Ægir - 01.09.1996, Side 58
R. Sigmundssson ehf.:
Gríðarleg bylting í
ölllum tækjabúnaði
„Allir skynjarar, hvort sem það eru loftnet, botnstykki og slíkt, og það
sem þeim tilheyrir, sendar og viðtæki, eru í raun enn í nokkuð hefð-
bundnu formi. Vitaskuld sjáum við tækninýjungar þar en byltingin er í
úrvinnsluþættinun og framsetningarmátanum. Þar eru menn í æ rík-
ara mæli farnir að notast við hefðbundnar tölvur sem eru aðlagaðar
skynjurum og innbyrðis tengdar. Þær ýmist senda upplýsingar sín á
milli eða safna upplýsingum til þess að setja fram á mismunandi hátt.
Það hefur orðið gríðarleg bylting í öllum tækjabúnaði frá því að þetta
fyrirtæki hóf starfsemi sína fyrir rúmum 50 árum en þrátt fyrir breytta
tíma hefur hlutverk þess í raun lítið breyst. Við erum enn að þjónusta
skip og báta með siglinga- og fiskileitartæki," segir Trausti Ríkarðs-
son, framkvæmdastjóri R. Sigmundssonar ehf.
Aðspurður um helstu nýjungar segir
Trausti að fyrirtækið sé að kynna mjög
margt nýlegt og nýtt þessar vikurnar.
Hann nefnir sem dæmi Nucleus 2 rad-
arinn frá Kelvin Hughes sem sé t.d. með
sjálfvirkt plott á 50 skipum þar sem
hægt sé að teikna inn virk svæði fyrir
plott í stað fjarlægðarhrings. Gagna-
tengingu við tölvu segir hann gefa
möguleika á skráningu á togferlum
skipa, auk hraða og stefnu, og síðan fá-
ist minniskort fyrir merki, siglingaleiðir
og kort ásamt ýmsu öðru.
„Ég get einnig nefnt súpersónarinn
frá Kaijo en hann er með 21" hágæða
skjá og öflugasta sendi og botnbúnaði á
markaðnum. Hann er mjög einfaldur í
notkun með forritunarlegu minniskorti,
valmyndum og fjarstýringu með kúlu
og flýtilyklum. Stækkun er á völdu
sviði, sem auðveldar greiningu við
botn, sneiðmyndir í torfu, læsing á
torfu og stillanlegur hringur fyrir köst-
un."
Trausti segir súperónarinn, nýja rad-
arinn, nýju útgáfuna af veiðitölvunni
frá Sodena og nýju aflanemana SO 1 allt
vera komið um borð í íslensk skip og
verið prófað til þrautar.
Trausti Ríkarðssou framkvæmdastjóri,
Sigmundur Karl Ríkarðsson þjónustustjóri
og Óskar Axelsson sölustjóri hjá R. Sig-
mundssyni.
„Breytingarnar em gífurlegar. Hér áður
fyrr voru menn með þetta í vasabókum
og í sumum tilvikum aðeins í höfðinu.
Nú eru ótrúlegustu upplýsingar komnar
í tæki þar sem hægt er að kalla þær fram
á einfaldan og fljótvirkan hátt," segir
Trausti og bætir við að ástæða sé að
leggja áherslu á að búnaðurinn sé heldur
ekki svo dýr. Tölvurnar séu ódýrar miðað
við öll sérhæfð tæki. Þær séu fluttar inn
til landsins í gámum á meðan flest stærri
siglingatæki komi inn í stykkjatali og
sum aðeins sérpöntuð.
Hjá R. Sigmundssyni ehf. vinna 11
starfsmenn. Fyrirtækið sérhæfir sig í öll-
um rafeindatækjum skipa, siglingatækj-
um, fiskileitartækjum og fjarskiptabún-
aði. Það flytur tækin inn en vinnur
einnig að ýmiss konar þróunarstarfi.
„Við þurfum að laga tölvur að mis-
inunandi tækjum og sjálfir, eða í sam-
vinnu við aðra, höfum við látið smíða
ákveðna hluti. Gott dæmi um það eru
sjókortin frá Sjómælingum íslands en
öll íslensku sjókortin hafa verið unnin
á stafrænt form á cd-diski. Einn má
nefna aflanemann sem smíðaður var í
Bandaríkjunum. Við létum aðlaga hann
þannig að hann gæti gengið við önnur
tæki en þau sem Kaninn miðaði við,
gæti með öðrum orðum nýst almennt
með þeim tækjum sem notuð eru hér
við land. Við reynum annars að bjóða
upp á heildarlausnir, vera með heil kerfi
til þess að leysa tiltekin verkefni. Þess
vegna er varla hægt að tala um að við
séum að einbeita okkur að einhverju
sérstöku. Þetta eru tæki frá mörgum
framleiðendum og við vinnum að því
að samhæfa þau."
Trausti segir R. Sigmundsson fyrst og
fremst einbeita sér að markaðnum hér
á íslandi en vissulega hafi þeir selt til
annarra landa og sjái fram á að það
muni geta aukist á næstu misserum.
Fyrir komi að þeir hafi upp á þær lausn-
ir að bjóða að útlendir viðskiptamenn
leiti til þeirra. Hann segir útlendinga yf-
irleitt sýna því mikinn áhuga sem ís-
iendingar hafi upp á að bjóða í tengsl-
um við sjávarútveginn. Gott dæmi um
það sé hversu mikill fjöldi erlendra
gesta hafi komið á sjávarútvegssýning-
una undanfarin ár.
„Þróunin í þessum tæknibúnði er
nokkuð jöfn en stundum detta menn
vissulega niður á hluti sem eru bylting-
arkenndir. íslensk fiskiskip eru mjög vel
búin hátækniskip. Menn hafa fylgst
mjög vel með í tæknibúnaði og við
munum halda áfram, líkt og hingað til,
að reyna að sjá þeim fyrir tækjum og
tólum sem auðvelda þeim alla leit og í
raun haga öllum veiðum þannig að sem
mestur árangur náist á sem stystum
tíma," segir Trausti Ríkarðsson, fram-
kvæmdastjóri R. Sigmundssonar ehf. □
58 ÆGIR