Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 54

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 54
A. Karlsson Bjóðum heildarlausnir í eldhúsum „Við leggjum mikla áherslu á að bjóða heildarlausnir í eldhúsum, hvort sem það er í landi eða á sjó. Við erum að selja allt í eldhúsin í skipunum og má þá einu gilda hvort um er að ræða smærri báta eða stór frysti- skip. Við tökum að okkur allar endurnýjanir í eldri skipum og eitt af því sem við erum hvað stoltastir af eru nýju gufuofnarnir okkar. Við höfum verið að selja ofna bæði frá Hubart og Electrolux og þeir hafa reynst geysivel," segir Þórður Ásmundsson, sölustjóri hjá A. Karlsson hf. Aðspurður hvað fyrirtækið selji af öðr- um hlutum í eldhús skipanna segir Þórð- ur það vera nánast með allt. Það sé óhætt að fullyrða að fáist það ekki hjá A. Karls- son þá þurfi skipið hreinlega ekki á því að halda. „Annars erum við mikið með upp- þvottavélar og ég hef gaman af því að segja frá því að þegar ég var á sjó á Har- aldi Böðvarssyni frá Akranesi fyrir nokkrum árum var þar uppþvottavél frá Hubart sem sett var um borð 1974. Hún er enn í fullri notkun og slær ekki feilpúst," segir Þórður. Þórður segir A. Karlsson langt í frá ein- beita sér eingöngu að skipunum. Fyrir- tækið sjái um tækjabúnað fyrir sjúkrahús, dvalarheimili, leikskóla, mötuneyti og eldhús á veitingahúsum og hótelum. Fyrirtækið A. Karlsson hefur verið nokkuð lengi í þessum geira. Til þess að byrja með var það eingöngu með upp- þvottavélar en hefur fært smám saman út kvíarnar á síðustu árum. í dag starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu og er því skipt upp í þrjár deildir. Ein er eldhústækja- deild, önnur iðnaðartækjadeild, með iðn- aðarþvottavélar, tæki fyrir efnalaugar, ál- stiga, palla, stillansa, ruslapressur og ým- islegt fleira, og sú þriðja er lækninga- tækjadeild. Þar fæst allt frá minnstu sprautum til fullkomnustu sónartækja. „Að því er varðar eldhúsin um borð í skipunum þá hefur orðið mikil breyting á allri vinnuaðstöðu fyrir kokkana. Það er allt annað fyrir þessa menn að vinna með þessi nýtísku tæki og allt til alls. Þar eru gjarna komnar kaffiteríur þar sem á- höfnin gengur í röð og tekur sér mat frá Þórður Ásmundsson sölustjóri hjá A. Karls- syni hf. hitaborði. Það gerir það að verkum að það er í flestum tilfellum nóg að hafa einn kokk um borð og síðan einn messagutta honum til aðstoðar," segir Þórður. Gufuofnarnir skipta þarna miklu máli að sögn Þórðar. Það sé bókstaflega hægt að gera hvað sem er í þeim, sjóða kartöfl- ur og grænmeti, stórsteikur o.fl. Þórður segir ofnana afskaplega þægilega því að með því að nota þá losni menn að stór- um hluta við notkun potta og viðlíka á- halda. Þeim fylgi heilmikill vinnusparn- aður og það sjái hann best með því að hugsa fimm til sex ár aftur í tímann, til þess tíma þegar hann var á sjó. Þá hafi kokkurinn verið að allan daginn, með potta og pönnur á lofti og fyrirhöfnin verið töluverð, jafnvel þótt karlarnir hafi bara verið tólf um borð. „Ef þú ert með þessa gufuofna geturðu sett fiskinn t.d. í bakka og soðið hann í ofninum í nokkrar mínútur. Síðan er bakkinn tekinn og honum komið fyrir í heitu borðinu. Stærðir bakkanna eru að sjálfsögðu miðaðar við að þeir passi í hitaborðin líka." Aðspurður hvort menn geri meiri kröf- ur um þægindi í eldhúsum um borð í skipunum en í landi segir Þórður það ekki vera. Hins vegar verði þeir að gera miklar kröfur um gæði tækjanna. Það geti verið afskaplega hvimleitt að vera á tveggja til þriggja mánaða túr og í miðj- um túr bili allt. Þórður segir megnið af því sem þeir selji í skipin vera flutt inn. Það sem fyrir- tækið geti látið smíða láti það smíða hér heima, vagna fyrir glasagrindur og fleira slíkt. Hann segir stálborð vera smíðuð er- lendis og það helgist af verðinu. Stálborð- in séu mikið notuð í kringum uppvösk- unarlínuna t.d. „Við höfum verið mjög lítið í innrétt- ingunum sem slíkum, þ.e. skápunum sjálfum. Þetta er fyrst og fremst tækjasala og við ieggjum metnað okkar í hana. Við seljum gríðarlega mikið af kaffivélum og svo erum við með sorppressurnar. Þær hafa komið sér vel fyrir skip sem eru lengi úti í einu því eins og auðvelt er að í- mynda sér þá tekur sorpið mjög mikið pláss. Með þessum pressum er hægt að pressa sorpið saman um 80 til 90 pró- sent." A. Karlsson er með öfluga sex manna viðgerðardeild sem sinnir öliu viðhaldi á þeim tækjum sem það selur. Það er með stóran varahlutalager og leggur að sögn Þórðar metnað sinn í að sinna því starfi vel. Það sé alveg eins með þessi tæki eins og með bílinn. Menn keyri ekki enda- laust á þeim án þess að láta yfirfara þau og laga. □ 54 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.