Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Síða 58

Ægir - 01.09.1996, Síða 58
R. Sigmundssson ehf.: Gríðarleg bylting í ölllum tækjabúnaði „Allir skynjarar, hvort sem það eru loftnet, botnstykki og slíkt, og það sem þeim tilheyrir, sendar og viðtæki, eru í raun enn í nokkuð hefð- bundnu formi. Vitaskuld sjáum við tækninýjungar þar en byltingin er í úrvinnsluþættinun og framsetningarmátanum. Þar eru menn í æ rík- ara mæli farnir að notast við hefðbundnar tölvur sem eru aðlagaðar skynjurum og innbyrðis tengdar. Þær ýmist senda upplýsingar sín á milli eða safna upplýsingum til þess að setja fram á mismunandi hátt. Það hefur orðið gríðarleg bylting í öllum tækjabúnaði frá því að þetta fyrirtæki hóf starfsemi sína fyrir rúmum 50 árum en þrátt fyrir breytta tíma hefur hlutverk þess í raun lítið breyst. Við erum enn að þjónusta skip og báta með siglinga- og fiskileitartæki," segir Trausti Ríkarðs- son, framkvæmdastjóri R. Sigmundssonar ehf. Aðspurður um helstu nýjungar segir Trausti að fyrirtækið sé að kynna mjög margt nýlegt og nýtt þessar vikurnar. Hann nefnir sem dæmi Nucleus 2 rad- arinn frá Kelvin Hughes sem sé t.d. með sjálfvirkt plott á 50 skipum þar sem hægt sé að teikna inn virk svæði fyrir plott í stað fjarlægðarhrings. Gagna- tengingu við tölvu segir hann gefa möguleika á skráningu á togferlum skipa, auk hraða og stefnu, og síðan fá- ist minniskort fyrir merki, siglingaleiðir og kort ásamt ýmsu öðru. „Ég get einnig nefnt súpersónarinn frá Kaijo en hann er með 21" hágæða skjá og öflugasta sendi og botnbúnaði á markaðnum. Hann er mjög einfaldur í notkun með forritunarlegu minniskorti, valmyndum og fjarstýringu með kúlu og flýtilyklum. Stækkun er á völdu sviði, sem auðveldar greiningu við botn, sneiðmyndir í torfu, læsing á torfu og stillanlegur hringur fyrir köst- un." Trausti segir súperónarinn, nýja rad- arinn, nýju útgáfuna af veiðitölvunni frá Sodena og nýju aflanemana SO 1 allt vera komið um borð í íslensk skip og verið prófað til þrautar. Trausti Ríkarðssou framkvæmdastjóri, Sigmundur Karl Ríkarðsson þjónustustjóri og Óskar Axelsson sölustjóri hjá R. Sig- mundssyni. „Breytingarnar em gífurlegar. Hér áður fyrr voru menn með þetta í vasabókum og í sumum tilvikum aðeins í höfðinu. Nú eru ótrúlegustu upplýsingar komnar í tæki þar sem hægt er að kalla þær fram á einfaldan og fljótvirkan hátt," segir Trausti og bætir við að ástæða sé að leggja áherslu á að búnaðurinn sé heldur ekki svo dýr. Tölvurnar séu ódýrar miðað við öll sérhæfð tæki. Þær séu fluttar inn til landsins í gámum á meðan flest stærri siglingatæki komi inn í stykkjatali og sum aðeins sérpöntuð. Hjá R. Sigmundssyni ehf. vinna 11 starfsmenn. Fyrirtækið sérhæfir sig í öll- um rafeindatækjum skipa, siglingatækj- um, fiskileitartækjum og fjarskiptabún- aði. Það flytur tækin inn en vinnur einnig að ýmiss konar þróunarstarfi. „Við þurfum að laga tölvur að mis- inunandi tækjum og sjálfir, eða í sam- vinnu við aðra, höfum við látið smíða ákveðna hluti. Gott dæmi um það eru sjókortin frá Sjómælingum íslands en öll íslensku sjókortin hafa verið unnin á stafrænt form á cd-diski. Einn má nefna aflanemann sem smíðaður var í Bandaríkjunum. Við létum aðlaga hann þannig að hann gæti gengið við önnur tæki en þau sem Kaninn miðaði við, gæti með öðrum orðum nýst almennt með þeim tækjum sem notuð eru hér við land. Við reynum annars að bjóða upp á heildarlausnir, vera með heil kerfi til þess að leysa tiltekin verkefni. Þess vegna er varla hægt að tala um að við séum að einbeita okkur að einhverju sérstöku. Þetta eru tæki frá mörgum framleiðendum og við vinnum að því að samhæfa þau." Trausti segir R. Sigmundsson fyrst og fremst einbeita sér að markaðnum hér á íslandi en vissulega hafi þeir selt til annarra landa og sjái fram á að það muni geta aukist á næstu misserum. Fyrir komi að þeir hafi upp á þær lausn- ir að bjóða að útlendir viðskiptamenn leiti til þeirra. Hann segir útlendinga yf- irleitt sýna því mikinn áhuga sem ís- iendingar hafi upp á að bjóða í tengsl- um við sjávarútveginn. Gott dæmi um það sé hversu mikill fjöldi erlendra gesta hafi komið á sjávarútvegssýning- una undanfarin ár. „Þróunin í þessum tæknibúnði er nokkuð jöfn en stundum detta menn vissulega niður á hluti sem eru bylting- arkenndir. íslensk fiskiskip eru mjög vel búin hátækniskip. Menn hafa fylgst mjög vel með í tæknibúnaði og við munum halda áfram, líkt og hingað til, að reyna að sjá þeim fyrir tækjum og tólum sem auðvelda þeim alla leit og í raun haga öllum veiðum þannig að sem mestur árangur náist á sem stystum tíma," segir Trausti Ríkarðsson, fram- kvæmdastjóri R. Sigmundssonar ehf. □ 58 ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.