gjafar fyrir atvinnulífið einkum og sér í
lagi fiskvinnsluna. Hugvirki & Lausn
kemur víða við á sviði tölvuvinnslu,
hugbúnaðargerðar og ráðgjafar en
starfsemi fyrirtækisins hefur breyst í ár-
anna rás og nú er framleiðsla og sala
hugbúnaðar meginuppistaðan í starf-
semi fyrirtækisins en mun minni á-
hersla er lögð á rekstrarráðgjöf.
„Sem dæmi um hugbúnað sem við
framleiðum og seljum er kerfi sem við
köllurn Bílval og er sérhannað fyrir
bílasala og heldur utan um allar sölur,
umskráningar, bókhald og allt hvað
eina. Þetta kerfi hefur mælst mjög vel
fyrir og í dag er um 75% af öllum bíla-
sölum á landinu sem nota það," sagði
Kristján.
„Annað svipað kerfi heitir Húsval og
er sérsniðið fyrir þarfir fasteignasala.
Það heldur utan um fjölda húseigna,
stýrir dreifingu auglýsinga, bókhaldi,
innheimtu, þinglýsingum, og yfirleitt
öllum þeim pappír sent verður til í
kringum fasteignaviðskipti sem er um-
talsverður eins og rnargir þekkja."
Hjá Hugvirki & Lausn starfa alls átta
manns, bæði forritarar og einnig
tæknimenn sem sjá um uppsetningu
búnaðar en sá sem kaupir hugbúnað af
Hugvirki & Lausn fær alla þjónustu
með í kaupunum.
Enn mætti nefna að Hugvirki &
Lausn hafa hannað forrit sem heldur
utan um heimsendingu á pizzum en
slík þjónusta nýtur gífurlegra vinsælda
í samfélaginu eins og flestir kannast
við. Kerfið er þegar í notkun hjá Pizza
Hut og Hróa hetti og reynist vel. Fastir
viðskiptavinir á slíkum stöðum geta
hringt, nefnt nafnið sitt og pantað
„sama og síðast".
Kristján Sigurgeirssson framkvœmdastjóri
tölvufyrirtœkisins Hugvirki & Lausn.
En það tölvukerfi sem Kristján legg-
ur mesta áherslu á að kynna sjávarút-
vegi og fiskvinnslu heitir Grettir og
snýst um stýrt viðhald. Þetta er það
kerfi sem eingöngu verður kynnt á
sjávarútvegssýningunni á vegum fyr-
irtækisins.
Hvað er stýrt viðhald?
„Á einfölduðu máli má segja að for-
ritið sé í raun tækjalisti þar sem allar
eignir, tæki og tól viðkomandi fyrir-
tækis eru færð og viðhald þeirra skráð.
Tölvan sér um að minna á að láta
framkvæma allar aðgerðir sem heyra
undir viðhald t.d. smurskipti, síu-
skipti, leguskipti og allt reglubundið
eftirlit. Tölvan skrifar út vinnuseðla og
pantanir til fastra viðskiptavina og
sendir á réttum tíma og hægt er að
tengja lagerbókhaldið við Gretti sem
gætir þess þá að alltaf séu til varahlutir
til þess að sinna umræddu viðhaldi og
hafi verið pantaðir í tæka tíð. Það má
skipta þessu niður í deildir og svæði og
geyma inni í tölvunni einnig teikning-
ar og myndir sem tengjast viðhaldi
einstakra tækja."
Þannig má segja að Grettir sé staf-
rænn eftirlitsmaður sem engu gleymir
og vakir yfir viðhaldinu allan sólar-
hringinn. Viðskiptavinir sem kaupa
kerfið geta gert þróunarsamning við
Hugvirki & Lausn og fá þá sjálfkrafa
allar uppfærslur og alla þjónustu.
„Það má segja í stuttu máli að við
sjáum um þessa menn. Hugbúnaður-
inn má aldrei bregðast og það er okkar
hlutverk að sjá til þess að hann geri
það ekki."
Nokkur stærstu fyrirtæki landsins
nota Gretti til að stýra viðhaldi s.s.
Eimskip, Mjólkursamsalan, Vegagerð
ríkisins, SR-mjöl, Sláturfélag Suður-
lands og fleiri.
Kristján segir að „bestu meðmælin
með Gretti séu þau að kerfin séu í fullri
notkun í áðurtöldum fyrirtækjum."
„Þetta hentar fyrir stór og smá fyrir-
tæki, sjúkrahús, frystihús, togara, hús-
félög og bókstaflega alla sem hafa eftir-
lit með tækjum."
Fáir togarar hafa enn tekið Gretti
unt borð en Kristján nefnir þó Hrafn
Sveinbjarnarson GK, Runólf SH sem
dæmi um skip sem nota Gretti.
„Við viljum gjarnan kynna þetta
fyrir vélstjórum og það ætlum við að
gera á sýningunni." □
50 ÆGIR