Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 60
Isfell hf
Vírinn er mikilvægastur
„Við munum á sýningunni leggja
aðaláhersluna á togvírinn sem við
flytjum inn frá Bridon Fishing í
Bretlandi og seljum. Við höfum
verið að leggja mjög aukna
áherslu á vír sem heitir Dyform.
Þar er beitt svolítið annarri fram-
leiðslutækni en áður. í jafnsverum
vír og áður rúmast meira af stáli
svo hann er þyngri og sterkari en
eldri gerðir. Hann er öðruvísi
spunninn og er liðugri og þolir
betur álag og nudd ■ blökkum,"
sagði Hólmsteinn Björnsson fram-
kvæmdastjóri ísfells í samtali við
Ægi.
„Árangurinn er sá að við höfum séð
flestalla stærstu togara okkar taka þenn-
an vír um borð og við teljum að í dag
séum við með rúm 70% af markaðnum
með vír frá Bridon. Meðal þeirra sem
nota Dyform vír frá ísfelli má nefna
Baldvin Þorsteinsson, Hákon, Helgu,
Pétur Jónsson, Arnar, Vigra, Svalbak,
Júlíus Geirmundsson, Málmey, Harald
Kristjánsson og mörg fleiri stærstu og
fengsælustu fiskiskip okkar. Þetta teljum
við okkar bestu meðmæli."
Hefðbundinn togvír er settur saman
úr sex þáttum. Til skamms tíma var al-
gengast að hver hinna sex þátta væri
undinn saman úr 19 þáttum en i Dy-
form vírnum er hver þáttur úr 26 þátt-
um. Önnur breyting sem orðið hefur er
að áður fyrr var jafnan mergur úr tógi
innst í vírnum en í dag hefur stálmerg-
ur nær alveg leyst hann af hólmi að
sögn Hólmsteins.
ísfell verður með samtals 72 fermetra
bás á sýningunni í Laugardalshöll, 62
inni og 10 úti og er þetta einn stærsti
básinn á svæðinu. Alls verða fulltrúar
fimm erlendra framleiðenda með ísfells-
mönnum á staðnum. ísfell er nátengt
með eignaraðild þremur öðrum fyrir-
tækjum þ.e. Álftafelli ehf., Innkaupa-
deildinni sf. og Marex ehf. og verður
það undirstrikað í sýningarbásnum. Til
skamms tíma hefur ísfell starfað á
tveimur stöðum, við Fiskislóð og við
Austurbugt en nú hefur verið ákveðið
að þessi fyrirtæki reisi hús yfir starfsemi
sína við Fiskislóð og verði þar öll undir
einu þaki.
„Þetta er hagkvæm lausn og tíma-
bært að komast í hentugra húsnæði,"
sagði Hólmsteinn.
Að sögn Hólmsteins vegur vírinn
mjög þungt í sölu ísfells bæði í bókstaf-
legum og bókhaldslegum skilningi. Vír-
inn er lykilþáttur í búnaði skipsins og
einn sá allra mikilvægasti. Stærstu tog-
ararnir eru með allt að 1500 faðma á
hvorri tromlu og miðað við 4 tommu
vír vegur vírinn 32 tonn. Ýmsar útfærsl-
ur eru á því hvernig er skipt og hvort er
skipt um allan vírinn í einu en almennt
má segja að meðalending sé á bilinu frá
8 til 18 mánuða.
„Þessi vír á að þola rúmlega 60
tonna átak og það er verið að nota
hann undir gífurlegu álagi. Með nú-
tíma autotrollum er stöðugt verið að
hífa og slaka og jafna álagið. Vírinn
liggur í mörgum blökkum og stundum
með sveigju. Þetta reynir gríðarlega
mikið á þetta og það er sérstök kúnst að
umgangast og meðhöndla svona vír á
réttan hátt."
Nýjung sem ísfell mun kynna á sjáv-
arútvegssýningunni eru stærri lásar en
áður hafa fengist og eru sérstaklega
framleiddir í Bretlandi fyrir ísfell. Þetta
eru flathlæekkur, G-krókur og sylgja úr
Trawlex Iásakerfinu sem passa á móti
22. mm keðju. Slíkir lásar eru mest not-
aðir til þess að tengja trollið við hlerana
og eftir því sem álagið eykst nota menn
sverari keðjur sem kalla á stærri lása.
Hólmsteinn segir að nú þegar hafi
Hólmsteinn Björnsson framkvcemdastjóri
ísfells.
margir stærstu togararnir tekið þessum
nýju lásum fegins hendi.
ísfell er ungt fyrirtæki sem hefur á
stuttum tíma haslað sér völl í sölu á
veiðarfærum með megináherslu á víra,
lása, keðjur, bobbinga, grjóthoppara og
almennt hluti sem tengjast tog- og
nótaveiðum.
ísfell setti á fót fyrr á þessu ári dótt-
urfyrirtæki í St. John's á Nýfundnalandi,
ísfell Ltd. þar sem megináhersla er lögð
á að veita íslenska rækjuflotanum á
Flæmska hattinum þjónustu og hefur
það gefið mjög góða raun en þangað
sækja einnig erlend skip sem þekkja ís-
fell úr viðskiptum sínum við það hér
heima en þjónusta við grænlenska,
norska og danska togara er umtalsverð-
ur þáttur í starfseminni. □
60 ÆGIR