Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1996, Side 56

Ægir - 01.09.1996, Side 56
Gjaldmælir frá Pósti og síma: Mælir símnotkun hvers skipverja „Við létum hanna þennan mæli fyrir nokkrum árum og hann fékk strax mjög góðar móttökur og hefur verið settur um borð í mörg skip," sagði Einar Oddgeirsson rafeindavirki hjá Pósti og síma í samtali við Ægi. Mælirinn sem rætt er um er gjaldmælir ætlaður til sundurliðunar sím- tala og útskriftar reikninga fyrir símanotkun hvers skipverja. Með þessum mæli er einfalt að fylgjast með símanotkun hvers og eins og láta greiða fyrir eftir hentugleikum. Mælirinn er tengdur við símstöð og hver skipverji eða notandi fær sitt leyninúmer sem hann verður að slá inn til þess að fá són. „Þetta býður jafnframt upp á þá möguleika að halda utan um skráningu símtala svo hver og einn fær sundurlið- aðan símareikning en jafnframt er hægt að fylgjast með heildarnotkun," sagði Einar. Hægt er að velja sérstök frínúmer sem allir skipverjar geta hringt í á kostnað útgerðarinnar. Þetta geta verið númer hjá ýmsum þjónustuaðilum, neyðarnúmer eða önnur númer sem nauðsynleg eru talin. Mjög einfalt er að tengja gjaldmæl- inn við farsíma skips. Línutengi þarf og venjulegan síma sem notaður er til að hringja úr. Sé símstöð um borð má tengja farsímann með gjaldmælinum sem bæjarlínu. Með því móti geta skip- verjar hringt úr hvaða síma sem er um borð í skipinu og símtölin koma á reikning þess skipverja sem talar. í gegnum símstöðina má síðan tala milli vistarvera og vinnustaða um borð en slík símtöl koma ekki fram á reikningn- um. Gjaldmælinn má tengja við NMT farsíma, gervihnattasíma eins og In- marssat og einnig má tengja hann við venjulega símalínu ef skipið fær land- línu í höfn. Gjaldmælir þessi er alíslensk hönn- un sem unnin var fyrir Póst og síma og hefur hlotið mjög góðar viðtökur að sögn Einars. Mælirinn hefur verið markaðssettur erlendis og fengið nokk- Gjaldmœlir Pósts og síma er œtlaöur til aö sundurliða símtöl skipverja og harm skrifar út reikning fyrir símanotkun hvers og eins. uð góðar viðtökur. Þannig hefur hann þegar verið settur í nokkur skip í Nor- egi og Færeyjum og fyrirspurnir hafa borist frá öðrum löndum. Mælirinn er til sölu hjá Pósti og síma og ýmsum fyr- irtækjum sem selja fjarskiptabúnað fyr- ir skip og báta og kostar rúmlega 76 þúsund m.vsk. Einar sagði í samtali við Ægi að góð- ar viðtökur flotans hefðu orðið til þess að nú er komin endurbætt útgáfa af gjaldmælinum á markað og er henni sérstaklega beint að fyrirtækjum og notendum í landi. Þessi nýja útgáfa er búin til tenging- ar við venjulega símalínu og tekur á móti talningu, telur svokallaða púlsa. Hver notandi fær lykilnúmer en nota verður tölvu til þess að forrita mælinn og búa til reikninga og er hún tengd við hann á meðan. Sérstakt forrit fylgir mælinum til þess að vinna reikning- ana. Ef talningar eru notaðar við gjald- mælingar má búa til inneign fyrir ákveðna notendur og er þá greidd fyr- irfram einhver upphæð sem notandinn getur talað fyrir og missir sambandið þegar hún er uppurin. „Við teljum að þetta fyrirkomulag geti hentað afar vel t.d. á heimavistar- skólum, stórum og smáum vinnustöð- um og yfirleitt þar sem margir hafa að- gang að einum og sama símanum," sagði Einar. Á heimavist myndi þá hver nem- andi fá úthlutað lykilnúmeri og hann gæti valið um að safna upp notkun eða greiða fyrirfram og eiga inneign. Hafi nemendur efasemdir um reikn- inga er hægt að búa til sundurliðaðan reikning þar sem sést glöggt hvert hringt er og fyrir hvað mikið. Hægt er að verja forritið fyrir því að óviðkom- andi komist í forrit mælisins eða notk- unarskrárnar. Póstur og sími hefur einnig ákveðið að leigja út slíka gjaldmæla sem valkost í stað venjulegs símasjálfsala. „Þetta getur hentað þar sem sama fólk dvelur einhvern tíma s.s. í verbúð- um, heimavistum, skólum, litlum gisti- heimilum, orlofsbústöðum, heilsuhæl- um og vinnubúðum verktaka. Þannig getur sá sem leigir mælinn selt út sam- kvæmt númerum og bætt síðan sinni á- lagningu við ef hann vill," sagði Einar að lokum og bætti við að þetta gæti hugsanlega verið valkostur fyrir stór heimili þar sem margir unglingar eru. □ 56 ÆGIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.